Vikan


Vikan - 17.05.1999, Qupperneq 60

Vikan - 17.05.1999, Qupperneq 60
SYNIR KLÆRNAR Kynbomban síunga, Joan Collins, er enn að sýna klærnar. Collins, sem fagnar 66 ára afmælinu á næstu dögum, á í erjum við stöllu sína Diahann Carroll, sem einnig lék í sápuóperunni Dynasty á sínum tíma. Collins er búin að skrifa bók sem fjall- ar um tvær frægar leikkonur sem búa í sama fjölbýlishúsinu og hata hvor aðra. Það vill svo skemmtilega til að Collins og Carroll eiga einmitt heima í sama fjölbýlishúsinu í Beverly Hills og Carroll erfullviss um að „vinkonan“ sé að gera grín að sér í handritinu. „Ég veit að Joan telur sig geta haft mig að fífli. Hún er að reyna að klekkja á mér fyrir allra augum," sagði Carroll við vinkonu sína. Rætur deilnanna liggja langt aftur, alveg til þess tíma þeg- ar þær léku saman í Dynasty og þær keþptust um flottustu kjólana og bita- stæðustu „línurnar". Ósættið blossaði upp á ný þegar Carroll flutti í sama háhýsi og Collins. Hún býr nokkrum hæðum ofar en Collins og hefur betra útsýni yfir borgina. Þaö sætti „dívan" sig ekki við. MINNINGAR UR DÓPINU Gamla brýnið Dennis Hopper á skrautlega fortíð með dópi og dræsum í Hollywood. Nú hefur hann í hyggju að gera kvikmynd sem byggð verður á ævi hans en hann veit vel að það er ekki auðvelt verk. „Þetta verð- ur erfitt fyrir mig því ég á ýmislegt misjafnt í pokahorninu,“ segir leikarinn og leikstjórinn. Einkalíf hans er efni í margar kvikmyndir. Hopper á fjögur misheppnuð hjónabönd að baki og dópneyslan var svo yfirgengileg að hann end- aði á geðsjúkrahúsi. „Ég var alveg út úr heiminum," segir Hopper en sú reynsla kom honum vel þegar hann lék brjálæðinginn Frank Booth í meistaraverkinu BlueVel- vet árið 1986. „Ég var meira að segja sannfærður um að síma- snúrurnar væru að tala við mig og útvarþið var bara að spjalla við mig.“ Hopper er sérstaklega minnisstætt skammlíft hjónaband með söngkonunni Michelle Phillips fyrir tæpum 30 árum. Þau skildu eftir átta daga. „Við gerð- um allt, sem hugsast gat á þess- um átta dögum. Þetta var frábær brúðkaupsferð en hjónabandið hefði sennilega orðið algjör hörmung." HÚÐFLÚRIN HVERFA Söng- og leikkonan Cher hefur látið fjarlægja tattúin af húð sinni eitt af öðru undanfarna mánuði. Hún hefur samtals gengið í gegnum 16 sárs- aukafullar geislameðferðir til að brenna burt húðflúrin. Heimildarmaður, sem er nákominn stjörnunni, segir að frægt fiðrildi á bossa hennar verði það síðasta sem hún láti fjarlægja. „Ég fékk mitt fyrsta tattú þegar ég var 27 ára og á þeim tíma þótti það nokkuð frökk yfirlýsing," segir Cher. „Nú eru næst- um allir með tattú og þau eru ekkert merkileg lengur." Cher er óvænt komin aftur á toppinn í tónlistarheiminum með laginu Believe og nú vonast hún til að komast aftur á kortið í kvikmyndaheiminum. Hún leikur eitt aðalhlutverk- anna íTea With Mussolini, sem verðurfrumsýnd í sumar. BYRJAÐI UNG! Alison Eastwood er ein efnileg- asta leikkonan í Hollywood í dag. Hún er dóttir hörkutólsins Clints Eastwood og það hefur hjálpað henni að fá hlutverk. Alison hefur líka verið óhrædd við að sýna fagran líkamann, bæði á hvíta tjaldinu og í tímaritum. Hún sagði frá því í nýlegu viðtali að hún hefði snemma kynnst staðreynd- um lífsins með því að horfa á klámmyndir í kapalsjónvarpi. "Þegar ég var sjö ára vorum við með kapalstöð sem sýndi alltaf Ijósbláar myndir um miðnætti. Bróðir minn og vinir hans voru alltaf að horfa á þær þannig að ég stalst til að horfa líka og var fljót að læra. Þegar ég var níu ára var ég kominn með kærasta og við prófuðum ýmislegt þegar mamma hans sá ekki til," segir Alison. 60 Vikan AFMÆLISBÖRN VIKUNNAR: 17. maí: Andrea Corr (1974), Bob Saget (1956), Bill Paxton (1955), Dennis Hopper (1936) 18. mai: Yun-Fat Chow (1955) 19. maí: Pete Townsend (1945), Nora Ephron (1941), Grace Jones (1952), Mike Wallace (1918) 20. maí: Busta Rhymes (1972), Cher (1946), Danny Aiello (1933) 21. maí: Fairuza Balk (1974), Nick Cassavetes (1959), Judge Reinhold (1956), Mr.T (1952)22. maí: Alison Eastwood (1972), Naomi Campbell (1970) 23. maí: Drew Carey (1958), Joan Collins (1933), Rosemary Clooney (1928). Grace Jones verður 47 ára hinn 19. mai.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.