Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 22

Vikan - 17.05.1999, Side 22
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Þetta er mitt Sigríður á Hondu C77 árgerð 1967 sem hún og maðurinn hennar, Stefán Finnbogason, gerðu upp í sameiningu. Þótt það hjól sé eingöngu fyrir Sigríði þá eiga þau hjónin fleiri mótorhjól, tíu eða ellefu í allt, og hjálpar Sigríður stundum manni sinum úti í bílskúr við að gera upp og pússa. / g hafði engan áhuga á mótorhjólum áður en ég kynntist eigin- manni mínum...,“ segir Sig- ríður. „...og ég hafði heldur aldrei velt því fyrir mér að ég ætti eftir að fá einhvern áhuga.“ Það átti eftir að breytast því þegar hún kynnist Stefáni átti hann tvö mótorhjól, Hondu CBR og lítinn „dverg“. Um leið og hann fór að keyra um með Sigríði á hjólinu smitaðist hún af mótorhjóladellu sem hún hefur verið með síðan. Fékk hóflega dellu „Ég fékk mjög hóflega dellu og þykir alvega rosalega gaman að ferðast um á mót- orhjóli. Við Stefán fórum fyrir allmörgum árum síðan á flakk um Evrópu á mótor- hjóli, ég aftan á, og mig iangar mjög mikið til að endurtaka það. Það er hins vegar erfitt þar sem við erum komin með tvö börn.“ Krakkarnir eru áhugasamir um áhugamál foreldranna og biðja gjarnan um það að fá að fara einn rúnt. Það er Stefán sem sér um þá deild en Sigríður segist ekki vilja fara með þau. Þegar Evrópuferðin var farin á Hondu CBR voru einungis til tvö mótorhjól á heimilinu. I dag eru þau orðin miklu fleiri og þegar Sigríður er spurð um fjölda hjóla er hún ekki alveg viss heldur telur í bílskúrnum tíu eða ellefu hjól í þeirra eigu. Þar á meðal er hennar hjól sem hún er ákaflega stolt af, en það sker sig úr þar sem það er skærrautt og frekar gamaldags í útliti. Oneitan- lega glæsilegt. Litli „dverg- urinn” er þarna í einu horn- inu en Sigríður hefur tölu- vert notað hann og vakið at- hygli fyrir enda hjólið minna en menn eiga að venjast. Annan „dverg“ er verið að gera upp í felulitunum og er hann ætlaður fyrir Finn- boga, soninn á heimilinu, til að nota í sveitinni. Æðislegur ferðamáti En hvað fannst Sigríði spennandi við mótorhjólin þegar þau voru kynnt fyrir henni í upphafi? Hún er ekki í vafa þegar hún svarar: „Það var krafturinn. Ég var rosa- lega hrædd við hann fyrst og vildi alltaf halla mér í öfuga átt í beygjum miðað við það sem ég átti að gera. En þegar maður gat farið að slappa af þá reyndist þetta alveg æðis- legur ferðamáti." Þar sem Sigríður á gamalt mótorhjól þá er hún félagi í Gamlingj- unum, klúbbi þeirra sem eiga slík hjól. Stefán er hins vegar í Sniglunum og ákváðu þau að vera í sitt hvoru félaginu og skipta þessu. í upphafi var Sigríður mikið með Stefáni í því að gera upp hjól og hún var t.d. alfarið með honum í því að gera upp Honduna sína. Það fór mikill tími í það sem hún sér ekki eftir, en eftir að börnin komu í heiminn gafst sjaldnar tími til að skreppa út í bflskúr. í dag kernur fyr- ir að hún hjálpi Stefáni vanti hann aðstoð en hann er töluvert mikið í því að gera upp mótorhjól. „Ég gríp í þetta þegar ég vil að hann klári eitt verkefni til að komast í annað. Ég get grip- ið í ýmislegt en ég er ekki í því að setja saman. Mitt verk er aðallega að pússa álið, ná fram gljáa, og ég sá um þá hlið á mínu hjóli,“ segir hún og bætir við að erfitt hafi verið að pússa blöðkurnar á því. 22 Vikan Það er til nóg af mótor- hjólum á þessu heimili. Sigríður segir þau eiga tíu eða ellefu hjól í dag. Finnbogi, sonur Sigríðar, á „dvergnum" sem pabbi hans er að gera upp fyrir hann og Finn- bogi má nota í sveitinni. Sigríður skreppur stundum í bflskúr- inn til að hjálpa eiginmanni sínum við að gera upp mótorhjól. Hennar starf er aðallega að pússa álið.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.