Vikan - 13.07.1999, Síða 8
Hestakrá í refahúsi
Hestakráin á Húsatóftum í Skeiöahreppi
er vel falin á bak við hóla við þjóðveg-
inn. Fyrir þá sem til þekkja er auðvelt
að kíkja inn og fá sér kollu. Aðrir þurfa að
hafa örlítið fyrir því að finna afleggjarann sem
liggur að kránni. Húsið er ákaflega snyrtilegt
og heimamenn eru í óðaönn að leggja loka-
hönd á gistiaðstöðu í sambyggðu húsi sem
verður opnað í sumar.
Strax í anddyrinu má sjá að mikið hefur
verið lagt upp úr innréttingum. Salurinn er
smekklega hannaður og skemmtilegt hvernig
hestamyndir og hlutir sem minna á hesta eru
til skrauts.
Eigendur Hestakráarinnar eru þau Aðal-
steinn Guðmundsson og Ástrún Davíðsson.
Sagan á bak við krána er sú að árið 1987
hófu þau rekstur hestaleigu og voru upþhaf-
lega með fimm hesta til notkunar. Hestaleig-
an hefur stækkað töluvert í gegnum árin því
nú eru 80-100 hestarájárnum og mikið að
gera í leigunni.
Húsnæðið sem hýsir Hestakrána er gamalt
refahús en árið
1991 var refa-
búið lagt niður
og húsið stóð
autt. Vöxturinn í
hestaleigunni og
8 Vikan
Þeir Rúnar Skarphéðinsson og Magnús Trausti Svavarsson,
bændur á Blesastöðum sátu í makindum í einu horninu.
Rúnar starfar við auglýsingastofu í Reykjavík hluta ársins en einbeitir sér að bústörfum
á sumrin. Magnús Trausti er hrossabóndi og lifir eingöngu á vinnunni við hestana.
Þeir félagar voru sammála um að kráin væri meiriháttar vel hepgnuð. Þeim finnst gott
og gaman að geta hitt sveitunga sína annars staöar en í sjoppunni sem hefur verið einn
helsti samkomustaður sveitarinnar að félgasheimilinu undanskildu.
„Mér finnst mjög gott að geta farið út að hitta fólkið í sveitinni þegar mér hentar. Ekki
bara á þessar föstu samkomur eins og hjónaballið eða þorrablót," segir Magnús Trausti.
Skruppu þeir félagar oft á kaffihúsið á Flúðum eða kaffihús á Selfossi áður en
Hestakráin var opnuð?
Ekki vildu þeir játa því. Þeir vildu meina að einn aðalkost-
urinn við Hestakrána væri hversu stuttan tíma það tæki að
komast. Menn setja það fyrir sig að keyra niður á Selfoss
eða upp að Flúðum sem tekur alltaf um 15-20 mínútur. Það
er allt annað að geta skroppið á krá innan sveitarinnar.
sú staðreynd að krár er hægt að reka uppi í
sveit, gerði það að verkum að hjónin fóru að
hugsa um betri nýtingu á tóma refahúsinu.
Hestakráin var því formlega opnuð 1. maí
1998 og hefur notið mikilla vinsælda, bæði
meðal sveitunga og annarra, ekki síst hesta-
manna. Fyrir utan að þjóna hinu hefðbundna
kráarhlutverki, þá hentar hún vel til veislu-
halda og geturtekið 50-70 manns í sæti. í vor
og sumar hafa margir starfsmannahópar,
bæði úr Reykjavík og annars staðar frá, kom-
ið að Húsatóftum, farið í reiðtúr og endað
daginn á því að grilla, eða með sameiginlegri
kvöldmáltíð á kránni.
Þar sem kráin var einungis í hluta hússins
ákváðu þau Aðalsteinn og Ástrún að útbúa
gistiaðstöðu í þeim hluta hússins sem stóð
ónotaður. Þar með nýtist gamla refahúsið
ennþá betur og er fátt sem minnir á að fyrir
nokkrum árum hafi þarna verið refabú.
Núna er hestaleigan orðin að umsvifamiklu
fyrirtæki sem heitir Land&hestar. Boðið er
upp á styttri og lengri hestaferðir um Suður-
land. Ástrún hefur þótt dugleg að brydda upp
á nýjungum í hestaferðum. í nokkur ár hefur
veriðfarin svokölluð Kvennareið hinn 19. júní.
Fjöldinn allur af konum úr sveitunum allt í
kring hittist, fer á hestbak og grillar saman.
Einnig hafa verið farnar svokallaðar
Prinsessuferðir sem eru eingöngu ætlaðar
konum og Víkingaferðir, bara fyrir karlmenn.
Ástrún var einmitt að koma heim frá fyrsta
degi Prinsessuferðar, ánægð en uppgefin.
Þáttakendur í ferðunum þurfa einungis að
mæta á staðinn því Ástrún útvegar hesta, mat
og leiðsögumenn. Slíkar ferðir njóta sífellt
meiri vinsælda og því þurfti að bæta við einni
Prinsessuferð í sumar.
Það er rólegt á Hestakránni þetta ágæta
kvöid. Heimamenn upplýsa að það sé engin
leið að spá um hvernig aðsóknin verði hverju
sinni. Stundum fyllist kráin af heimamönnum
eða starfsmannahópum en önnur kvöld eru
rólegri.