Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 31

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 31
að vera hugsanlega ekki örugg gagnvart misþyrmingum á sjálfri lögreglustöðinni og meira að segja lokuð inni í klefa. Mér leið eins og ég væri dýr sem veiðimaður væri bú- inn að króa af úti í horni og biði eftir að stökkva á bráð sína. Við vorum í kallfæri og stöppuðum stálinu í hver aðra á milli þess sem við sugum upp í nefið með ekkasogum. Við tókum svo upp á því að syngja dægurlög og vinsæl ís- lensk barnalög líka. Okkur var huggun í söngnum og í því að heyra í hver annarri í myrkrinu. Tíminn leið svo hægt þessa skelfilegu nótt en hún tók enda og um morguninn vor- um við leiddar társtokknar og ósofnar fyrir dómara í stórum sal rétt eins og ótíndir glæpa- menn. Það var fullt af alls kyns lýð þarna sem eins og við höfðu gist fangaklefa um nótt- ina fyrir ýmis afbrot og biðu örlaga sinna. Dómarinn var svo yfirmáta virðulegur og þegar röðin kom að okkur gátum við ekki stillt okkur um að flissa. Það var eins og við upplifðum einhvers konar spennufall; það var kominn bjartur dagur, við vorum laus- ar úr fangelsinu og dómarinn var svo fyndinn í alvarleik sín- um. En dómarinn reiddist þessu mjög, stóð að háifu leyti upp úr sæti sínu og sagði eng- an hafa vogað sér áður að hlæja að sér í sínum réttarsal. Hann væri búinn að skoða umsögn lögreglunnar um okk- ur frá því kvöldið áður og það væri greinilegt að við virtum engar reglur og hefðum lögin að háði og spotti. Það gengi sko ekki hér í Bandaríkjunum. Hann lét okkur fá þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og skyldum við greiða eitt þúsund dollara hver í trygg- ingargjald eða sitja inni ella um óákveðinn tíma. Hamar- inn í borðið. Það leið næstum yfir okkur. Ætluðu þessar hrakfarir okkar engan enda að taka? Við áttum samtals um þrjátíu dollara og nú voru góð ráð mjög dýr! En eins og sönnum glæpa- mönnum sæmir þá áttum við allar rétt á einu símtali hver og við vissum að það gæti skipt sköpum fyrir okkur hvert við hringdum. Hver gæti komið okkur til bjargar og leyst okkur úr prísundinni? Skynsamlegast töldum við að hringja í fjölskyldu einnar okkar en heimilisfaðirinn þar átti bróður sem var lögfræð- ingur. Vinkona mín var miður sín þegar hún hringdi inn á heimilið og sagði hvernig af- mælið hennar hefði endað; við værum í fangelsi og þyrftum að greiða hátt tryggingargjald. Til allrar hamingju reyndist þetta fólk okkur ákaflega vel og kom samstundis niður á stöð og leysti okkur út. En þeim var samt sem áður mjög brugðið og þau ræddu ítar- lega við okkur um kvöldið um hættur stórborgarinnar og hversu alvarlegar afleiðingar svona kæruleysi gæti haft í för með sér. Við vorum talsvert lengi að jafna okkur á þessari lífsreynslu og mig dreymdi þetta í marga mánuði á eftir, meira að segja eftir að við komum heim til íslands. Við komumst að því á grimmileg- an hátt hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér að taka ekki lögreglumenn í Bandaríkjunum alvarlega. lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomiö aö skrifa eöa hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hcimilisfangiö cr: Vikan - „Lífsreynslusaga“, Scljavcgur 2, 101 Rcykjavík, Ncffang: vikan@frodi.is Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.