Vikan


Vikan - 17.05.1999, Síða 16

Vikan - 17.05.1999, Síða 16
DRENGURINN SEM VAR ALINN UPP HJA OPUM Sagan af John sem lifði í þrjú ár ífrumskóginum á þessa litlu veru sem gaf frá sér sömu hljóð og aparnir, hreyfði sig eins og þeir, en leit út eins og lítill strákur. Kon- urnar, sem allar voru hjátrúar- fullar, flúðu eins og þær hefðu séð Satan sjálfan. Þær hlupu heim í þorpið og náðu í karlmennina og nokkrum mínút- um síðar ráku þeir apana burt með kylfum og prikum. Konurnar, sem nú voru hugrakkari, umkringdu litlu undarlegu veruna sem grét af hræðslu og klifraði upp í tré. Brátt var hún umkringd og átti sér enga und- ankomuleið. Kon- urnar læddust að trénu. Ein þeirra potaði í hana með priki og hrökklað- ist svo óttaslegin til baka. Hún trúði ekki sínum eigin augum. Apinn var í raun og veru lítill strákur! „Hún gat ekki hugsað sér að snerta hann,“ segir Milly. „Það var hræðilegt að sjá hann. Líkami hans var þakinn örum og sárum.“ Drengurinn var viti sínu fjær af ótta þegar fólkið náði honum loks niður úr trénu og flutti hann með sér heim í þorpið. Milly Sebba horfði skelkuð á litlu, óhrjálegu veruna sem stóð í skugga trjánna, urraði á hana og kastaði í hana trjásprekum. Milly býr í Afríku og var, ásamt fleiri konum úr ættbálknum, í skóg- inum að safna eldiviði. Pær höfðu verið að stugga við öpum sem héldu sig í skógar- rjóðrinu þegar þær komu auga John litli var nú aftur meðal fólks og á næstu vikum og mánuðum skýrðist saga apa- barnsins. Nú er hann þrettán ára eðlilegur og heilbrigður táningur. Hann á margt að þakka þeim Paul og Milly Wasswass sem reka munaðar- leysingjahæli og tóku hann að sér. Hann er hreykinn þegar hann situr fyrir á mynd í vesti og skyrtu og með fínt bindi um hálsinn. Fötin eru gjöf frá Kevin og Joönnu Relfe, ensk- um hjónum sem komust við þegar þau heyrðu söguna af litla apastráknum. John er allt annar í dag en fyrir sjö árum þegar hann var tekinn frá apa- fjölskyldunni sem ól hann upp í þrjú ár. „Þegar við fundum hann gat hann ekki gengið,“ segir Milly. „Hann neitaði að borða með fólkinu. Strákarnir í þorpinu, sem héldu að hann væri að hálfu maður og að hálfu dýr, hentu matnum fyrir fæturna á honum.“ Paul, sem rekur skóla og munaðarleysingjahæli rétt fyr- ir utan Kampala, höfuðborg Úganda, heldur frásögninni áfram: „Pegar ég sá hann fyrst var hann í engu frábrugðinn apa. Hann gat ekki talað, í stað þess notaði hann sömu hljóðin og ap- arnir til þess að tjá sig. Öllum fannst ólíklegt að hann gæti nokkru sinni talað. Rakel, dóttir mín, var skelfingu lostin í hvert sinn sem hún sá hann. Eg reyndi að útskýra fyrir henni að í raun og veru væri þessi skrítna vera venjulegur, lítill strákur." Fólkið í nágrenninu var ekki síður hrætt við apabarn- ið. Eftir árin í frumskóginum líktist það í engu mannlegri veru. Maður einn í þorpinu leysti ráðgátuna um hver hann væri. Hann sagði að strákur- inn héti John Ssebunnya og hefði horfið fyrir u.þ.b. þrem- ur árum, þegar hann var þriggja ára gamall. Þá hefði faðir hans einnig horfið og móðir hans fundist myrt. Milly segir frá því hvernig þau höfðu upp á föður Johns og sögðu honum að sonur hans væri á lífi: „Drengurinn þekkti föður sinn samstundis. En faðirinn sagði: „Drengur- inn lítur út eins og hann sé við dauðans dyr. Ég get ekki tekið hann með mér.“ Hann yfirgaf son sinn og nokkrum vikum seinna var hann dáinn, enn eitt fórnarlamb ástandsins sem ríkti í Úganda snemma á áttunda áratugnum." 16 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.