Vikan


Vikan - 24.05.1999, Síða 46

Vikan - 24.05.1999, Síða 46
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Fagurlega skreyttir myndarainmar. Bílskúrar eru hið mesta þarfaþing og hafa fram til þessa dags verið eitt helsta vígi karlmanna. Konur hafa að undanförnu fellt hvert karlavígið á fætur öðru og núna eru það bílskúrarnir sem þær leggja undir sig. Tekið skal fram að fæstar þeirra sinna bílaviðgerðum. Blaðamaður og Ijósmyndari Vikunnar gengu fram á hressar konur í bílskúr einum við Sóiheima í Reykavík. Konurnar eru fimm í föndurklúbbi og koma saman hálfs- mánaðarlega. Þær byrjuðu að hittast í haust en þekktust ekki allar innbyrðis. í dag er hópurinn samhentur og glað- vær. Konurnar heita Helga Marta Helgadóttir, Inga Lára Pétursdóttir, Ingibjörg Geirs- dóttir, Oddný Þóra Sigurðar- dóttir og Sigríður Helga Hjartardóttir. Pað liggur beinast við að spyrja föndrarana hvernig þeir tengist og hvernig föndur- klúbburinn hafi orðið til? Konurnar líta hlæjandi hver á aðra og reyna að finna út hvernig þær tengjast. „Við tengjumst nú allar í gegnum Helgu." Þar með er kontin sameiginleg niðurstaða eftir töluverðar pælingar. Helga er greinilega mið- punkturinn í þessu öllu saman og ekki skal gleyma því að við erum einmitt stödd í bílskúrn- um hennar. Inga Lára er frænka eiginmanns Helgu, Oddný og Ingibjörg eru vin- konur hennar og Helga sem starfar sem dagmamma gætir barns Sigríðar. Þannig kynnt- ust þær. Tengingin er hér með kornin á hreint. Helga og Inga fóru á námskeið sl. haust til að læra trémálun. Upp frá því fóru þær að ræða hversu garnan væri að hittast reglu- lega og föndra saman. Þær heyrðu að konur væru farnar að mynda klúbba í kringum föndrið og fóru því að leggja drög að eigin föndurkúbb. Um leið og búið var að setja hópinn sam- an var ákveðið að hittast annað hvert fimmtudagskvöld. Konur hafa löngum þótt dug- legar að tala og því lék blaða- manni forvitni á að vita hvort þær gleymdu sér ekki í mál- æði! Þær brostu sínu blíðasta all- ar sem ein við þessa athuga- semd. „Við spjöllum saman en við höldum samt áfram að vinna." Til að leggja áherslu á orð sín drógu þær fram hina ýmsu muni sem föndraðir hafa verið í vetur. Skipulagið í hópnum er til fyrirmyndar og þær ákveða alltaf tímanlega hvað verði gert í næsta skipti til að geta undirbúið sig sem best. Ingurnar uppteknar við sögina. 46 Vikan Sögin komin í hús í upphafi keyptu þær útsag- aða muni og máluðu og skreyttu sjálfar en fljótlega sáu þær að það var of kostn- aðarsamt. Eftir áramót var ákveðið að nú skyldu þær sjálfar saga út og hófst þá söfnun fyrir stingsög. Fjáröfl- unarleiðin var einföld, kvöldið kostaði 1000 kr. fyrir þær sem mættu. Allar vildu þær eign- ast sögina og voru því dugleg- ar að mæta og greiddu með glöðu geði gjaldið í sameigin- legan sjóð. Sjóðurinn fór ört vaxandi og fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum gátu þær keypt sér draumavélina og greiddu fyrir hana um tólf þúsund krónur. Þrátt fyrir að sögin væri kom- in í hús ákváðu þær að halda áfram að greiða í sjóðinn. Allt efnið

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.