Vikan


Vikan - 17.05.1999, Side 61

Vikan - 17.05.1999, Side 61
Rós Vikunnar Að þessu sinni hlýtur Þóra Karlsdóttir Rós Vik- unnar. Það er tengdadóttir hennar, Eygló, sem tilnefnir hana. „Þóra er hjúkrunarfræðingur og hefur bjargað mörgum mannslífum um dagana. Síðustu árin hefur hún starfað sem hjúkrunarforstjóri Dvalar- heimilis aldraðra á Kirkjubæjarklaustri og nýlega var hún valin úr 43 manna hópi til að stýra nýju dvalarheimli í Garðabæ. Fyrir tveimur árum uppgötvaðist að Þóra væri með æðagúlp í höfðinu, í aðgerðinni sem fylgdi lamaðist annað augnalok hennar þannig að í kjölfarið fylgdu fleiri aðgerðirtil að laga það. Um sama leyti varð hún fyrir öðrum áföllum, meðal annars missti hún móður sína, en þrátt fyrir þær hremmingar sem hún gekk í gegnum hefur henni tekist að vera alltaf jafn bjartsýn og elskuleg við alla. Hún er ekki bara dugnaðarforkur heldur líka frábær manneskja og tengdamóðir. NAOMI UR OLLU Ofurfyrirsætan Naomi Campbell vill ekki standa stöllum sinum að baki og hefur ákveðið að sitja fyrir hjá karlaritinu Playboy. Naomi er alvön því að fækka fötum á smekklegum myndum en nú er i bigerð að birta 16 síðna myndaþátt með henni. Naomi vill fá uppáhaldsljósmyndarann sinn, David LaChapelle, til að taka myndirnar. Ofurfyrirsæturnar koma nú fram í Playboy ein af annarri. Elle MacPherson og Cindy Crawford hafa þegar birst á síðum blaðsins og Rachel Hunter var i 10 daga myndatökum á Tahiti fyrir blaðið. Einnig berast þær fréttir að Playboy hafi boðið sveitasöngkonunni Shaniu Twain rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sýna sína leyndustu líkamshluta á síðum blaðs- ins. Hún er að íhuga tilboðið. Rós Vikunnar Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vik- unnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík" og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu og fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.