Vikan


Vikan - 17.05.1999, Síða 48

Vikan - 17.05.1999, Síða 48
Náðu árangri í hverju sem þú fekur þér fyrir hendur Að iíða vel og vera sáttur við sjálfan sig er kryddið í uppskrift- inni að lífshamingju. Hvort sem menn sækjast eftir góðu starfi, góðum vinum, ástinni eða vilja bara láta sér líða vel er að- alatriðið að þeir séu ánægðir með sjálfa sig. Fyrir nokkru heyrðum við á tal tveggja kvenna. Önn- ur kvartaði mikið yfir útliti sínu og sagði enga flík fara vel á sínum skrokki og að flest ráð til að líta vel út dygðu skammt þegar gallagripur eins og hún væri ann- ars vegar. Hin horfði á hana stutta stund og svaraði: „Það er ekk- ert að útliti þínu ann- að en það að þú ert eins og hengilmæna og biður afsökunar á sjálfri þér með orðum og fasi. Réttu úr þér, brostu og sýndu að þarna fari kona full sjálfstrausts og öll föt munu fara þér miklu betur." Sú sem síðar talaði er greinilega skynsemd- arkona enda tæplega aðlaðandi að horfa á fólk sem hangir niður í herðun- um, niðurlútt og með fýlu- svip. Sjálfstraust og ánægja auka útgeislun og ekkert er eins aðlaðandi og geislandi hlý og glöð manneskja. I bandarískum háskóla var nýlega gerð könnun á ár- angri íþróttamanna með til- liti til viðhorfa þeirra til sjálfs sín. Þeir sem trúðu á sjálfan sig og getu sína sigr- uðu oftar í keppni en hinir sem voru í vafa. Sjálfstraust á öðrum sviðum en þeim sem að íþróttinni sneru voru einnig mikilvæg því þeim mun meira sjálfstraust sem mennirnir höfðu því líklegri voru þeir til að sigra. Bandarískur sálfræðingur Michael J. Hurd segir í bók sinni Effective Therapy (Ár- angursrík meðferð) að sjálfstraust sé sérstaklega mikilvægt því það sé undir- staða jákvæðra tilfinninga sem hjálpa mönnum að njóta lífsins til fulls. Hann segir þá sem hafi slæmt sjálfsálit eiga efiðara með að gera sitt besta því vantrú þeirra á mátt sinn og megin geri það að verkum að þeir haldi aftur af sér. Með nægi- legu sjálfstrausti geti ein- staklingurinn náð nánast hvaða markmiði sem er. Með þetta í huga tókum við hjá Vikunni saman nokkur góð ráð um hvernig þú getur unnið að því að auka sjálfsöryggi þitt og bjartsýni og þannig náð betri árangri í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. 1. Láttu kvíðann vinna með þér. Flestir kannast við að kvíða prófum, viðtöl- : Steingerdur Steinarsdóttir 48 Vikan Texti

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.