Vikan


Vikan - 13.07.1999, Page 36

Vikan - 13.07.1999, Page 36
Kínahreðkusalat 240 g kínahreðka, flysjitð 50 g strengjabaunir 40 g heslihnetur, ristaðar og gróf saxaðar 2 msk. fersk mynta, söxuð 1 msk. hunang 5 msk. eplaedik Aðferð: Hreðkan er rifin niður. Strengjabaunirnar skornar, þær for- soðnar og kældar. Hunangi og ediki er blandað saman. Þessu er síðan öllu blandað saman ásamt hnetum og myntu og látið helst standa í um það bil 30 til 60 mínútur til að það nái bragðinu í sig og mýkist. Dressing fyrir salat 2 skalottlaukar 1 búnt fersk basilíkum 2 appelsínur, afltýddar 30 gferskt engifer, afhýtt og skorið l/4ferskur chíle pipar 1/2 til 1 dl bragðlítil ólífuolía Aðferð: Þetta er allt sett í mat- vinnsluvél og maukað í eina til tvær mínútur. Kryddið með salti og pipar og jafnvel dijon sinnepi. Hýðishrísgrjón 300 g brún hýðisgrjón, lífrænt ræktuð 600 ml vatn 2-3 negulnaglar Aðterð; Hýðisgrjónin eru hreinsuð vel upp úr köldu vatni. Pottur er hit- aður og tveir til þrír negulnaglar settir í og hitaðir. Þá er grjónunum bætt í og hlutfall einn á móti tveimur og þau soðin í 30 til 40 mínútur eða þar til þau eru tilbúin. Saltið eftir smekk. Grænar baunir og maís pottur 250 g ferskar, grænar baunir 250 gfersk maískorn 2 laukar, skornir ífjóra báta hvor 1 stjörnuanis 2 laukfræ 1/2 kanilstöng 1 heill, þurrkaður chílepipar Aðferð: Pottur er hitaður og olía sett í hann. Þá er kryddið sett út í, nema chílepiparinn, og vel brúnað. Næst er chílepiparinn mulinn út í. Lauknum er bætt út í og er hann brúnaður vel. Því næst er maís og baunum bætt saman við. Má ekki brúna. Ef þetta verður viðkvæmt er hægt að bæta við um það bil einum desilítra af vatni. Hrært vel í þar til þetta er orðið vel heitt. Krydd- að með salti og pipar. Þessi réttur er mjög góður því hér er hægt að prufa fleiri útgáfur eða við- bætur, til dæmis nreð því að setja fenniku með lauknum eða endive (jólasalat). Einnig er hægt að setja hvaða kryddjurtir sem er í pottinn og/eða hræra dressingu eða olíu sam- anvið. 36 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.