Vikan


Vikan - 24.05.1999, Page 2

Vikan - 24.05.1999, Page 2
Norðlensk fegurð frá Húsavík, Asa María Guðmundsdóttir. Forsíðustúlka Vikunnar er Asa María Guðmundsdóttir Asa María prýðir að bessu sinni forsíðu Vikunnar sem fulltrúi Norðurlands enda Vikan full af norðlensku efni. Asa María er 18 ára Húsavíkurmær sem bar titilinn Ungfrú Norðurland árið 1998. Heimabærinn fær þó ekki að njóta návistar hennar í bili, að minnsta kosti, því Ása María er við nám í Menntaskólanum á Akureyri, og for- eldrar hennar nýlega fluttir í Mosfellsbæinn þar sem fjöldkyldan er öll búsett á suðvestur horni landsins. Sló tvær flugur í einu höggi Ása María er á þriðja ári í MA og verður því ein fyrir norðan næsta árið. Hún ætlar þó að eyða sumrinu í Mosfellsbænum hjá foreldrum sínum og verður að vinna á Reykjalundi. Sumarið á ís- landi verður þó frekar stutt hjá Ásu þar sem hún stendur í próflestri fram undir mánaðamótin maí-júní og fer síðan með bekkjarfélögum sinum í MA í útskriftarferð til Slóveníu í ágúst. Þegar Ása María er spurð út i fegurðardrottn- ingartitillinn kemur í Ijós að tilviljun réð því að hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni í fyrra og það var fyrirsætukeppni sem kom henni af stað. "Síðastliðið vor var ég á leiðinni til New York til að taka þátt í fyrirsætukeppni á vegum John Casablancas. Að sjálfsögðu þurfti ég þar að vera í góðu líkamlegu formi, vera brún og sæt, sem þýddi að ég varð að stunda líkamsrækt af kappi. Þegar ég var beðin um að vera með í fegurðar- samkeppninni var ég ekkert mjög spennt en ákvað að segja já að lokum því mér fannst tilval- ið að slá tvær flugur í einu höggi og æfa fyrir þessar tvær keppnir í einu. Það var mjög þægi- legt. Fyrir utan það hugsaði ég með mér að seinna meir gæti ég séð eftir því að hafa neitað þátttöku." Að grípa tækifærið Ása viðurkennir að hún hafi verið treg að segja já við keppninni því henni fannst slík keppni ekki vera fyrir sig. Hún hafi aldrei fylgst neitt sérstak- lega með fegurðarsamkeppnum. "En það er um að gera að nýta öll skemmtileg tækifæri og ég gerði það," segir hún og sér ekki eftir að hafa verið með enda bar hún sigur úr býtum. "Ég held samt að fyrirsætustörf eigi betur við mig en feg- urðarsamkeppnir. Mérfinnst ég alls ekki hafa þetta fegurðarsamkeppnisútlit, svona rauðhærð, freknótt og með Ijósa húð. Ég get þó ekkert full- yrt um það því ég hef ekki reynsluna af fyrir- sætustörfunum." Hún er þó svolítið spennt fyrir þeim í dag og segir að sjálfsögðu að ferðalögin heilli hvað mest við starfið, síður fötin og myndirnar. En hún fékk samt nóg eftir annasamt keppnistímabil í fyrra og langaði ekki að halda áfram á þessum vett- vangi. "Eftir að hafa verið í keppninni í New York, Fegurðarsamkeppni Norðurlands og íslands- keppninni varð ég svolítið þreytt á þessu öllu. Þetta hitti ekki skemmtilega á þar sem ég var í prófum í skólanum og ég naut þess ekki eins að vera með. Þetta var því eiginlega meira vesen en hitt og ég fann að fegurðarsamkeppnir eru ekk- ertfyrir mig." Ása María hefur því ekki látið enn reyna á fyr- irsætustörf, en er ákveðin í því að klára skólann áður en eitthvað gerist. "Ég verð miklu frekar til- búin þá en ég var nokkru sinni í fyrra. Þá hef ég líka frjálsari tíma. Ég er ákveðin í að fara út eftir stúdentspróf og gera eitthvað skemmtilegt. Hvað gerist kemur í Ijós." 2 Vikan Texti: Halla Bára Gestsdóttir Mynd: Gunnar Sverrisson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.