Vikan


Vikan - 24.05.1999, Qupperneq 51

Vikan - 24.05.1999, Qupperneq 51
st af slysföru A: Nú hafa ýmsir fundið að því að Gísli Rúnar skuli fara í hlutverk guð- föðurins og herma eftir Marlon Brando. Jafnvel þótt hann geri það alvegt frábærlega vel þá sé það ekki við hæfi og jafnvel beinlínis stílrof í sýningunni. Hvað segir þú um þessa gagnrýni? S: Ég er algjörlega ósammála þessu. Ærslafarsi eins og þessi eftir Dario Fo býður einmitt upp á það að nota t.d. þekkt stef úr kvikmyndum og skírskota þar með til veruleika sem allir þekkja. Það er nefnilega liður í galdrinum, sem felst í því að ná til allrar alþýðu manna. Þetta er ádeilu- verk sem fjöldinn á að geta skilið og hlegið að. Þess vegna eru svona ein- faldar brellur bara til bóta. Auðvitað skiptir líka máli. hvernig svona brögð eru útfærð og Gísli Rúnar er einfaldlega óborganlegur sem guð- faðirinn. Sömuleiðis má nefna að Ari Matthíasson og Björn Ingi eru báðir sannfærandi sem heimskir, ítalskir "plebbar". A: Nú hefur það komið fram að þetta hafi verið mikil hópvinna. Kannski er það vænlegasta aðferðin, þegar svona ærslafarsi er annars vegar. Þar skiptir kannski ennþá meira máli en ella, að leikararnir fái sjálfir að setja sitt persónulega mót á hlutverkin sem þeir leika. S: Já, hópvinnan hefur skilað sér vel í þessari sýningu. Bæði hraðinn og hrynjandin ganga mjög vel upp. Sviðsmyndin undirstrikar nálægð valdsins með því að vera hlutfalls- lega mjög stór í sniðum og gera þar með manneskjurnar litlar. Þetta er reyndar alþekkt bragð, ekki síst í kvikmyndum. Auk þess finnst mér notkunin á ljósgeislum ("spotlights") mjög skemmtileg, sérstaklega í söng- atriðum. Og tónlistin er ágætis "kokkteill". A: Sem sagt: Enn ein vel heppnuð sýn- ing. Stundum hef ég á tilfinningunni, að allar sýningar sem við höfum séð í vetur séu góðar. Heldur þú að það stafi af því, að við séum svona ótrú- lega jákvæð og gagnrýnislaus, eða er íslensk leiklist bara (orðin) svona góð? S: Ég held að þetta sé spurning um tvennt: Annars vegar hvernig gagn- rýni er sett fram og hins vegar er það, að mínu mat, staðreynd, að leikhúsi á Islandi er að vaxa ásmeg- in. Aukið framboð og meiri sam- keppni virðist hafa leitt til meiri vandvirkni, ekki síst í verkefnavali. Síðan held ég að leiklistarhefðin, sem er rnjög ung á Islandi, sé nú hægt og bítandi að komast af gelgj- unni yfir á fullorðinsár. Þessi þroski skilar sér m.a. í því að sýningarnar eru nú jafnbetri en áður. A: Svo má kannski bæta því við að gelgjan er auðvitað rétt að byrja sinn þroskaferil þegar hún kemst á full- orðinsárin, auk þess sem ýmislegt getur orðið til þess að hefta þrosk- ann. En við skulum nú vona það besta... Vikan 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.