Vikan


Vikan - 13.07.1999, Síða 6

Vikan - 13.07.1999, Síða 6
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Á pöbbarölti Flestir fara í sveitina með því hugarfari að slappa af og komast í nánari tengsl við nátt- úruna. En allt er í heiminum hverfult og sveitasælan er þar engin undantekning. Lítil kaffihús og krár spretta upp eins og gorkúlur í sveitum Suðurlands. Þyrstir borgarbúar geta því kíkt á krána í sveitinni, rétt eins og í hinni stóru Reykjavík. Það er stórskemmtileg upp- lifun að fara á pöbbarölt í sveitinni. Lengra er á milli staða en Reykvíkingar eiga að venjast á kráarrölti í miðbænum. Sökum þess er um tvennt að velja: Annaðhvort að halda sig við eina ákveðna krá, sé ætlunin að bragða á drykkjunum, eða fá sér góðan bílstjóra sem nennir að bruna á milli hreppa. Blaðamaður og Ijósmyndari Vikunnar skruppu austur fyrir fjall eitt föstudagskvöldið og upplifðu sanna kráarstemmningu í sveit- inni. Eins og við er að búast er ekki hægt að koma við á hverri einustu krá í uppsveitum Árnes- sýslu á einu kvöldi, þannig að ekið var hingað og þangað um sveitirnar. Kaffihúsastarfsmenn voru líka elskulegir og hringdu á milli staða til að kanna stemmn- inguna á hinum kránum. Sumar voru lokaðar en aðrar tómar. Kaffihúsa- og kráarstemmn- 6 Vikan ingin á íslandi er ekki gömul en óhætt er að fullyrða að íslending- ar séu fljótir að tileinka sér nýj- ungar. Fyrir örfáum árum var ekki hægt að finna kaffihús í smærri byggðarlögum, en að undanförnu hefur þeim fjölgað gífurlega hratt. Fyrir nokkrum árum var Árni Hjaltason, ungur maður úr Hruna- mannahreppi, við vinnu í Laugar- ási í Biskupstungum og langaði skyndilega að bregða sér á kaffi- hús. Það var hvergi að finna en Árni komst að þessu sinni ein- ungis inn í næstu sjoppu og gat fengið sér kókflösku. Hugmyndin að kaffihúsi var komin í kollinn og því næsta mál að koma henni í framkvæmd. Flúðir í Hruna- mannhreppi urðu fyrir valinu en íbúar í sveitinni eru í kringum 600 fyrir utan sumarhúsagesti og ferðamenn sem flykkjast þangað hverja helgi. Árni hófst handa við að láta draum sinn rætast og nokkrum mánuðum síðar var Útlaginn, lítið kaffihús og bar, opnaður með pompi og prakt. Við hittum Árna að máli er hann stóð vaktina við barinn en Útlaginn á þriggja ára afmæli um þessar mundir. Húsnæðið varð fljótt of lítið eins og oft vill verða þegar fyrirtækjum vegnar vel. Kafffihúsið er timburhús sem er kringlótt eða réttara sagt átt- hyrnt. Húsið var í kringum 50 fer- metrar og þegar Árni sá hversu vel sveitungarnir tóku þessari ný- breytni bætti hann öðru húsi við og tengdi þau saman. Þar með hafði Útlaginn þrefaldað stærð sína og var orðinn 150 fermetrar með tengibyggingunni. Þegar Árni fór upphaflega að ræða hugmyndina um kaffihús við vini og vandamenn heyrðust háværar efasemdaraddir. „Fólk trúði því ekki að hægt væri að reka kaffihús á Flúðum. Það voru margir sem sögðu mér að þetta væri einfaldlega ekki hægt. Ég lét það ekki aftra mér og síðan ég opnaði hafa sveitungar mínir ver- ið mjög duglegir að koma hingað. Þeir eru ánægðir að geta farið á einhvern stað á kvöldin til að fá sér hressingu og spjalla saman. Fólkið í sumar- bústöðunum í kring kemur líka mjög oft og þeg- ar hópar eru á Tóti í Þjóttu á tali við Ingu Jónu. Tóti er ánægður með kaffihúsið og segist eyða drjúgum tima á staðnum. „Útlaginn er heitasti staðurinn í hreppn- um. Það má segja að þetta sé mitt annaö heimili, því reikningarnir mínir eru sendir beint hingað á Útlagann." tjaldstæðunum er oft mikið að gera.“ Árni tók nýlega að sér fleiri verkefni þegar hann fór að reka Tjaldmiðstöðina á Flúðum, beint á móti kaffihúsinu. Ævintýra- mennsku hans virðast engin tak- mörk sett því í mörg ár keppti hann í kvartmílu og varð íslands- meistari árið 1997 og 1998. Hann hefur nú þurft að gefa kvartmíluna upp á bátinn vegna fyrirtækjarekstursins. Sjálfsagt býður enginn kaffi- húsaeigandi á landinu upp á betri þjónustu en Árni því hann mætir á limósínu til að sækja gestina. Limósínan er ein margra hug- mynda sem Árni hefur hrint í framkvæmd. I\lú ekur hann um sveitina á „limmunni" og fólk getur pantað eðalvagninn eins og leigubíl. Gestirnir þurfa einungis að greiða leigubílagjald fyrir þjónustuna og mörgum finnst spennandi að geta ekið um í eð- alvagni þegar þeir skreppa á kaffihúsið. Er einhver skipulögð dagskrá á Útlaganum á kvöldin? „Við reynum að hafa trúbador um hverja helgi yfir sumarið en aðra hverja helgi yfir vetrarmán- uðina. Það hefur gefist mjög vel

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.