Vikan


Vikan - 24.05.1999, Síða 24

Vikan - 24.05.1999, Síða 24
Texti: Jóhanna Harðardóttir Með aukinni neysiu á tiibúnum réttum eykst neyslan á E-efnum/aukefnum sem við látum ofan í okkur. Getum við treyst því að þau séu ekki skaðleg? / slendingar eru þekktir fyrir langan vinnutíma. Tímaskorturinn og sí- fellt meira og betra úrval af tilbúnum réttum hefur breytt neysluvenjum okkar síðustu árin og aukið neyslu E-efna að sama skapi. E-efnin lengja endingar- tíma neysluvörunnar og innihalda kenrísk efni. Sum þessara efna eru al- gerlega skaðlaus mönnum, en önnur geta beinlínis verið hættuleg heilsunni. Fullorðnir Bretar og Bandaríkjamenn neyta milli þriggja og fjögurra kílóa af kemískum efnurn á ári sam- kvæmt rannsóknum og reikna má með að Islending- ar séu Iitlir eftirbátar þess- ara þjóða. E-efnin eru svo mörg og misjöfn að líkja má við frumskóg og öll eiga þau sameiginlegt að þau hafa verið álitin óskaðleg þegar byrjað var að nota þau þótt í sumum tilfellum hafi annað komið í ljós seinna. Helstu aukaverkanir sem sannast hefur að fylgi E-efn- um eru asmi, margs konar ofnæmiseinkenni, ofvirkni og jafnvel krabbamein. Tökum lítið dæmi um neyslu á E-efnum: Ef þú borðar pottrétt úr pakka, drekkur gosdrykk með matnum og endar mál- tíðina með ís úr pakka get- urðu verið viss um að hafa fengið að minnsta kosti þessar tegundir E-efna úr máltíðinni: E-310, E-211, E- 330, E-338, E-120, E-401,E- 410, E-412, E-466 og E-471. Mörg þessara efna geta valdið ofnæmisáhrifum og asma og það er álitið að E- 120 geti jafnvel valdið fóst- urskaða hjá barnshafandi konum. Hvað eru E-efni ? E-efnin sem blandað er í mat eru í formi hvíts dufts. Notkun þeirra er afsökuð með því að þau séu náttúru- leg, þ.e.a.s. að þau séu til í náttúrunni í einhverri mynd. T.d. má nefna að bensónat finnst í berjum, fosföt eru í öllum lifandi frunrum og karótín í gulrótum. Gallinn er bara sá, að dýrt og erfitt er að vinna þessi efni úr náttúrunni svo eftirlíkingar eru framleiddar og þeim blandað saman við mat í þeirra stað. Árið 1994 gaf Evrópu- bandalagið út reglugerð um notkun E-efna og sum lönd hafa enn strangari reglur. Þrátt fyrir þetta eru nrargir næringarfræðingar mjög ef- ins um að reglur séu nógu strangar og vilja láta banna mörg þau efni sem nú eru leyfð og gera öflugar rann- sóknir á öðrum áður en leyft verður að nota þau. Sætuefni og börn Nokkur af þeim efnum sem vekja ugg þeirra sem hugsa mest um þessi mál eru sætuefnin E-951 (aspartam), E-952 (cyklamat), E-950 (acesulfamkalium) og E-954 (sakkarín). Þessi efni þykja einkar varhugaverð þegar þeirra er neytt af börnum og barnshafandi konum, en erfitt getur verið að forðast þau þar sem þau er að finna í vissum tegundum af drykkjarvörum, sælgæti, tyggigúmmíi, sultu og tann- kremi. Börn eru mjög sólgin í sætt og rniklar líkur eru á að 24 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.