Vikan - 13.07.1999, Side 54
BARIIA RONGUM FORSENDUM
Átján ára dóttir mín kom
að heimsækja mig í gær.
Hún kom til þess að segja
mér aðhún ætti von á
barni. Ég get ekki sagt að
ég hafi eingöngu glaðst
yfir fréttunum. Átján ára
stúlka gerir sér erfitt fyrir
með því að eignast barn
svo ung að árum. En það
er svo sem ekki mikið sem
ég get sagt við hana dótt-
ur mína. Einu sinni stóð ég
sjálf í sömu sporum.
s
g er alin upp í stór-
um systkinahópi.
Heimilislífið var eins
ömurlegt og það mögulega
gat verið. Pabbi drakk mikið
og undantekningarlaust
hvarf hann að heiman í
nokkra daga eftir að hafa
fengið launin sín greidd. Pað
var útilokað fyrir mömmu
að fara út á vinnumarkaðinn
frá stórum barnahópi
þannig að oft var þröngt í
búi og lítið um mat á borð-
um. Ég hef oft, eftir að ég
sjálf varð fullorðin, dáðst í
huganum að henni mömmu
minni hvernig henni tókst
að koma okkur öllum
systkinunum til manns.
Líklega var ég við-
kvæmust okkar systkinanna.
Mér varð bókstaflega illt
þegar ég sá pabba illa
drukkinn og rifrildin sem
fylgdu í kjölfarið þegar hann
skilaði sér heim eftir langa
drykkju ollu mér miklu hug-
arangri. Það verður að segj-
ast eins og er að ég á ákaf-
lega erfitt með að grafa upp
góðar endurminningar frá
æskuárum mínum.
Ég var ekki nema sautján
ára þegar ég hitti Arnar.
Hann kom sjálfur úr stórum
systkinahópi, fjölskylda
hans bjó úti á landi og hann
bjó hjá gamalli frænku sinni
meðan hann stundaði nám í
Reykjavík. Fyrr en varði var
ég farin að verja meiri tíma
hjá Arnari en heima hjá mér
og það má segja að herberg-
ið hans hafi orðið mitt ann-
að heimili. Heima hjá gömlu
frænku leið mér vel. Hún
bjó í gömlu timburhúsi, þar
var hreint og snyrtilegt og
friðurinn á heimili hennar
var mér nýlunda. Það var
hægt að ræða við hana um
alla hluti og hún var vön að
segja að hún hefði ekkert á
móti því að við Arnar svæf-
um saman, en við yrðum að
lofa henni því að gæta þess
að ég yrði ekki ófrísk. Það
væri alls ekki tímabært.
En það var einmitt það
sem gerðist. Eftir á að
hyggja held ég að ég hafi
vísvitandi gleymt að taka
pilluna. Ég tengdi saman
barn og betri tilveru. Ég
ímyndaði mér að ef ég eign-
aðist barn með Arnari þá
gætum við búið saman að ei-
lífu, helst heima hjá gömlu
frænku í gamla friðsæla hús-
inu hennar.
Ég get ekki sagt að hún
móðir mín hafi tekið frétt-
unum um tilvonandi barna-
barn af mikilli gleði.
Mamma hafði alltaf lagt
mikla áherslu á það að við
systkinin menntuðum okkur,
að við yrðum sjálfstæðir ein-
staklingar sem ættu betra líf
í vændum en hún hafði átt.
Hún var hrædd um að barn-
ið yrði til þess að ég hætti í
menntaskólanum. Hlutir
eins og nám og framtíð
höfðu ekki verið til í mínum
huga þegar ég ákvað að
verða ófrísk. Ekkert skipti
mig máli á þeirri stundu
annað en að hafa réttmæta
ástæðu til þess að flytja end-
anlega frá fjölskyldu minni.
Ég átti eftir að komast að
því að mamma var ekki sú
eina sem gladdist ekki yfir
fréttunum um tilvonandi af-
kvæmi. Ég hafði aldrei hitt
foreldra Arnars en nú gerð-
um við okkur ferð til þeirra
út á land. Þar mætti mér
annað viðmót en hjá gömlu
frænku. Foreldrar hans voru
af allt öðru sauðahúsi.
Mamma hans er af „gamalli
fjölskyldu“ úr höfuðborg-
inni og telur sig þeirra hluta
vegna svolítið hátt yfir
marga hafin þó að sjálf hafi
hún lítið unnið sér til ágætis.
Pabbi hans gegndi ábyrgðar-
stöðu í plássinu og það verð-
ur að segjast eins og er að
þessi ágætu hjón eru talsvert
snobbuð. Þeim þótti ekki
mikið til þessarar drykkju-
mannsdóttur koma og voru
ekki reiðubúin að taka
henni opnum örmum og
bjóða hana velkomna í fjöl-
skylduna. Móttökur þeirra
urðu ekki til að auka sjálfs-
mat mitt, sem fyrir hafði
ekki verið upp á marga
fiska. Það var kannski kald-
hæðni örlaganna að foreldr-
ar Arnars drukku bæði tals-
vert mikið, en þeim þótti
drykkja sín greinilega á öðr-
um forsendum en drykkja
pabba míns. Drykkja þeirra
var falin inni á ríkmannlega
búnu heimili og hún bitnaði
ekki á afkomu fjölskyldunn-
ar.
Það voru farnar að renna
á mig tvær grímur og ég
hlakkaði ekki eins mikið til
að eignast barnið. Þar við
bættist að ég var veik meiri
hluta meðgöngutímans og
því miður hafði hún mamma
mín rétt fyrir sér. Það bitn-
aði á náminu að vera ófrísk.
Heilu vikunar var ég ekki
fær um að mæta í skólann og
svo fór að þegar kom að
prófunum um vorið treysti
ég mér ekki til þess að mæta
í eitt einasta þeirra.
Sautján ára unglingar eru
áhrifagjarnir. Ég fann það
eftir heimsóknina heim til
foreldra Arnars að viðmót
hans gangvart mér breyttist.
Það var eins og hann
skammaðist sín svolítið fyrir
mig. Ég gat lítið gert annað
en að halda dauðahaldi í
vonina og trúna á að allt
yrði eins og áður um leið og
barnið fæddist og hann sæi
litla útgáfu af sjálfum sér.
Hvað sjálfa mig varðar
fannst mér ég þroskast og
eldast um mörg ár þessa níu
mánuði meðgöngunnar. Það
undarlega gerðist að ég, sem
alltaf hafði gengið með
veggjum og látið sem minnst
fyrir mér fara, varð sterkari
persónuleiki. Það var ekki
síst henni gömlu frænku að
kenna því hún sýndi mér
aldrei annað en ást og vænt-
umþykju. Við eyddum
mörgum kvöldum saman,
vegna þess að þegar síga tók
54 Vikan