Vikan - 24.05.1999, Síða 34
Listakonur og hönnuðir í kvöldverðarboði hjá Marentzu
Þetta vorkvöld í Grasagarðinum í Laugardal
einkenndist af notalegu andrúmslofti og létt-
leika. Sköpunargleðin lá í loftinu, enda þarna
samankomnar sex frábærar konur sem allar
starfa á skapandi vettvangi, en störf þeirra
tengjast öll hönnun, list og/eða tísku. Allar
reka þær sín eigin fyrirtæki, einar eða með
öðrum, og eiga það sameiginlegt að vera í
fremstu röð, hver á sínu sviði. Sterkir per-
sónuleikar þeirra skina í gegnum störf þeirra.
Það var mér mikil ánægja að fá að eiga þessa
skemmtilegu kvöldstund með þeim og leyfa
þeim að bragða á þeim réttum sem Vikan
birtir uppskriftir að í þessu blaði. Borð-
skreytingin einkenndist af vorinu og frjó-
seminni, í anda listarinnar, kvenleg og
þokkafull, studd af glæsilegum borðbún-
aði. Guðlaug Halldórsdóttir, textilhönnuð-
ur, sá um skreytinguna og hönnun á
munnþurrkum og borðbúnaðurinn einnig í
hennar eigu. Réttirnir eru léttir og sumar-
legir og getur hver sem er útbúið þá með
litlum fyrirvara. Boðið var upp á fordrykk
i gróðurhúsinu, þar sem ég rek sumar-
kaffihúsið Café Flóran, en það er opið frá
miðjum mai og fram í september. Matur-
inn var svo snæddur í litla garðskálanum.
Mér til halds og trausts í eldamennskunni
var Margrét Hallgrímsson.
Fordrykkur
Anaké (ástaraldinkokkteill með koníaki)
borinn fram á klaka
Með matnum var svo boðið upp á
freyðivínið Henkell Trocken
Forréttur
Tvíreykt lambakjöt (hangikjöt) með
melónum
34 Vikan
ósoðið, tvíreykt lambakjöt (hangikjöt),
skorið í örþunnar sneiðar
(fjórar sneiðar á ntann)
melónukúlur
(sjá mynd)
Effólk vill brattð með réttinum, þá er
ristað brauð tilvalið.
Aðferð: Hreinsið fiskinn og skerið í
hæfilega stór stykki. Setjið fiskinn
aðeins á grillið. Grillið beggja vegna.
Raðið síðan sneiðunum í olíusmurða
ofnskúffu og dreifið grófu salti og pip-
ar úr kvörn yfir. Bakið í miðjum ofni í
2 - 3 mínútur við 180-200°C.
Aðalréttur
Grilluð lúða á estragonsósu með
maríneruðum skelfiski
(fyrir fjóra)
500 g lúða
ólífuolía
gróft salt
pipar tir kvörn
‘ii