Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 44

Vikan - 17.05.1999, Side 44
smasam Á öðrum nótum s g brosi alltaf með sjálfri mér þegar ég heyri þá fullyrðingu að enginn sé laglaus og hugsa jafnframt: Ég veit að minnsta kosti um tvær manneskjur sem eru vita laglaus- ar - sjálfa mig og Mason, mann- inn minn. Þegar Guð almáttugur úthlutaði okkur hæfileikum þá sást honum alveg yfir að veita okkur tónlistargáfuna. Ég á auð- velt með að iæra dægurlaga- og sönglagatexta, en er fyrirmunað að fella þá við laglínu. Þegar aðr- ir eru að syngja og allir eiga að taka undir læt ég mér nægja að mæla textann af munni fram eða söngla eitthvað sem ég gæti þess að láta engan heyra. Og fyrir mér er það sem kallað er æðri tónlist frekast eins og óþægilegur hávaði. Stöðu sinnar vegna verð- ur Mason öðru hverju að láta sjá sig á tónleikum og ég fer þá oft- ast með honum. Að þeim lokn- um klöppum við jafn ákaft og aðrir og segjum öllum sem heyra vilja að „þetta hafi verið stór- kostlegt," en okkur drepleiðist báðum á slíkum samkomum. Mér gengur reyndar betur en Mason að halda mér vakandi. Stundum er það helsta skemmt- un mín við slík tækifæri að fylgj- ast með baráttu hans við svefn- inn. Hvernig hann kæfir geispana og berst við að halda augunum opnum. Bæði kjósum við þvf að sækja fremur aðrar samkomur en tónleika. En í kvöld verður slíkt ekki umflúið. Við verðum meira að segja á fremsta bekk, þar sem hávaðinn er mestur. Mason, yngri, sonur okkar verður ein- leikari á þessum hljómleikum. Nýi píanósnillingurinn sem allir eru að tala um. Hann er kominn heim til Bandaríkjanna úr sigur- för sinni um Evrópu og það er löngu uppselt á tónleikana. Blöðin hafa meira að segja varið mörgum dálkum í að fjalla um þennan viðburð, hafa birt við hann viðtöl þar sem auðvitað er nákvæmlega fjallað um bak- grunn hans og það menningar- lega umhverfi sem hann ólst upp í. í einu blaðanna stóð meira að segja að hann væri dæmi um að eplið félli ekki langt frá eikinni. Foreldrar hans væru kunnir fyrir stuðning sinn við hverskonar menningarstarfsemi og listir. Víst er það rétt að Mason minn hefur oftsinnis opnað budduna þegar leitað hefur ver- ið til hans og hann beðinn að styrkja eitt og annað. Menning- una ekki síður en annað. Aldrei minnist ég þess þó að hann hafi rætt slíkt við mig. Hann þarf þess heldur ekki. Ég hef ekki skipt mér mikið af fjármálum okkar hjóna. Veit bara að við teljumst auðugt fólk og nýt þess að eiga allt það sem hugurinn girnist. Sérstaklega er ég þó stolt af hús- inu okkar. Það er í dýrasta og glæsilegasta hverfinu í borginni og á árum áður bjó þar enn fínna fólk en við verðum nokkru sinni. Sjálfsagt þætti mér ekki eins mikið til hússins koma ef ég þyrfti að annast þrifin á því sjálf, eins og ég veit að margar konur þurfa að gera. Ég sé að það er ærið verk fyrir starfsfólk okkar að halda því hreinu. Stof- urnar eru margar og stórar og það er undarlegt hversu mikið ryk getur safnast í allt skrautið í loftinu, á ljósakrónur og veggi. Að ég tali nú ekki um gólfteppin sem þarf að ryksuga daglega ef vel á að vera. Ég kvíði fyrir tónleikunum. Mason minn lét mig hafa skraut- ritaða efnisskrá og það fyrsta sem ég gáði að var hvað tónleik- arnir myndu taka langan tíma. Ég sá líka að á efnisskránni var eingöngu sú tónlist sem mér þyk- ir leiðinlegust. Ég kvíði því þó ekki að ég geti ekki látið tvo tíma líða með brosi á vör og ver- ið stolt á svip, eins og foreldri ber að vera þegar barnið þess fangar athygli. Miklu meira kvíði ég boðinu sem á að vera á eftir, allri umræðunni um tónlistina, tónlistarsnillinginn og þá ekki síst hvaðan hann hafi þessa gíf- urlegu hæfileika. Ég veit líka að Mason minn mun láta móðan mása. Tala um að forfeður hans hafi verið mikl- ir tónlistaraðdáendur og að sjálf- ur meti hann tónlist öllum öðr- um listgreinum fremur. Hann mun verða drjúgur með sig ef einhver spyr hvort hann leiki á hljóðfæri eða semji tónlist. Væntanlega segir hann þá ekkert en hummar þannig að auðvelt á að vera fyrir spyrjandann að geta í eyðurnar. Og sonur minn, hann Mason yngri, sem verður mið- punktur samkvæmisins verður vafalaust svo kurteis að segja ekkert um að okkur var það síð- ur en svo að skapi þegar hann tilkynnti okkur að hann ætlaði að leggja tónlistina fyrir sig. Hann mun ekkert tala um allt þusið í pabba sínum og von- brigðin, sem voru augljós, yfir því að hann skyldi ekki fara í viðskiptafræði eða lögfræði og taka síðan við rekstri fjölskyldu- fyrirtækisins. Og við munum heldur ekkert tala um það sem oftsinnis hefur borið á góma hjá okkur hjónum -að vonandi muni strákurinn láta af tónlistarnám- inu og snúa sér að einhverju nyt- samlegra. Við erum raunar hætt að ræða slíkt. Okkur er það báð- um ljóst að Mason yngri hefur markað sér braut, náð þar ár- angri, og það er borin von að hann muni víkja af þeirri braut. Ég sé á klukkunni að það styttist í að hárgreiðslukonan komi til þess að punta mig fyrir kvöldið. Ég hef líkað pantað snyrtifræðing, sem á að „steypa í hrukkurnar" eins og Mason minn orðaði það svo smekklega. í kvöld vil ég og ætla að líta út eins og drottning. Prinsessa, eins og ég var kölluð forðum daga, á ekki við lengur. Já, ég hef verið kölluð prinsessa. Það var ekki Mason minn sem valdi mér það nafn, heldur allt annar maður og það aðeins eina kvöld- og nætur- stund. Skrýtið að ég skuli muna þetta kvöld öllum öðrum kvöldum betur. Samt hef ég upplifað margt skemmtilegt sem vert væri að geyma sér betur í minni. En það er eins og manni sé ekki sjálfrátt um það hvað minnið geymir. Sumt, sem þó er bæði markvert og mikilvert, fennir yfir á örskotsstundu. Annað geymist - jafnvel orð og snerting sem maður getur næst- um fundið þótt áratugir séu liðn- ir. Það vissu allir að heimurinn var að ganga af göflunum. Dag Það vissu allir að heimurinn var að ganga af göfiunum. Dag eftir dag bárust fréttir um ógnarástand í Evrópu. í fyrstu virtist það sem þar var að gerast vera órafjarlægt og ekki koma okkur neitt við. 44 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.