Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 56

Vikan - 17.05.1999, Side 56
Presturinn blessaði hjákonuna í Við hjónin bjuggum í Bandaríkjunum ásamt tveimur yngstu börnum okkar, þar sem maðurinn minn gengdi metnaðarfullu starfi. Okkur líkaði vel þarna en ákváðum í sameiningu að ég flytti tímabundið heim til að gera börnunum kleift að klára ís- lenskan gagnfræðaskóla. Við áttum líka hús heima svo að þessar tímabundnu breytingar á heimilishögum áttu að geta gengið snuðru- laust fyrir sig. En vart voru liðnir tveir mánuðir frá heimkomu minni, að mér bárust þær fregnir að mað- urinn minn væri farinn að Tuttugu ára hjóna- band var orðið að harmleik eins og hendi væri veifað og mér fannst heimurinn hrynja í kringum mig með offorsi. halda við íslenska konu bú- setta í hverfinu okkar. Mér var mjög brugðið og brást skjótt við. Ég flaug sam- stundis út til hans og komst þá að því að hann var búinn að pakka nær öllu niður og ætlaði að flytja til hennar. Húsið var meira að segja komið á sölu án minnar vit- undar. Það var vægast sagt skelfilegt að koma í húsið við þessar aðstæður og ég fylltist vanmætti og ólýsan- legri sorg yfir þessum svik- um. Síðan fylltist ég mátt- lausri reiði. Allir persónu- legir munir voru komnir ofan í kassa sem lágu eins og hráviði um allt hús. Tuttugu ára hjónaband var orðið að harmleik eins og hendi væri veifað og mér fannst heim- urinn hrynja í kringum mig með offorsi. Maðurinn minn brotnaði saman þegar hann sá við- brögð mín og gerði sér grein fyrir sorg minni. Hann grét og barmaði sér og sagði þetta hliðarspor vera merk- ingarlaus mistök og að hann vildi alls ekki skilnað. Eðli málsins samkvæmt var lítil friðþæging í orðum hans og hegðun, þar sem skaðinn var þegar skeður. Eftir að mesta storminn hafði lægt, gátum við þó rætt málin ít- arlega og við komumst sameiginlega að þeirri nið- urstöðu að gefast ekki upp og hlúa að hjónabandinu eftir fremsta megni. Ég taldi okkur því hafa náð sáttum. En þar skjátlaðist mér.... Skömmu síðar var mað- urinn minn sendur til að vinna að verkefni annars staðar í Bandaríkjunum sem hann varð að taka og vildi hann að ég færi til íslands á meðan og dveldi í húsinu okkar þar. Hann óttaðist að ég yrði annars leið og jafn- vel einmanna í fjarveru hans. Þrátt fyrir það sem á undan var gengið treysti ég honum. Enda hafði hann ítrekað sagt að hann vildi ekki skilnað og virtist fullur eftirsjár yfir að hafa næstum eyðilagt hjónabandið. En ég var ekki fyrr komin heim en ég komst að því að hann var aftur kominn í fang hjákon- unnar. Pantaði skilnað eins og pizzu Nú upphófst mjög erfitt tímabil í lífi mínu og ég komst að því eftir bitra reynslu að það er nær ómögulegt að fjarstýra svona málum á milli heims- álfa. Svo fór að lokum að maðurinn minn hringdi í mig til Islands og pantaði skilnað, jafn fyrirhafnarlítið og hann væri að panta pizzu! Þannig átti 20 ára hjónabandi okkar að ljúka. Það kom mér mjög á óvart að hann skildi svíkja mig í tryggðum í annað sinn. Það var eins og ég frysi, ég átti erfitt með að taka ákvarðan- ir og hafði miklar áhyggjur af börnunum. Eina ákvörð- un átti ég þó mjög auðvelt með að taka, en hún var sú að neita honum um skilnað sökum þess að ég vildi hreinlega gera honum lífið leitt eftir þá fyrirlitlegu meðferð sem ég hafði hlotið af hans hálfu. Ekki löngu seinna kom maðurinn minn til íslands til að vera viðstaddur jarðar- för rnóður sinnar. Skilnaður var ekki gengin í gegn og það kom mér því mjög í opna skjöldu að hjákonan var prúðbúin með í för og sátu þau skötuhjúin á fremsta bekk í kirkjunni, líkt og ekkert væri eðlilegra. Það voru þung skref fyrir mig að ganga inn í fulla kirkjuna og setjast á bekk- inn fyrir aftan þau. Ég get helst lýst líðan minni á þann veg að mér leið eins og ég væri á sjálfstýringar prógrammi. Börnin okkar sátu eins og illa gerðir hlutir hjá föður sínum og hjákon- unni, en þau söknuðu föður síns mikið og sóttust eftir nærveru hans. Ég átti bágt með að fylgjast með athöfn- inni þar sem ég gat vart haft augun af þessari einstreng- ingslegu konu sem hafði átt hvað stærstan þátt í að rústa heilli fjölskyldu. Mig undraði mjög að hún skyldi dirfast að sitja hnarreist í guðshúsi við slíkar kringum- stæður. Þegar jarðarförinni var u.þ.b. að ljúka, blessaði presturinn hátt og skil- merkilega eiginmann minn og hjákonuna, sem hann nafngreindi og sagði vera eiginkonuna! Það fór titr- Skilnaður var ekki genginn í gegn og það kom mér því mjög í opna skjöldu að hjá- konan var prúðbúin með í för og sátu þau skötuhjúin á fremsta bekk í kirkjunni, líkt og ekkert væri eðlilegra. Það voru þung skref fyrir mig að ganga inn í fulla kirkjuna og setjast á bekkinn fyrir aftan þau 56 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.