Vikan


Vikan - 13.07.1999, Síða 15

Vikan - 13.07.1999, Síða 15
um, á póstkortum, dagatöl- um og óteljandi hlutum öðr- um. Þegar maður nálgast hann er eins og annar heim- ur taki völdin, symfónía náttúrunnar þenur strengi sína og máttugt afl vatnsins umlykur mann eins og verk eftir Jón Leifs. Þessi eilífi straumur hefur upp raust sfna og kveður rímur um gull það sem Þrasi, fyrstur landnámsmanna að Skóg- um, mun hafa falið fossinum til varðveislu í kistu einni mikilli. Það glampar á eitt- hvað í vatninu og sagan vaknar: Þrasakista auðug er urtdirfossi Skóga. Hver sem þangað fyrstur fer finnur auðlegð nóga. Mið Það er ekki nema skottúr að skella sér úr bænum að Skógum en löng upplifun að kíkja eftir kistu Þrasa, drekka í sig fossinn og hverfa inn í fortíðina hjá Þórði Tómassyni og minjum sem hann varðveitir í nátt- úrulegu umhverfi liðinnar tíðar í Skógum. Hjarta for- feðranna slær þar enn föst- um takti, og inni maður Þórð einhvers þess sem var, þá er hann ótæmandi sjóður um líf íslendingsins þegar listin fólst í að lifa með nátt- úrunni, kunna að gefa, kunna að taka og róa um tímann hægum tökum. Þeg- ar litið er til byggingarstíls- ins í Skógum og á munina sem þar eru undrast maður hagleik og innsæi sveita- manna á snjallar lausnir og úrvinnslu á annars ósjálegu efni og fátæklegu. Skoði maður torfbæinn frá öllum hliðum furðar mann snillina sem í stflnum felst, þessa hugmynd um náttúruvæna og sjálfbæra vin sem alið hefur þig og mig. Kvöld Dagur er við nón, maður er auðugur upp yfir haus af fróðleik og fegurð staðarins þegar gengið er til kvöld- verðar í Skógaskóla og hlað- borðið skannað. Hver krásin upp af annarri ærir í manni sultinn svo munnvatnið svellur og maginn skellur. Yfir borðum kannar maður gönguleiðir um svæðið og sjá; ein dulmagnaðasta gönguleið sýslunnar er rétt handan við hornið, yfir Fimmvörðuháls í Þórsmörk. Ferð sem farin verður. Vikan 15 Texti: Kristján Frímann Myndir: Gísli Egill Hrafnsson

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.