Vikan


Vikan - 13.07.1999, Síða 10

Vikan - 13.07.1999, Síða 10
Texti og myndir: Margrét V. Helgadóttir Bjartsýniskona við bútasaum og barnastúss Sunnlendingur ársins er að þessu sinni húsmóðir á Selfossi. Þessi tiltekna husmóðir er með eindæmum jákvæð og lífsglöð. Hún sinnir áhugamálum sínum af hjartans lyst auk þess sem hun dekrar við fjölskyldu sma og ekki síst yngstu drengina tvo sem eru bundnir hjólastól. Fyrir 13 árum létu þau Anna Gísladóttir og Ólafur Ingi Sigur- mundsson gamlan draum rætast og fluttu í sveitina. Þau eiga bæði ættir sínar að rekja til Suðurlands og höfðu lengi óskað þess að geta flutt úr höfuðborginni upp í sveit. Árið 1986 fluttust þau að Björnskoti í Skeiðahreppi ásamt tveimur börnum sín- um og hófu þar búskap. Jörðin hafði verið í eyði í nokkurn tíma og því mikil vinna sem fór í að koma sér fyrir á nýjum stað. Eftir nokkurra ára vinnu var tak- markinu náð, hjónin búin að búa sér fallegt heimili og komin með kýr og minnka. Fjölskyldan stækkaði, tveir drengir bættust við í barna- hópinn á árunum 1988 og 1989. Þegar yngstu drengirn- ir fóru að eldast kom í ljós að þeir voru báðir haldnir sjaldgæfum vöðvarýrnunar- sjúkdómi. Smám saman misstu þeir mátt í fótum og voru báðir komnir í hjóla- stól þegar þeir voru 7 ára. Anna og Ólafur Ingi héldu ótrauð áfram störfum sínum við búskapinn, en þau sóttu töluverða þjónustu fyrir drengina sína á Selfoss. Um síðustu áramót var svo kom- ið að fjölskyldan ákvað að hætta búskap í Björnskoti og flytja til Selfoss þar sem 10 Vikan styttra væri í alla þjónustu fyrir strákana. Um svipað leyti var Anna kosin Sunn- lendingur ársins í kjöri sem Utvarp Suðurland og Dag- skráin stóðu fyrir. Bændur í þéttbýli Fjölskyldan býr í snyrti- legu parhúsi. Um leið og gengið er inn í húsið má greinilega merkja að mikil hannyrðakona býr á heimil- inu. Veggteppi, púðar og tréhlutir skreyta húsið og í öllum hornum má finna eitt- hvert föndur frá heimilis- fólkinu. Rúnar Geir, 11 ára, og Ólafur Dagur, 10 ára, eru heima að horfa á sjónvarpið þegar blaðamann ber að garði. Heimasætan María Ósk, 17 ára, er á leið til vinnu, Guðbjörn, 15 ára, er í vinnu með pabba sínum og heimilislífið með eðlilegum hætti. Einhverjir hefðu vorkennt sér að þurfa að flytja úr sveitinni en þessi fjölskylda gerir það svo sannarlega ekki. Þau eru lífsglöð og já- kvæð og gera gott úr öllu sem að höndum ber. Það er óhætt að segja að þau sníði sér stakk eftir vexti. Þrátt fyrir að hafa þurft að flytja frá Björnskoti, þá stunda þau ennþá búskap og fjöl- skyldan er saman. Þau keyptu jörð, rétt fyrir utan Selfoss, og þar stundar Ólaf- ur hefðbundin bústörf með kýr og kindur. Á kvöldin kemur hann heim og getur sinnt fjölskyldunni. Anna er heimavinnandi og sinnir drengjunum. Ólafur Ingi getur áfram stundað sína vinnu og í sumar nýtur hann aðstoðar elsta sonarins, Guðbjörns Más, sem er 15 ára. I rauninni gátu allir haldið áfram sínum hefð- bundnu verkefnum þrátt fyrir að þurfa að flytja á milli sveitarfélaga. Strákarnir skiptu allir um skóla um áramótin en elsta dóttirin var þegar byrjuð í Fjölbrautarskóla Suður- lands. Viðbrigðin við að fara úr fámennum sveitaskóla yfir í grunnskóla á Selfossi hafa eflaust verið erfið fyrir drengina, eða hvað? Ekki vill Anna meina það. „Þeim var tekið afskaplega vel. Þeir byrjuðu í Sólvalla- skóla sem er mjög góður skóli að mínu mati. Þeir fengu afskaplega góðar mót- tökur og leið strax vel í skól- anum. Þetta er líka spurning um hugarfar. Við vorum öll jákvæð gagnvart þessum breytingum. Krakkarnir tóku frábærlega á móti Ólafi og Rúnari. Þeir eignuðust marga vini strax þegar þeir byrjuðu og yfirleitt er húsið hérna fullt af krökkum. Þeir upplifðu ekki nein leiðindi í kringum skólaskiptin.“ Nú hafa margir foreldrar neikvæðar sögur að segja frá samskiptum sínum við skóla- yfirvöld. Hvernig hefur þér reynst að eiga við þau? „Bara mjög vel. Það hefur gengið vel með þá í skólan- um, bæði í Brautarholtsskóla, sem þeir voru í áður, og svo hérna á Selfossi. Ef ég hef óskað eftir einhverju, þá hafa allir verið tilbúnir að bæta úr því. Ég hef bara góðar sögur að segja af samskiptum mín- um við skólana.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.