Vikan - 24.05.1999, Side 6
Texti: Róbert Róbertsson
Myndir: Baldur Bragason
Hópur karlmanna, sem komnir eru af léttasta skeiði, hefur hist í 10 ár í líkamsrækt
HALDA SÉR í FÍNU FORMI
í 10 ár hefur hópur karlmanna, sem komnir eru af léttasta skeiði, komið saman tvisvar í viku til að stunda líkams-
rækt. Margir þessara hressu karla hafa verið með frá upphafi en aðrir bæst i hópinn á undanförnum árum og í
dag telur hópurinn um 50 manns. Kapparnir púla saman i líkamsræktarstöðinni Þokkabót undir handleiðslu þjálf-
arans Gauta Grétarssonar. Blaðamaður og Ijósmyndari Vikunnar brugðu sér í tima hjá þessum hressu körlum.
ÞJÁLFARINN
Gauti þjátlari er ánægður
meft hópinn. Hann segir að
kapparnir séu í góóu forini
miðað við aldur.
Við byrjuðum að æfa
saman í Veggsporti
fyrir 10 árum síðan.
Hópnum er skipt í tvennt en
menn koma alltaf saman í
Þokkabót tvisvar í viku. Síðan
eru frjálsar æfingar einu sinni
í viku og menn æfa líka sam-
an golf á laugardögum. Síðan
hafa þeir einnig verið að fara í
sund, göngutúra eða út að
hlaupa," segir Gauti þjálfari,
FA UTRAS
Kapparnir tóku alniennilega
á í æfingunum undir hand-
leiðslu Gauta Grétarssonar
þjálfara. Þarna fá þeir útrás
fyrir streituna.
TOKU LOÐIN „I NEFIÐ'
Agnar Erlingsson verkfraeð'
ingur, til vinstri, og Sverrir
Ingólfsson endurskoðandi
fóru létt með lóðin.
en hann hefur verið með hóp-
inn frá upphafi.
Gauti segir að hópurinn fari
á hverju ári í æfingabúðir út á
land. "Við höfum farið austur
á Flúðir, að Hlöðum á Snæ-
fellsnesi, í Reykholt og nú í ár
förum við í Vík í Mýrdal. Þetta
eru tveggja daga ferðir og
síðan er haldin árshátíð
seinna kvöldið. Þannig að
þetta eru bæði æfinga- og
skemmtiferðir.
í góðu formi miðað við
aldur
Það er
óvenju döpur
mæting í
þessum tíma,
aðeins 12
kempur mætt-
ar til leiks.
Gauti segir að
menn missi
stundum úr
vegna vinnu
eða ferðalaga.
Það er þó Ijóst að hópurinn
sem er mættur, tekur á af full-
um krafti. Þarna eru menn
misjafnir að stærð og þyngd
en þeir virðast allir vera í
góðu formi. Gauti lætur þá
byrja á upphituninni en síðan
taka þeir mismunandi æfing-
ar, teygjur, hopp, sipp og lyft-
ingar undir takfastri tónlist.
Gauti tekur tímann og síðan
skipta þeir jafnt og þétt um
æfingar. Svitinn dropar af
köppunum en þeir púla áfram
og gefa ekkert eftir.
"Þessir kappar eru í góðu
formi miðað við aldur. Mark-
miðið hjá okkur er ekki bara
að hugsa um fitulagið heldur
snýst þetta aðallega um að
menn hittist, liðki sig og haldi
sér í formi. Hér fá þeir útrás
fyrir streitu hversdagsins og
vinnunnar. Við gerum ýmsar
æfingar en við erum lausir við
þessar tískuæfingar eins og
palla og spinning. Við leggj-
um áherslu á góða upphitun,
miklar liðkunaræfingar, þolæf-
ingar og eins styrkjandi æf-
ingar. Við endum síðan á
teygjuæfingum. Með þessu
náum við inn þessari heild-
rænu þjálfun sem skiptir
mestu máli," segir Gauti.
Hann þekkir vel til varðandi
þjálfun líkamans því hann er
bæði sjúkraþjálfari og fþrótta-
þjálfari. Hann hefur m.a. þjálf-
að meistara-
flokkslið Gróttu í
handknattleik og
sér nú um þjálf-
un yngri flokka
félagsins.
Ekki lengur feitastur
"Þetta er hörkupúl en þetta
er líka mjög gaman og ekki
síður gott fyrir mann. Ég er
búinn að færa mig um um
þrjú göt á beltinu farin síðan í
janúar og það segir manni
mikið. Það er ekkert að
marka vigtina heldur er það
beltið sem telur. Ég var feit-
astur í hópnum í janúar, þeg-
ar ég byrjaði í ræktinni, en nú
er ég ekki lengur feitastur,"
segir Þröstur Jónsson bók-
bindari og brosir út í annað
þótt hann sé á fullu í erfiðum
teygjuæfingum.
Agnar Erlingsson
verkfræðingur tekur
vel á lóðunum um
leið og hann tjáir
blaðamanni að
þetta sé allt annað
líf eftir að hann
byrjaði í ræktinni.
"Það er geysilega
gott að halda sér í
formi. Ég er mjög
ánægður með þetta," segir
hann um leið og hann hífir
lóðin yfir höfuð sér.
Sigurður Harðarson arkitekt
er einn þeirra sem hefur verið
þarna í áratug. "Þetta er al-
ger lífsnauðsyn. Ég er alveg
ómögulegur ef ég sleppi úr
tíma og reyni því að mæta
alltaf ef ég get. Ég gef mig í
þetta af lífi og sál. Ég kem
6 Vikan