Vikan


Vikan - 13.07.1999, Page 9

Vikan - 13.07.1999, Page 9
Leðursófinn heillar Hópur ungmenna situr við eitt boröiö og skemmtir sér greinilega mjög vel. Krakkarnir eru frá Selfossi en þeim finnst ekkert mál að líta inn á Ingólfscafé þegar kráarlífið á Selfossi er lítið spennandi. Þeim finnst húsnæðið vera flott og ekki slæmt að geta hent sér niður í „leddarann", með öðrum orðum: Leðursófann! Hvaða pöbbar í Reykjavík eru vinsælastir meðal unga fólksins? Eftir töluverðar umræður komast þau að þeirri niðurstöðu að Thomsen, Glaumbar og Astro séu vinsælastir en þau hafi nú kíkt á flesta pöbbana í Reykjavík." Eftir að hafa fengið svör við spurningunni hvort þau fari oft til Reykjavíkur á pöbbarölt er orðið Ijóst að Reykjavík er ekki hátt skrifuð hjá unga fólkinu. Selfoss er nafli alheimsins og hin eina sanna höfuð- borg í þeirra huga. Þar megi finna skemmtilegar krár og yfirleitt séu alltaf skemmtileg sveitaböll allt í kring. Reykjavík hafi einfaldlega ekki neitt fram yfir Selfoss nema hávaða, ys og læti! manna byggðarlag hérna í kring og mikill gestagangur vegna reiðskól- ans. Ég er viss um að fólkið í nágrenninu á eftir að vera duglegt að kíkja á krána.“ Húsnæðið er mjög stórt, alls um 400 fermetrar. Innréttingarnar eru vandaðar og eru íslensk framleiðsla. Stólarnir eru klæddir leðri, finna má stóra leðursófa á staðnum og barborðið er engin smásmíði; 14 metra langt og úr mahóní. (dag er einungis búið að taka hluta veit- ingastaðarins í notkun en plássið er mikið og húsnæðið glæsilegt. Bjartsýn við barinn Nýjasta kráin á Suðurlandi er trúlega Ingólfscafé sem er stað- sett á Ingólfshvoli í Ölfusi. Þar hefur gríðarlega stór reiðhöll risið á stuttum tíma við þjóðveginn á milli Hveragerðis og Sel- foss og í sama húsi er búið að opna krá. Jónas Hauksson er fram- kvæmdastjóri Reiðhallarinnar og rekur krána ásamt konu sinni, Lauf- eyju Þorgrímsdóttur. Reiðskóli hefur verið stofnaður á Ingólfshvoli en reksturinn við skól- ann er aðskilinn rekstri kráarinnar og reiðhallarinnar. Að sögn Jónasar er farið að nota Reiðhöllina undir alls kyns uppá- komur. Þar hafa verið haldin uppboð, dansleikir og hestasýningar. Á milli Reiðhallarinnar og veitingastaðarins er hægt að hafa opið og því er ætlunin að samnýta starfsemina í framtíðinni. Hvað rekstur kráarinnar varðar er Jónas bjartsýnn. „Það er 15000 fíuöimiiHlm Einnr, Örn, Jóii lv;ir, fímV iiiiimliir lni|i oi) Eyrún skiMimilu sór vcl i lni|óllsc;iló. Fékk tveggja vikna ferð í sólina Fyrir skömmu var dregið í áskrifendaleik Fróða og sú heppna er Guðrún Sigurvinsdóttir úr Bolungarvík sem er áskrifandi að Vikunni, Nýju Lífi og Séð og Heyrt. Guðrún fékk tveggja vikna ferð til Algarve í Portúgal með Úrvali-Útsýn og getur nú buslað í tærum sjónum og baðað sig í sólinni þar í haust. Vikan óskar Guðrúnu til hamingju og vonar að hún njóti dvalarinnar út í ystu æsar. Guðrún Sigurvinsdóttir tekur við gjafabréfi úr hendi Signhildar Borgþórsdóttur, sölu- manns hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn V1K3I1 y

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.