Vikan


Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 17.05.1999, Blaðsíða 47
eftir Harry Williams fór að segja mér frá því að hann hefði svo sem reynsluna. Hann væri Englendingur að uppruna og hefði tekið þátt í fyrri heims- styrjöldinni, verið þar á vígvöll- unum og upplifað skelfilega lífs- reynslu. „Þá var ég kornungur maður,“ sagði hann. „Það hljóm- ar kannski einkennilega en ég var fullur tilhlökkunar þegar ég var kvaddur í herinn og mér til- kynnt að ég ætti að fara yfir til meginlandsins og taka þar þátt í bardögum. Mig dreymdi meira að segja drauma um hetjudáðir sem ég ætlaði að vinna. Ég ætl- aði að snúa aftur með heiðurs- orður á brjósti og ég ætlaði mér að verða maðurinn sem fólk sneri sér við til að horfa á eftir með þeim ummælum að þarna færi stríðshetjan og föðurlands- vinurinn." Hann sagði mér síðan frá því hvernig draumarnir hefðu snúist upp í martröð. Hvernig það hefði verið að skríða í skotgröf- unum, horfa á félaga sína lim- lesta og drepna og hvernig hver stund hefði verið sem heil eilífð. Ég veit ekki hvers vegna ég varð strax svo hugfangin af því að hlusta á þennan mann. Ég tók meira að segja varla eftir því þegar þjóninn kom með matinn og við fórum að borða. Ég vildi fá alla söguna. Hann sagði mér líka frá því hvernig honum leið þegar styrj- öldinni lauk og hann komst loks- ins heim til sín. Þá var hann eng- in stríðshetja heldur niðurbrot- inn maður sem þorði varla að fara út fyrir hússins dyr í margar vikur. Hann sagði mér hvernig foreldrar hans og vinir brugðust við en þau flokkuðu hegðun hans undir aumingjaskap. Hann sagði mér að hann hefði ákveðið að hverfa frá öllu saman, halda vestur um haf og hefja þar nýtt líf. Hann hefði komið sér vel fyrir og verið búinn að jafna sig nokkurn veginn þegar skelfing- arnar í Evrópu hófust að nýju. Hann hefði ekki átt von á því að verða kvaddur í herinn. Taldi sig vera orðinn of gamlan. Þegar hann fékk kvaðninguna hafði hvarflað að honum að láta sig hverfa, en svo sagðist hann hafa áttað sig á því að enginn gæti flú- ið örlög sín. „Það er fyrst og fremst vegna þess að þegar ég var ungur maður ferð- aðist ég mikið um Evrópu og ég þekki staðhætti víða, sem þeir telja sig þurfa á mér að halda,“ sagði hann. Við vorum orðin ein eftir í veitingavagninum þegar hann hafði lokið máli sínu. Tveir þjón- ar stóðu við dyrnar og fylgdust með okkur og hafa vafalaust óskað þess heitast að við færum að fara þannig að þeir gætu tekið á sig náðir. Ég veifaði til þeirra og sagði þeim að færa okkur kaffi og drykki. Á þeirri stundu var svo komið að mig iangaði til þess að kynnast manninum nánar. Ég man ekki hvenær hann fór að kalla mig prinsessu. Aðeins að hann útlistaði með mörgum orðum að í sínum augum líktist ég prinsessu. Fyrst hélt ég að hann væri að skjalla mig en fann fljótt að hann meinti það sem hann sagði. Aldrei hafði mér dottið það í hug að einhverjum findist ég eins og prinsessa. í mínum huga voru þær aðeins til í ævintýrum. Það sem síðan gerðist er mér enn ráðgáta. Og það sem meira er. Ég hef aldrei reynt að finna lausn á þeirri gátu. Þegar við stóðum upp frá borðinu, seint og um síðir, skorðaði hann töskuna undir vinstri hendinni og rétti mér þá hægri í kveðjuskyni. Ég tók í hönd hans. Hún var mjúk og fíngerð og ég tók strax eftir því að fingurnir voru óvenjulega langir. Þetta var ekki hönd stríðsmanns. Og ég sleppti henni ekki. Horfði bara beint í augu hans og án orða leiddi ég hann inn í klefann minn. Það var komin nótt og þetta var nóttin sem mér lærð- ist að það var rétt sem Mason minn sagði, að óvíða er betra að elskast en í lestarklefa. Ég sinn bæði blíðu og ákafa, jafnvel ofsa og tók þátt í ástaratlotun- um á annan hátt ég hef hafði gert og mun nokkru sinni gera. Ég held að það hafi verið komið fram undir morgun þegar ég var orðin svo úrvinda að ég steinsofnaði og vaknaði ekki aftur fyrr en það var komið fram yfir hádegi. Þá var ég ein í klefanum. Mað- urinn var á bak og burt. í fyrstu hélt ég að mig hefði verið að dreyma, en áttaði mig síðan á því að allt sem gerst hafði var raun- veruleiki. Það sem vakti mig fyrst og fremst til vitundar um það var taskan sem maðurinn hafði skilið eftir í klefanum mín- um. Mér varð það fyrst fyrir að klæða mig og snyrta og síðan brá ég mér fram í veitingaklefann. Ég átti von á því að maðurinn sæti þar. En svo var ekki. Ég hef sjálfsagt verið dálítið vandræða- leg þegar ég fór að leita að hon- um í lestinni. Hún bar engan ár- angur. Þegar ég loksins kom mér að því að spyrja einn þjónanna sem þjónað hafði okkur kvöldið áður hvort hann hefði séð mann- inn sem sat þá til borðs með mér. Ég átti tæpast von á svörum en fékk þau þó. Þjóninn mundi eftir því að maðurinn hafði farið úr lestinni um morguninn á einum viðkomustaðanna. Ég áttaði mig strax á að nafn viðkomustaðarins var þekkt herstöð. Þegar ég kom aftur inn í klef- ann minn ætlaði ég að opna tösk- una til þess að kanna hvort ég gæti komist að því hver eigand- inn væri. En taskan var læst og ég hafði ekkert til að opna hana með. Ég hafði hana því með mér heim og faldi hana vandlega. Vildi ekki að Mason fyndi hana og færi að spyrja spurninga sem erfitt yrði að svara. Það var ekki fyrr en löngu síð- ar að ég hafði mig í að brjóta upp töskuna og kanna innihald hennar. Efst í henni var gömul ljósmynd. Hún var af manni í hermannabúningi og þótt mynd- in væri gömul og maðurinn greinilega ungur kannaðist ég strax við hann. Ég sneri mynd- inni við en það var ekkert skrif- að aftan á hana. Síðan hélt ég áfram að róta í töskunni. Hún var full af blöðum. Þetta voru allt nótur. Píanóverk eftir hina og þessa sem ég vissi að voru stórmeistarar klassískrar tónlist- ar. Ég hélt áfram að róta í tösk- unni. Blöðin voru snjáð og greinilega mikið notuð. Mér fannst hugur minn algjörlega tómur þegar ég raðaði blöðunum aftur í töskuna og laumaðist síð- an með hana upp á háaloft þar sem ég stakk henni undir ein- hvert dót og gekk þannig frá að ekki væri hætta á að einhver rækist á hana. Vikaii 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.