Vikan


Vikan - 17.05.1999, Page 30

Vikan - 17.05.1999, Page 30
I fangelsi Við vorum þrjár æsku- vinkonur sem hafði lengi langað að fara til Bandaríkjanna og starfa sem au pair stúlkur. Draum- urinn varð að veruleika þegar ein okkar fékk starf á heimili í New York og útvegaði síðan í kjölfar þess hinum tveimur au pair störf í sama hverfi. Við bjuggum í fallegu og ríkmann- legu úthverfi borgarinnar og líkaði vel hjá fjölskyldum okk- ar. Starfið fólst aðallega í létt- um húsverkum og barnagæslu. Aðra hverja helgi áttum við frí og fórum þá oftast niður á Manhattan (miðborgina) en við vorum alveg heillaðar af þessari fjölbreyttu og hröðu borg sem aldrei sefur. Við sváfum varla heldur á frídög- um okkar! Dæmigerður laug- ardagur fór í að rölta um Greenwich Village hverfið, kaupa okkur smávegis af föt- um á útsölum og útimörkuð- Við það reiddist lög- reglumaðurinn mjög, tók okkur allar sam- stundis fastar og keyrði okkur niður á stöð. Við vorum ekkert sérlega stressaðar, vorum enn í skemmti- hug, sungum og tröll- uðum og gerðum okk- ur enga grein fyrir al- varleika málsins. um og sitja á flippuðum kaffi- húsum og drekka í okkur fjörugt mannlífið. Er kvölda tók fórum við stundum á diskótek til að dansa. Þetta var alltaf heilmikið ævintýri og við vorunt ekkert smeykar við að vera þarna á ferli að kvöldi til heldur. Við vorum líka ekki lengi úti í kvöldin því við vorum bundnar því að taka lestina heim og sú síðasta fór urn miðnætti. Ein okkar átti afmæli um mitt sumar og ákváðum við vinkonurnar að halda upp á það. Það var mjög heitt og rakt þennan laugardag í júlí og við fórum ekki í bæinn fyrr en farið var að rökkva. Við fórum út að borða á indversk- an stað, borðuðum góðan mat og drukkum léttvín til að svala okkur í hitanum. Ef til vill höfum við drukkið aðeins of mikið því maturinn var mjög sterkur. Síðan fórum við á nýjan jassbar. Upp úr mið- nætti ætluðum við að halda heim á leið en misstum því miður af síðustu lestinni sem fór í úthverfið okkar og það átti eftir að draga dilk á eftir sér. Meðan tvær okkar réðum ráðum sínum fór sú þriðja að baða út öngum og veifa bílum. en hún var aðeins við skál. Þá bar skyndilega að lögreglubíl og út snaraðist lögreglumaður sem virtist nokkuð æstur eða pirraður og hann sagði okkur að það væri bannað með lög- um að húkka far. Vinkonan fyrrnefnda var ekki alveg með á nótunum og hélt hlæjandi áfram uppteknum hætti. Löggan reyndi að stöðva hana en þá sagði hún eitthvað van- hugsað við hann. Við það reiddist lögreglumaðurinn mjög, tók okkur allar sam- stundis fastar og keyrði okkur niður á stöð. Við vorum ekk- ert sérlega stressaðar, vorum enn í skemmtihug, sungum og í New York trölluðum og gerðum okkur enga grein fyrir alvarleika málsins. Það var rnikið öngþveiti á lögreglustöðinni og mjög þungt loft á þessu heita kvöldi. Mannlífið þar var ákaflega litskrúðugt og okkur leið eiginlega eins og við vær- um að leika í bíómynd. Það voru þarna meðal annars mjög skrautlega klæddar vændis- vorum settar hver í sinn klefa og ljósin slökkt, takk fyrir. Þá fyrst kárnaði gamanið þegar við höfðum ekki Iengur stuðning hver af annarri og nú gerðum við okkur grein fyrir hvernig var í raun komið fyrir okkur. Við vorum í fang- elsi í New York! Það rann skjótt af okkur; bæði hláturinn og vínið. Við urðum hrein- lega skelfingu lostnar og ein Einhvern tíma um nóttina kom þreytuleg en in- dæl kona til okkar og kynnti sig sem starfsmann félagsmálaþjónustu New York borgar og það væri í hennar verkahring að vaka yfir okkur um nóttina tíl að fyrirbyggja að okkur yrði nauðgað eða misþyrmt á annan hátt af lögreglunni. konur sem blótuðu lögregl- unni í sand og ösku. Það var rosalegt lið þarna, í einu orði sagt. Það átti að taka skýrslu af okkur en við neituðum að gefa upp nöfn og heimilisföng því okkur fannst þetta enn vera spaugilegt allt saman. Við trúðum líka ekki öðru en okkur yrði sleppt, svona saklausar eins og við vorum. Ein okkar sagðist heita Pamela And- erson! Svona grínuðumst við áfram við þungbúna og þreytta laganna verði sem höfðu engan húmor fyrir þessu. Þar sem við neituðum að segja hverjar við værum og hlógum bara að öllu saman gáfust þeir upp á skýrslutök- unni og okkur var umsvifa- laust stungið í steininn. Við okkar byrjaði að gráta. Við sátum stjarfar í myrkrinu og ég man að mér fannst ég ekki hafa neitt tímaskyn. Einhvern tíma um nóttina kom þreytu- leg en indæl kona til okkar og kynnti sig sem starfsmann fé- lagsmálaþjónustu New York borgar og það væri í hennar verka- hring að vaka yfir okkur um nóttina til að fyrirbyggja að okkur yrði nauðgað eða misþyrmt á ann- an hátt af lög- reglunni. Við frusum af ein- skærri hræðslu við tilhugsun- ina og nú brotnuðum við hin- ar tvær niður og gréturn eins og börn. Ég man einna best eftir hversu gífurlega sterkum tökum hræðslan náði á mér og sömuleiðis óöryggistilfinning- in. Ég var steini lostin yfir því 30 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.