Vikan


Vikan - 13.07.1999, Page 44

Vikan - 13.07.1999, Page 44
Framhaldssagan HÆTTULEGUR LEIKUR Rusty fékk sér aðra sneið af pizzunni og horfði á Carol sem varla hafði bragðað á matn- um. Finnst þér hún ekki góð? spurði hann. Hún kreisti fram bros. Jú, en ég er bara ekkert svöng. Síminn hringdi og Carol, sem sat við símann, fölnaði upp. Svara þú, sagði hún og spratt á fætur. Ég þarf að fara á klósettið. Hún hlustaði við baðher- bergisdyrnar. Guði sé lof. Hún heyrði að Rusty var að tala við einhvern. Þetta var þá ekki ein dularfulla hring- ingin enn. Þetta var Rae, sagði Rusty þegar hún kom til baka. Hún bað mig að líta við hjá sér í kvöld. Hún er alveg miður sín út af Bobby. Hef- ur þú nokkuð á móti því að ég komi svolítið seint heim í kvöld? Hvers vegna ætti ég að hafa á móti því? Þú þarft ekki alltaf að sitja heima og halda í höndina á mér. Klukkan var hálfníu þegar Rusty hringdi dyrabjöllunni hjá Rae. Þú ert þreytulegur, sagði hún. Hann stundi. Ég er líka þreyttur. Ég kem beint úr vinnunni. Hvers vegna varstu svona lengi? Eigandi hússins vill hafa leikherbergið tilbúið í næstu viku, sagði hann þreytulega. Langar þig í eitthvað að borða? Ég hafði hugsað mér að við færum saman í íbúð- ina hans Bobbys en fyrst getum við fengið okkur eitt- hvað í svanginn. Rusty gretti sig. Húsvörð- urinn verður ekki glaður að sjá okkur. Rae brosti og sýndi hon- um lykil. Ég sótti hann til Söru frænku í dag. Millý Carton stansaði fyrir utan Valley Road númer sautján og leit undrandi á húsið. Hún hafði komið hér áður - í afmælisboð. Með klíkunni. Hún mundi að þau höfðu hagað sér eins og verstu dónar. Þremur korterum seinna var hún orðin óþolinmóð. Hún var ennþá ein með Viktoríu Louise. Satt að segja má ég ekki vera að því að bíða lengur, sagði hún. Það lítur ekki út fyrir að fleiri ætli að mæta, þannig að... Þau hljóta að fara að koma, sagði Viktoría. Við skulum fá okkur annan drykk meðan við bíðum. Millý hristi höfuðið. Ég vil ekki vera leiðinleg, sagði hún, en ég er ekki mikið fyr- ir léttvín. Þú hefðir átt að segja það fyrr! Ég skal koma með eitt- hvað sterkara handa þér. Nei takk. Millý stóð upp. Ég neyðist til þess að fara núna. Leikskólinn minn verður bara að sleppa því að vera með í þetta sinn. Nei, ekki fara. Viktoría spratt á fætur. Leikföngin eru niðri í kjallara. Ef þú vilt getum við farið niður núna og valið það sem þú telur að kæmi sér best fyrir leikskól- ann. En þú sagðir að allir þátt- takendurnir yrðu að ræða málin fyrst, andmælti Millý. Ég get verið sveigjanleg í þetta sinn, sagði Viktoría ákveðin. Ég vil endilega fá þig til þess að taka þátt í könnuninni. Þú lítur út fyrir að vera ákveðin kona. Þar hefur þú rétt fyrir þér. Viktoría opnaði dyrnar að kjallaranum. Farðu á undan, sagði hún. Þú ratar, sagði Millý. Er ekki betra að þú farir á und- an? Það sauð á Viktoríu. Ekk- ert gekk eftir áætlun. Drykkurinn hafði ekki haft tilætluð áhrif og nú þetta. Hún dró djúpt að sér and- ann. Jæja, sagði Millý. Viktoría gekk niður tröppurnar, fram hjá kylf- unni sem hékk á veggnum, en hún gat ekki tekið hana niður án þess að Millý sæi. Hún flýtti sér inn í leikher- bergið. Hvað er eiginlega í gangi? spurði Millý, sem var farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Hér eru engin leikföng. Viktoría greip hamar úr verkfærakassa Rustys. Svo sneri hún sér við og kastaði hamrinum af öllum krafti að Millý. Hvað í ósköpunum... Millý beygði sig niður og hamarinn straukst við höf- uðið á henni. Hún missti jafnvægið og Viktoría réðst á hana. Millý barðist fyrir lífi sínu og sló Viktoríu hvað eftir annað í andlitið. En svo skall hamarinn af öllu afli í höfuðið á henni og hún hneig niður á steingólfið. Carol sat á gólfinu og starði á símann. Hún heyrði í einhverjum frammi á gang- inum. Hún spratt á fætur, skelfingu lostin. Hver er þar? kallaði hún og Rusty leit undrandi á hana. Hvað gengur eiginlega að þér? Þú sagðist ætla að koma heim klukkan tíu, sagði hún kjökrandi. Klukkan er orðin eitt. Hún fór allt í einu að hágráta. En litla systir ... Rusty tók utan um hana. Segðu mér hvað er að. Hún gat ekki þagað leng- ur. Kjökrandi sagði hún honum allt saman. Frá hringingunum, röddinni sem hafði sagt henni að koma sér í burtu og að hún væri viss um að einhver hefði hrint henni viljandi á skautasvellinu. Ég vildi ekki segja það, sagði hún. Ég var svo hrædd um að allir héldu að ég væri orðin eitthvað skrýtin. En ég fann þegar einhver ýtti við mér. Það lítur út fyrir að ein- hver sé að reyna að hræða úr þér vitglóruna, sagði hann þegar hún þagnaði. Og það hefur svo sannarlega tekist. Finnst þér ég þá vera orð- in eitthvað skrýtin? Auðvitað ekki. En það er kominn tími til að gera eitt- 44 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.