Vikan


Vikan - 17.05.1999, Síða 28

Vikan - 17.05.1999, Síða 28
Smásagnasamkeppni Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík Skilafrestur er til 10. júní. Hefurðu verið að skrifa fyrir „skúffuna"? Er ekki kominn tími til að draga smásögurnar þínar fram og leyfa öðrum að njóta þeirra? Annað árið í röð stendur Vikan fyrir smásagnasamkeppni þar sem til mikils er að vinna. Verðlaunasagan verður birt í Vikunni og sigurvegari fær frá Vikunni og Úrval- Útsýn tveggja vikna ferð til Gran Canaria veturinn 1999-2000! Vikan kaupir einnig birtingarréttinn að fleiri góðum sögum sem berast í keppnina. í fyrra bar óþekktur höfundur, Ægir Hugason, sigur úr býtum. í öðru sæti var Guðmundur Ólafsson og í þriðja sæti var Gerður Kristný. Fjöl- margar aðrar góðar sögur bárust og birtust á síðum Vikunnar. Skilafrestur er til 10. júni. Skilið sögunum undir dulnefni og sendið með í lokuðu umslagi dul- nefni, rétt nafn og símanúmer. Verðlaunin! Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan í Kanaríeyjaklasanum og hefur fyrir löngu skagað sér sess sem einn af aðaláfangastöðum íslend- inga, og reyndar sá alvinsælasti að vetrarlagi síðastliðna áratugi. Vinsældir eyjanna eru skiljanlegar þegar horft ertil legu þeirra og veðurfars, en meðalhiti yfir vetrarmánuðina er 23° og 26° yfir sum- artímann. Þetta eru því eyjar hins eilífa vors þar sem verðlaunahafi okkar mun væntanlega sóla sig á notalegum sundlaugarbakka næsta vetur. Gist verður á Las Camelias sem er íbúðahótel á besta stað á Ensku ströndinni, við Tirajana breiðgötuna. Þetta er stærsti gististaður Úr- vals-Útsýnar á Gran Canaria, en í kringum hótelið erfjölbreytt mannlíf með úrvali veitinga- og skemmtistaða. Til að upplifa hinn eina sanna innblástur þá skreppur hinn heppni vinningshafi væntanlega út fyrir Ensku ströndina, og þá helst til fjalla, en eyjan er víða ægifögur, enda bæði fjöllótt og vogskorin. í slíkum ferðum má kynnast allt annarri hlið á eynni og spennandi menningu innfæddra. Æskileg lengd er 3-4 vélritaðar síður. Sögurnar verða ekki sendar til baka en hægt er að nálgast þær á skrif- stofu Vikunnar. Dómnefnd skipa Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður rithöf- undasambandsins, Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur og Sigríður Arnardóttir, ritstjóri Vikunnar. Sendu Vikunni góða smásögu og þú gætir notið sólarinnar á Gran Canaria í haust. 28 Vikan Viltu tala við karlmanninn á heimilinu um tryggingarmál? Já, alveg sjálfsagt, hann stendur hér. Gjörðu svo vel. „... ástríkur, umhyggjusamur, elskar útiveru, langar gönguferðir, bílferðir^ upp í sveit og afslöppun framan við arininn. Er þessi auglýsing frá þér Hertogi?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.