Vikan - 13.07.1999, Page 52
margnota dömubindi og
Nýtt á markaðinum;
Dömubindin í bvottavélina
Þvottur á dömubindum er eítthvað sem flestar konur tengja við fortíðina. Kynsystur
okkar í Svíþjóð hafa hlnsvegar tekið upp gamla siðl og eru farnar að skola úr dömu-
blndunum sínum. Margnota dömubindí eru nefnílega ekki bara umhverfisvæn og ódýr,
heldur umfram allt hellsusamleg.
Náttúruvæna dömubindið er
með smellum á vængjunum
Það er sænska fyrirtækið
Ecosoft sem stendur á
bak við framleiðsluna
á hinum margnota dömubind-
um sem selst hafa vel í Sví-
þjóð, Danmörku og Noregi.
Bindin eru til í mismunandi
stærðum og gerðum og með
mismunandi mynstri. Að inn-
an eru bindin fóðruð með
bómullarefni og í botninn er
efni sem ekki hleypir vökva í
gegnum sig. Bindin eru með
smellum á vængjunum sem
mætast undir klofbótinni á
nærbuxunum. Hvert bindi á
að endast í mörg ár og þola
minnst 200 þvotta. Eftir notk-
un eru bindin lögð í bleyti í
kalt vatn áður en þau eru
þvegin á 60°C í þvottavél.
Vökvar blómin með
skolvatninu
Eigandi fyrirtækissins, hin
sænska Jonna Höglund, er
ekki sú fyrsta sem reynir fyrir
sér með framleiðslu á
margnota dömubindum. Ekki
er svo langt síðan að ung kona
á Dalvík hóf sambærilega
framleiðslu sem vakti nokkra
athygli. Með því að nota
margnota dömubindi eru kon-
ur ekki bara að spara mikla
peninga heldur eru bindin
einnig umhverfisvænni. Að
meðaltali fara samanlagt sex
ár af lífi kvenna í blæðingar
svo það er auðvelt að ímynda
sér allt það magn af dömu-
bindum sem lenda á rusla-
haugunum, og hvert bindi
getur legið úti í náttúrunni í
Er þetta framtíð-
in? Bindin eru til
með eða án
mynsturs. Rósa-
mynstrið er tákn
fyrir innri feg-
urð konunnar.
morg
ár áður en
það brotnar niður.
Fyrir utan peningalegu og
umhverfisvænlegu hliðina seg-
ir Höglund að hin margnota
bindi séu einnig hollari fyrir
kvenlíkamann. Dömubindi
nútímans eru mjög þétt og
mörg hver úr einhverju plast-
efni. Þessi bindi geta sogað í
'O
■u
n
0)
c
k
3
•O
c
</>
TJ
C
>
E
cn
o
X
í!
Saga dömubindsins í stuttu máli/Dömubindið í áranna rás
í kringum 1870 var fyrst tæknilega mögulegt að íramleiða döinubindi og voru Þýskaland og England leið-
andi í framleiðslunni. Aukinn áhugi á heilsu og hreinlæti gerði þaö að verkum að þessi nýja vara sá dags-
ins Ijós. Fyrir þennan tima liöfðu konur látið blóðið renna fritt og þórna upp i fötum eða á likamanum,
enda sýndi kona sem hafði á klæðum að hún var frísk. Gras, lauf og húö af dýrum voru einnig notuð til að
safna blóðinu í, síðan fóru konur aö prjóna eða sauma sín eigin dömubindi. Fyrir tíma nærbuxnanna voru
þessi heimalöguðu bindi höfð með lykkju í sitthvorum enda og liengd i sokkabeltin. Á stríðsárunum voru
pappírsbindin fyrir alvöru tekin i notkun á norðurlöndunum. Þau voru lengi vel álitin lúxusvara og voru
eingöngu seld í apótekum. Mjög erfitt var að korna þeim á framfæri þar sem allt sem liafði með undirlifið
að gera var tabúlagt. Þessi bindi voru mjög ólik þeim bindum sem fást í búðunum i dag. Þau voru þykkri
og höfðu grysju utan um sig. Bindin voru fest i nærbuxurnar með nælum eöa þau voru hengd á sérstakt
belti meö krókum sem var selt með bindunum. Á áttunda áratugnum komu fyrst á markaðinn dömubindi
með lími og síðustu tíu árin hafa dömubindin bara oröiö þynnri og þynnri. Túrtappinn hefur liins vegar
ekki gengið í gegnum eins miklar breytingar og dömubindin og hefur vorið nær óbreyttur þau 80 ár sem
hann hofur verið á markaöinum. Þróun á nýjum dömubindum og túrtöppun heldur þó áfram enda telja
framleiðendur aö alltaf sé hægt að bæta vöruna. í Bandaríkjunum eru til dærnis komnir á markaðinn silki-
túrtappar sem eiga aö vera ekstra mjúkir og þægilegir. Draumadömubindiö fyrir flestar konur er þó lík-
lega dömubindi sem ekki bara sýgur upp blóö heldur líka túrverki en spurning er hvenær eöa hvort það
komi nokkurn tímann á markaðinn.
(Ilcimildii:iolknnusi'i i Oslo, Salw\vrksniii)jtm i ,Yorc^i. lurkimmr Kiimu' kjcnn <lin kropp Ocn inorkc koniincnicn)
sig margfalda þyngd sína af
vökva og geta verið hreinasta
gróðrarstía fyrir bakteríur.
Höglund þekkir hinsvegar til
þess að konur sem hafa skipt
yfir í bómullarbindi hafi losn-
að við þrálátar sveppasýking-
ar í móðurlífinu. Hún heldur
því einnig fram að konur missi
mikið tilfinningalega séð við
að henda blóðinu beint í
ruslið. Blæðingar
séu ekki bara
náttúrulegur hluti
af lífi hverrar
konu, heldur líka
góð og sérstök upp-
lifun. Sjálf vökvar
Höglund blómin sín
með vatninu sem
bindin hafa legið í og
segir hún að það sé
mjög góð næring fyrir stofu-
blómin.
Sýkingar af
dömublndum
Kvensjúkdómalæknirinn
Arnar Hauksson staðfestir að
margar konur hafa fengið
óþægindi í húð undan hinum
ýmsu bindum og innleggjum
sem eru á markaðnum.
- Þetta er vandamál sem
hefur komið fram í æ ríkara
mæli á Norðurlöndum. Það er
angi af stærri vanda og rétt er
að benda ungum stúlkum og
konum á að ef ekki er knýj-
andi ástæða til ættu þær að
gæta hófs í notkun innleggja
og binda þegar þær hafa ekki
á klæðum. Á þann hátt draga
þær úr hættu á óþægindum.
Það eru ekki allar konur sem
þola venjuleg dömubindi og