Vikan


Vikan - 13.07.1999, Side 19

Vikan - 13.07.1999, Side 19
eins og litið sé niður á þá í þjóð- félaginu er farið að leggja meiri áherslu á heilbrigðari lífsstíl." Hverjir eru þetta sem koma til ykkar á námskeiðin? Bee: „Fólk á öllum aldri. I gegnum árin hafa þátttakendur verið á aldrinum 20-70 ára. eru komnar niðurstöður komn- ar. Úr þeim hópi voru 36% þátttakenda ennþá reyklausir eftir 7-13 mánuði. Ég tel að fólk sé ekki hætt að reykja fyrr en það hefur verið reyklaust í 6 rnánuði." Bee: „Það hafa verið gerðar „ Fólkið er oft farið að einangrast félagslega, það er farið að upplifa sig sem annars flokks manneskjur af því að það reykir.“ Hérna koma stundum hjón saman og líka systur. Það er mikill stuðningur að hafa ein- hvern nákominn með sér á svona námskeið. Svo eru jú margir að kljást við þetta einir og vilja komast að heiman. Oft er þetta fólk sem hægt er að kalla stórreykingamenn. Margir eru búnir að reyna að hætta aft- ur og aftur en illa gengur. Sumir hafa kannski verið reyklausir í einhvern tíma en svo freistast til að byrja aftur. Það kemur líka til okkar fólk sem er farið að finna fyrir heilsubrest á ein- hvern hátt sökum mikilla reyk- inga. Við erum núna í fyrsta skipti að halda sumarnámskeið. Fram til þessa hafa þau einung- is verið yfir vetrarmánuðina. Þetta námskeið fékk svo góðar móttökur að við höfum aldrei haft jafn marga og núna eða 17 þátttakendur." Magnús: „Fólkið er oft far- ið að einangrast félagslega, það er farið að upplifa sig annars flokks af því að það reykir. Það er rekið út að reykja og þær hugsanir eru farnar að stjórna ferðinni: Hvar má ég reykja? Hvert get ég farið til reykja í friði? Hafið þið eitthvað getað fylgst með árangrinum af nám- skeiðunum? Magnús: „Við höfum niður- stöður kannana sem er enn ver- ið að vinna úr. Úr fyrstu nám- skeiðunum fyrir þremur árum margar rannsóknir á því hvern- ig árangursríkast sé að hætta að reykja. Samkvæmt þeim eru nokkur meginatriði sem skipta mestu máli. í fyrsta lagi að nota nikótín- lyf samhliða því að hætta að reykja. Fólk þarf að berjast bæði við vanann og nikótín- þörfina og því virðist það hjálpa mikið að fá nikótín í líkamann, í litlu magni. Við bendum þátt- takendum á námskeiðinu á þessar niðurstöður. I öðru lagi að leggja stund á heilbrigt líferni og fylla á þann hátt upp f tómarúmið sem myndast af því að hætta að reykja. Félagslegur stuðningur skipt- ir gífurlega miklu máli þannig að þessir þættir fléttast allir saman og hafa hver áhrif á ann- an. Flestir byrja að reykja aftur þegar heim er komið, komnir í kunnuglegt umhverfi og vantar stuðning. Magnús: „Ég hef heyrt frá fólki sem hættir að reykja að það eignist jafnvel nýja kunn- inga; Uppstokkunin á lífinu er svo mikil. Við bendum fólkinu líka á að fyrst eftir að það kem- ur heim megi það alveg vera „fanatískt" og eigingjarnt. Sum- ir eru ákveðnir í að banna öðr- um að reykja heima hjá sér og það er h'ka allt í lagi. Á þessum tímapunkti þarf fólk að fá að vera eigingjarnt í friði. Bee: „Líkaminn er svo und- irlagður af reykingum að það tekur dálítinn tíma að losna úr fjötrunum. Minnið, undirmeð- vitundin og sálin eru tengd reykingum. Á meðan fólk er að vinna sig út úr því þarf það að fá að hafa sína hentisemi." Þið talið um fíknina. Er nikó- tínið alveg jafn erfitt viðureignar og önnur fíkniefni? Magnús: ,Já, ef ekki erfiðara. Þetta er ekkert annað en ffkn að reykja en menn eiga misjafnlega auðvelt með að hætta að reykja. Sumir geta það með tiltölulega auð- veldum hætti en aðrir ráða ekk- ert við löngunina. Við getum fylgst vel með þátttakendum því oft sér maður á þriðja degi meðferðarinnar að frá- hvarfseinkennin eru að aukast. Fólkinu líður virki- lega illa á þessu tímabili. Það er gaman að fylgjast með þeg- ar fólk byrjar að finna bragð og lykt á seinni hluta námskeiðs- ins. Ég sé líka oft mun á húðlit fólksins, það er orðið rjóðara í vöng- um þegar það fer. Reykingafíknin er óþverrafíkn sem getur verið erfitt að fást við. Fólkið sem kemur hingað vill virkilega losna undan henni Það er tilbúið að greiða f kringum tuttugu þús- und krónur fyrir dvöl- ina hérna sem segir nú heilmikið um viljann." Bee: „Þátttakendur geta vonandi tileinkað sér nýjan lífsstíl í leið- inni. Þeir finna aðrar leiðir til að öðlast þá vellíðan sem sígarett- an gaf þeim áður. I staðinn fyrir að setj- ast á ákveðinn stað með kaffibollann fara þau núna út að ganga eða synda.“ „Stuðningur fjölskyldu og fagaðila þegar heim er komið er mikilvægur. Við reynum að fylgja hópunum eftir en það getur verið erfitt vegna fjöld- ans.“ Þau Magnús og Bee hafa greinilega lagt sitt af mörkum til að kljást við reykingafjand- ann, en skyldu þau hafa reykt? Magnús svarar því neitandi, hann hafi aldrei verið reykinga- maður. Bee kinkar kolli og veit greinilega hvað þátttakendur á námskeiðinu eru að kljást við. „Já, ég reykti í nokkur ár og ég mun aldrei byrja aftur því það var svo erfitt að hætta.“ UiiWnl Síí£ iM í m rtil II fi K\ Ifsiil ijI,Slírv Wífflíííf \ "11 I Iff fi /| I 4 ' V ; 11111711 1 Av-l líj I ftiVu W « \\ i \) M I || \ i \311 H n ii V Magnús og Bee hjálpa fólki að hætta að reykja og leggja áherslu á heilsusamlegt líferni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.