Vikan


Vikan - 24.05.1999, Page 63

Vikan - 24.05.1999, Page 63
Kona Vikunnar Nýjustu bók Pat- riciu Cornwell; Point of Origin. Þessi vinsæli met- söluhöfundur hefur nú gefið útenn eina bókina um Dr.Kay Scarpetta, sem er rétt- arkrufningarlæknir í Virginíufylki í Bandaríkj- unum. Dr. Scarpetta heldur ótrauð áfram að rannsaka hin óhugnan- legustu morð og ofbeldis- verk með krufningarhnífinn að vopni. Frábær lesning fyrir unnendur vandaðra spennusagna um myrkustu kima mannlífsins. Ekki fyrir viðkvæma. Eurovision og Selmu. Ekki missa af Selmu sem treður upp með sumarsmellinn í Eurovision. Skelltu safaríkum steikum á grillið, bjóddu stelpunum í saumaklúbbnum í mat og veðjið um framgang mála. Áfram ísland! ICELAND Arnheiður Anna Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri al- þjóðlega verkefnisins „Women in Business" á ís- landi. Verkefnið nefnist Framkvæmdakonur á ís- lensku og var efnið þróað með styrk frá NOW áætlun Evr- ópusambandsins um „ný tækifæri fyrir konur." Fram- kvæmdakonur er þjálfunarefni á geisladisk fyrir konur sem hafa hug á að hefja eigin atvinnurekstur. Með myndum, hljóði, texta og litríkri hönnun er margmiðl- unarformið notað til að auðvelda notandanum að læra af reynslu þeirra kvenna sem koma fram með sín eigin fyr- irtæki. Einföld og skýr skipu- lagning efnisins gerir einnig kleift að fá tafarlaus svör við spurningum sem korna upp í ferlinu frá hugmynd til fyrir- tækis. Efnið skiptist í þrjá hluta: 1. Ráðgjöf, þar sem farið er yfir stofnun og rekst- ur fyrirtækja og fram- kvæmdakonur segja frá hvaða vandamál þurfi að leysa við að koma fyrirtækj- um á legg. 2. Upplýsingabanki, þar sem hægt er að fá svör við einstökum spurningum frá mörgum konum sem hafa reynt við samskonar vandamál í mismunandi rekstri. 3. Próf sem hægt er að taka til að fá vísbendingar um hvort maður sé tilbúinn til að hefja eigin rekstur. Nú hefur fengist styrkur frá Leonardostarfsmenntaáætlun- inni til að gera íslenska útgáfu af efninu í samvinnu við breska, írska og ítalska aðila. Þjálfunarefnið verður einnig uppfært, staðfært að hluta og Internetið verður nýtt til að ná til enn fleiri kvenna í framkvæmdahug. Þú verður að spyrja vini mína að því! Steinunni Sigurðardóttur, án nokkurs vafa. Mér líður langbest með fjölskyldunni í sumarbústað okkar í Skorradal. ^ ^ • ** j * ^ ^ p ^ 4 ^ Ohreinlyndi og óheiðarleiki. Eg fer á fund í Portúgal vegna verkefnisins Framkvæmda- konur og ætla síðan í tveggja vikna sumarfrí með fjölskylduna til Danmerkur. Eg hef í ýmsu að snúast í nýjum verkefnum sem spinnast út frá fyrrgreindum fundi og svo erum við hjón- in að gera upp gamalt hús og búa til garð frá rótum. Þannig að það verður margt um að vera hjá mér í sumar og ég stefni líka að því að njóta hins íslenska sumars eftir bestu getu. Amtsbókasafnið á Akurevri lllllllllll llllllllll 03 59' 150

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.