Vikan


Vikan - 17.05.1999, Page 57

Vikan - 17.05.1999, Page 57
iíC rL Lesandi segirfrá jarðarför tengdamóður minnar ingur um fólkið í kirkjunni því allir kirkjugestir vissu hvernig í pottinn var búið. Niðurlæging mín var algjör. Ég var þarna mætt til að kveðja látna tengadamóður mína. Enginn gerði athuga- semd við þessa blessun prestsins enda tíðkast víst ekki í jarðarförum að standa upp og hafa í frammi mót- mæli. Á leiðinni út úr kirkj- unni náði ég tali af prestin- um afsíðis og sagði honum að honum hefði orðið á í messunni, í orðsins fyllstu merkingu, því hann hefði blessað ranga konu við at- höfnina. Honum var mjög brugðið, því hann hafði ekki haft nokkra vitneskju um hvernig málum var háttað. Endanlegur skilnaður fékkst fyrir tveimur árum og giftist maðurinn viðhaldinu um leið og það var mögu- legt. Ég hef reynt eftir fremsta megni að halda mínu striki og halda utan um börnin mín, en þau sem eru að eðlisfari mjög efnileg og heilsteypt, riðuðu til falls eftir þessa lífsreynslu. Við erum öll enn að reyna að fóta okkur á ný. Ég mun þó aldrei gleyma þessari martraðarkenndu jarðarför og vona að enginn upplifi neitt þessu líkt. r lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Víit þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. ] % SV 1 y $ %|r- * lleimilisfangid er: Vikan - „Lílsreynslusaga**, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Netfang: vikan@frocli.is Vikan 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.