Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 40

Vikan - 17.05.1999, Side 40
Umsjón: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Föndur ruTi 40 Vikan Kransar eru klassískt handverk sem alls stað- ar má koma fyrir á veggj- um heimilisins Margir hafa kvartað því að dýrt að föndra, að ara sé að kaupa mun- ina tilbúna út úr búð þegar lögð er saman vinn- an við hlutinn og útlagður kostnaður við hráefniskaup. Þessi athugasemd á fyllilega rétt á sér. Ef allt hráefni er keypt í föndurbúðum getur hluturinn orðið nrjög dýr. Hins vegar getum við nýtt margt úr okkar nánasta um- hverfi í föndur. Við getum geyrnt gjafapappír og pappapoka, gamlan striga, slaufur og efnisbúta og við getum þurrkað ávexti. Ekki má gleyma því að upphaf- lega var byrjað að föndra til að nýta afganga en sú hugs- un hefur orðið undir í nú- tímaföndri. Að blanda sam- an afgöngum og kaupa eitt- hvert smáræði, getur orðið að fallegum og eigulegum mun. Annað ráð varðandi budduna er að nýta betur efni úr byggingavöruversl- unum. Oft er verið að selja þar sömu hlutina og í fönd- urbúðum. Ef kaupa á efni í gamla neta- hringi sem grunn. Kannið í næstu fjöru- ferð hvort þið sjáið gamla neta- hringi og séu þeir heilir eru þeir tilvaldir í kransagerðina. Þurrkuðu ávextirnir sem notaðir eru í þennan krans eru heimaþurrkaðir. Notið gamla ávexti sem eru farnir að verða ófrýnilegir og sneiðið þá niður í um hálfs sm þykkar sneiðar. Raðið þeim á fat eða disk og setjið ofan á heitan ofn eða í sólar- glugga. Ávextirnir þorna fljótt. Gott er að snúa þeirn við til að flýta fyrir þurrkun- inni. Hægt er að kaupa alls kyns þurrkaða ávexti en þeir geta kostað nokkur hundruð króna pokinn. Límbyssa er hið mesta þarfaþing í öllu föndri. Hana er hægt að kaupa í verkfærabúðum fyrir nokk- ur hundruð króna. Alhliða föndurlím er líka hægt að nota en límið úr limbyssunni er miklu sterkara, auk þess þornar það fyrr og öll vinn- an í kringum föndrið gengur hraðar. Um leið og þið komist upp á lag með að nota hana viljið þið ekki sjá annars konar lím. ein- hverju magni, þá er það nánast undan- tekningarlaust ódýrara í byggingavöruversluninni svo sem litlar festingar, vír, kaðlabönd, strigi o. s..frv. Erfitt er að fá góðar hug- myndir í byggingavöruversl- unum. Ef búið er að ákveða hvaða hlut á að búa til og hvaða hráefni á að nota, þá getur borgað sig að gera verðsamanburð. Undirbúningur Notaður er frauðhringur sem fæst í öllum föndurbúð- um og jafnvel blómabúðum. Frauðhringir eru til í mörg- um stærðum. Bæði er hægt að kaupa heilan hring (heill) líka skorinn til hálfs þannig að bakið á kransinum verði flatt (hálf- ur). Ef nota á kransinn sem veggjakrans er flatur frauð- hringur ekki síðri. Hann tollir betur á veggnum með því móti. Sé ætlunin að láta kransinn hanga er oft fal- legra að nota heilan hring. Athugið að oft má líka nota annars konar grunnkransa. Gamlir bastkransar sem eru hættir að vera fallegir geta nýst vel þegar búið er að klæða þá með efni. Það er um að gera að nota hug- myndaflugið við kransa- gerðina. Því frumlegri, því flottari. Sumir hafa jafnvel notað VARÚÐ: Límbyssur hitna rosalega. Þæreru stórvarasamar og má alls ekki vera með nálægt börnum. Sjóðandi heitt lím getur brennt húðina. Hafið alltaf glas af köldu vatni við höndina þeg- ar límbyssa er i notkun. Stingið fingrinum strax í kalt vatn ef límdropi kemur á hann.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.