Vikan - 17.05.1999, Qupperneq 46
smasam
hámarki. Ég er viss um að Ma-
son hélt þá og heldur kannski
enn að hann sé hinn fullkomni
elskhugi. En það hefur hann
aldrei verið, blessaður. En hann
hefur alltaf verið góður við mig
og nærgætinn og veitti mér þær
allar heimsins lystisemdir sem
konur dreymir í raun um að eig-
inmennirnir veiti þeim.
Það var á því ógnarári þegar
heilu skipsfarmarnir af ungum
rnönnum voru sendir á vígvellina
í Evrópu, eða færðir Japönum
sem sláturdýr, sem það gerðist.
Þá vorum við Mason nýlega gift
og vorum að koma okkur fyrir í
glæsihúsinu sem síðan hefur ver-
ið heimili okkar. Mason þurfti
ekki að hafa áhyggjur af því að
vera kvaddur í herinn. Hann og
rekstur fyrirtækisins þeirra feðga
var of mikilvægur til þess að að-
alstjórnandinn yrði sendur á víg-
völlinn. Hann þurfti hins vegar
oft að þeytast á rnilli borga til
þess að líta eftir útibúum
eða hvað það var kallað.
Og þar sem við vorum ung
og hann ástfanginn af mér
fannst honum sjálfsagt að
ég fylgdi honurn í þessar
ferðir. Ég hafði heldur
ekkert á rnóti því. í>að var til-
breyting að koma á nýja staði,
kynnast nýju fólki og heyra um
það sem var að gerast í fyrirtæk-
inu.
Við ferðuðumst oftast með
lestum. Þótt Mason ætti fleiri en
eina glæsibifreið var stundum
um svo miklar vegalengdir að
ræða að ekki var hægt að fara
akandi og flugferðir voru hvorki
eins langar og tíðar eins og síðar
hefur orðið. Að auki veit ég vel
að Mason rninn er flughræddur
og jafnvel enn þann dag í dag
finnur hann sér ástæður til að
komast hjá því að fljúga.
Lestarferðirnar voru li'ka
ágætar. Við fengurn venjulega
einkaklefa þar sem við gátum
rnatast, hvílst og jafnvel sofið og
þurftum ekki að hafa meiri sam-
skipti við aðra farþega en við
kærðum okkur um. Mason sagði
líka stundum að það væri betra
en nokkurs staðar annars staðar
að elskast í lest.
Við höfðum farið um langan
veg í heimsókn til eins útibúa
fyrirtækisins. Ætlunin var að
standa þar við í tvo eða þrjá
daga, en það voru einhver
vandamál í rekstrinum og því
talið nauðsynlegt að Mason yrði
í viku til tíu daga. Þetta setti allar
áætlanir okkar úr skorðum. HeiII
her iðnaðarmanna var að laga
nýja húsið okkar og bæði vildum
við fylgjast með því hvað þar
væri að gerast. Ég man að Ma-
son, sem annars skipti sjaldan
skapi, bölvaði og ragnaði eins og
skólastrákur þegar þetta varð
ljóst. Ég var hins vegar rólegri og
kom strax með þá tillögu að ég
færi heim og yrði þar húsbóndi á
heimilinu uns hann kæmist til
baka. Og eftir að hafa hugsað
rnálið góða stund féllst Mason á
það. Við settumst niður og skrif-
uðum langan lista yfir það sem
ég átti að gera og hann ráðlagði
mér að vera bæði stjórnsöm og
hörð við iðnaðarmennina.
Mason fylgdi mér á lestarstöð-
ina. Skoðaði klefann sem hann
hafði pantað fyrir mig og sagði
glottandi að það væri verst að ég
þyrfti að vera ein á heimleiðinni
og hefði ekki þá skemmtun sem
ég væri vön að hafa á slíkum
ferðum. Ég sat við gluggann
þegar lestin brunaði af stað og
horfði á manninn minn sem stóð
á brautarpallinum og veifaði.
Síðan fjarlægðist hann og hvarf.
Ég verð að viðurkenna að
þegar heimferðin var hafin kom
yfir mig tilfinning sem ég hafði
ekki fundið lengi. Hún var eitt-
hvert samband af kvíða, Ieiða og
einmanakennd. Ég hafði bækur
og tímarit með mér og reyndi að
lesa en festi ekki hugann við
það. Ég lagðist upp í rúm og
reyndi að láta mér renna í brjóst.
Taldi bitana í loftinu en þeir
voru svo fáir að ekki dugði það
til að dreifa huganum.
Þegar komið var fram á kvöld
ákvað ég að fara fram í veitinga-
vagninn og fá mér að borða. Ég
gat svo sem hringt bjöllunni og
látið færa mér matinn og það
hafði Mason ráðlagt mér að
gera, en mér fannst einhvern
veginn að ég yrði að sjá fólk og
heyra í því.
Það voru fáir í veitingaklefan-
um. Þjónn vísaði mér til borðs og
fékk mér matseðiiinn. Meðan
ég var enn að glugga í hann varð
ég vör við að maður sem setið
hafði einn við borð í klefanum
stóð á fætur og gekk að borðinu
mínu. Hann bauð mér kurteis-
lega gott kvöld og þegar
ég leit upp sá ég að hann
var svolítið vandræðaleg-
ur. Þetta var hávaxinn,
myndarlegur maður, sem
bauð af sér góðan þokka.
Ég tók strax eftir því að
hann hélt á lítilli tösku. Hana
hafði hann skorðað í hægri hand-
arkrikanum og hélt að auki um
hana með vinstri hendi. Það var
einna líkast því að hann geymdi
einhvern fjársjóð í töskunni og
vildi vera viss um að hann yrði
ekki af honum tekin.
„Ég bið þig afsökunar," sagði
hann. „Mér leiðist og ég vona að
þér þyki það ekki óafsakanleg
framhleypni, þótt ég spyrji þig
hvort ég megi sitja við borðið
þitt, rneðan ég fæ mér eitthvað
að borða. Mig langar að spjalla
við einhvern."
Ég leit í kringum mig. Fólk sat
við nokkur borð og þarna voru
margir þjónar. Það hlaut að
verða hættulaust að leyfa mann-
inum að setjast við borðið mitt.
Kannski var þó ástæðan fyrir því
Það var komin nótt og þetta var
nóttin sem mér lærðist að það var
rétt sem Mason minn sagði,
að óvíða er betra að elskast en
i lestarklefa.
að ég benti honum á bekkinn
andspænis mér einmitt sú sama
og hann hafði nefnt. Mig langað
til þess að spjalla við einhvern.
Við pöntuðum okkur mat og
vín. Ég tók eftir því að hann
valdi sér bæði ódýra rétti og
ódýrt vín og það varð til þess að
ég breytti minni pöntun og fékk
mér ekki það sem ég hafði ætlað
að fá mér. Um leið og þjónninn
var farinn byrjaði maðurinn að
tala. í fyrstu var hann óstyrkur,
fitlaði án afláts við glasið sitt,
sneri því á alla kanta og bar það
upp að vörum sér, þótt tómt
væri. Þegar ég horfði í augun á
honum leit hann alltaf undan.
Satt að segja var hann eins og
feiminn skólastrákur.
Þegar hann sagði mér hvað
hann héti var hann svo óskýr-
mæltur að ég heyrði ekki hvað
hann sagði og gat ómögulega
verið að hvá. Síðan byrjaði hann
að tala um daginn og veginn, um
fréttirnar í blöðunum, um stríðið
og hvernig það þróaðist. Ég lét
mér nægja að hlusta, skaut að
orði og orði þegar við átti. Það
vakti þó athygli mína að hann
spurði mig einskis, ekki hvað ég
héti, hver ég væri og á hvaða
ferðalagi ég væri, en það voru
spurningar sem maður heyrði
alltaf við slík tækifæri.
Ég fann fljótt að hann var að
fara í kringum eitthvað sem lá
honum á hjarta. Og svo mikill
mannþekkjari var ég að ég vissi
að ef ég færi að spyrja hann væri
eins líklegt að hann myndi
hverfa inn í sjálfan sig. Miklu lík-
legra væri að hann segi það sem
hann þurfti að segja ef ég léti
hann ráða ferðinni. Og þess var
heldur ekki lengi að bíða að
hann kæmi sér að efninu. Hann
þurfti einfaldlega að tala um
sjálfan sig og það sem fram und-
an væri hjá honum.
Það var stríðið. Hann hafði
verið kvaddur í herinn og átti að
fara til Evrópu. Hann varð svo-
lítið skjálfraddaður þegar hann
46 Vikan