Vikan


Vikan - 17.05.1999, Page 15

Vikan - 17.05.1999, Page 15
Guðrún Þórbjarnardóttir snyrtifræðingur, Saloon Ritz Við erum svo mikið dellufólk, íslending- ar, að það er ótrú- legt hvað margar konur eru búnar að fara í svona að- gerðir þótt stutt sé síðan byrjað var að framkvæma þær hér. Sumar konurnar eru mjög fínar eftir þessar aðgerðir, en það er líka mikið á sig lagt og það þarf andlegan og lík- amlegan undirbúning fyrir svona aðgerð. Konurnar bú- ast við að þær verði orðnar góðar eftir þrjár vikur, en það er sjaldnast að það gangi eftir. Það er mismunandi mikill gróandi í húðinni á fólki og það getur tekið mjög mis- langan tíma að jafna sig af brunanum og það fylgja honum talsverð óþægindi. Læknar hafa bent konum á að hafa samband við okkur snyrtifræðinga til að fá að- stoð með val á kremum og við förðun og margar þeirra leita til okkar mjög fljótlega eftir aðgerð.. Það er talsvert áfall að líta í spegil í fyrsta skipti eftir svona meðferð. Sjúklingnum finnst hann líta út eins og hver önnur ófreskja því and- litshúðin hefur verið brennd af. I fyrstu er lítið hægt að gera annað en að bíða og láta gróa. I flestum tilfellum fylgja þessu mikil óþægingdi fyrstu dagana, rétt eins og hverjum öðrum bruna. Húð- in er stíf, þurr og hert og það sem mér hefur fundist duga best við þessu er milt aloe vera krem sem kælir og græðir. Það fer svo eftir húð- gerð hverrar konu hversu fljótt hún getur farið að farða yfir húðina til að fela vegsummerkin. Um leið og það er hægt fer konunum að líða betur. Þær konur sem hafa lent illa í þessu hafa verið lengi frá vinnu, raunar miklu leng- ur en þær höfðu reiknað með og það er auðvitað al- varlegt mál fyrir þær. Það er andlegt álag að fara illa út lítandi eftir svona aðgerðir til vinnu og að þurfa að vera fyrir framan fólk. Það er þess vegna mjög nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma og láta húðina jafna sig vel áður en farið er af stað. Það þýðir ekkert að ætla að flýta sér og vera orðinn flottur fyrir ein- hvern vissan tíma, það getur alveg eins brugðist. Þetta eru dýrar og tímafrekar aðgerðir og það verður að gera sér grein fyrir því áður en farið er af stað. Ég er mjög fylgjandi að- gerðum undir vissum kring- umstæðum þótt ég hallist frekar að forvarnarstarfinu. Sérstaklega bind ég vonir við að háreyðingaraðgerð- irnar geti hjálpað mörgum ' konum vel. Óæskilegur hár- vöxtur er vandamál hjá mörgum konum og í flestum tilfellum mikið feimnismál. Ef þetta er á háu stigi getur það gengið svo langt að kon- urnar einangrast félagslega. í svoleiðis tilfellum getur svona aðgerð gert krafta- verk. En ég hef vissar efasemdir um hrukkueyðingaaðgerðir "^TfaWBT sínl"^ wa sina með of 'JJjWum sótböð- við vitum að hosabekkir Z^tórhættu' leSir t.i1. fyrjr því þar er miklu fórnað og stundum fyrir lítið. Ég vildi gjarna að konur huguðu frekar að forvörnum og gættu húðarinnar sem best þær geta. Margar konur eyðileggja húð sína með of miklum sólböðum og við vit- um að ljósabekkir eru stór- hættulegir t.d. fyrir andlits- húðina. Þrátt fyrir að þetta sé vitað sækja konur mikið í sól og sumar þeirra fara allt að tvisvar í viku allan ársins hring í ljósabekkina. Ef við ætlum að halda andlitshúð- inni sléttri og mjúkri eigum við að forðast mikil sólböð og bera góða vörn á húðina áður en við förum í sól. Hluti af forvörnunum er Iíka að hreinsa og næra húðina frá ungaaldri, borða réttan mat, drekka mikið vatn og reykja ekki. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.