Vikan


Vikan - 13.07.1999, Qupperneq 56

Vikan - 13.07.1999, Qupperneq 56
Texti: Hrund Hauksdóttir Hvað er að góðu gæjunum? Hann er sætur, góður og hugulsamur, en hann er einfaldlega ekki þín týpa. Hvernlg getur þú losnað við hann án þess að særa tilfinningar hans? Flestar konur hafa ein- hverju sinni verið í þeim sporum að virkilega góð- ur og elskulegur maður hafi verið að gera hosur sínar grænar fyrir þeim en þær ekki haft áhuga. „Hann er of góður, of al- mennilegur og of fullkom- inn,“ segjum við í kvört- unartón. Oft á tíðum eru þetta menn sem við konur lítum á fyrst og fremst sem vini okkar, við berum engar rómantískar tilfinn- íngar til þeirra og hryllir við tilhugsuninni um að sofa hjá þeim. Hlutverk þessara karlmanna í lífi okkar kvenna er fólgið i vináttu og gagnkvæmu trausti í líkingu við sam- bönd okkar við bræður eða náfrændur. En hvað tökum við til bragðs ef góður og dygg- ur karlkynsvinur tekur skyndilega upp á því að gefa okkur undir fótinn og kynferðislegur undir- tónn fer að einkenna framkomu hans? Og hvað með alia góðu, prúðu gæjana í kringum okkur sem væru svo tilvalið eig- inmannsefni en við fáum gæsahúð við tiihugsunina um náin samskipti við þá? Síminn hringir látlaust hjá þér á föstudagskvöldi og þú veist að það er hann. Guði sé lof fyrir númerabirtinn! Þessi „gúddí" gæi, sem þú kynntist í matarboðinu um síð- ustu helgi, hann er búinn að hringja á hverju kvöldi út vik- una. Það voru mistök að gefa honum símanúmerið... En hvað gerir maður ekki þegar svona kurteislega ýtinn, full- kominn maður suðar í þér um að fá að hitta þig aftur af því honum finnst þú frábærasta kona sem hann hefur hitt? Það getur verið erfitt að segja nei, sérstaklega ef þú ert ein af þeim fjölmörgu konum sem ekki vill særa neinn. Afleiðingarnar verða svo meðal annars þær að þú forðast símann, ert með bullandi samviskubit gagnvart þessum ágæta manni og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að losna við hann án þess að valda honum hugarangri. Stóra spurningin hér er: Ertu svona mikil bleyða eða finnur þú til of mikillar samkenndar með fólki? Orsökina er líklegast að finna í því að við þekkjum sjálf- ar þann veruleika að vera hafn- að og ömurlegheitunum sem fylgja því og óskum ekki nokkrum manni þess hlutskipt- is. Ef þú ert almennileg þá sit- urðu uppi með hann. Ef þú kemur hreint fram og segist engan áhuga hafa þá finnst honum þú kvikindisleg. Það er ekki sniðug hugmynd að reyna að losna við hann með því að gefa upp vitlaust síma- númer. Maðurinn verður syngj- andi glaður og hlakkar til að hitta þig aftur, en kemst svo að því að hann hefur verið hafður að fífli. Trúlegt er að karlmenn kjósi heldur að höfnunin sé dul- búin sem saklaus, hvít lygi. En eru það ekki fals og svik líka? Nei, það þarf alls ekki að vera svo. Hver græðir á því að þú segir manni að þér finnist hann óaðlaðandi? Þú vilt sjálf ekki þurfa að segja það og hann vill örugglega ekki heyra það. Hvað vilja menn þá heyra? Þeir geta t.d. mun betur sætt sig við að konan segist eiga kærasta. Það er lögleg afsökun sem lýtur markaðslögmálum til- hugalífsins. En hvernig horfa málin við ef hann veit með vissu að þú ert einhleyp? Þá er mögulegt að skýla sér á bak við það hversu einstaklega upptek- in þú sért þessa dagana og þú hafir engan tíma aflögu fyrir frekara félagslíf. Þú ættir að hafa það fyrir reglu að gefa aldrei upp síma- númerið þitt og ef karlmaður innir þig eftir því þá getur þú Guði sé lof fyrir númerabirtinn! hæglega sagt honum að þú gefir það aldrei upp. Ef hann ætlar ekki að gefa sig stingdu þá upp á því að þú fáir númerið hans, sem þú ætlar auðvitað aldrei að nota! En með því móti heldur hann þó sjálfsvirðingunni og þú losnar á snyrtilegan hátt við frekari samskipti við þennan ljúfling. Flestir karlmenn eru sam- mála um að þeir vilji vita það fyrr en seinna hvort um áhuga sé að ræða af hendi konunnar eða ekki. Þeim finnist betri kostur að fá sannleikann beint í æð, þótt óþægilegt geti verið, heldur en að hlusta á endalaus- ar afsakanir og kurteisishjal í kannski heila tvo mánuði eða svo. Sumir virðast þó alls ekki kveikja á perunni. Stundum læðist að manni sá grunur að þeir vilji ekki kveikja á henni og horfast í augu við sannleik- ann heldur halda áfram að berja hausnum við steininn ...? Góðvildin drýpur af honum Margar konur velta fyrir sér hvers vegna þær geti aldrei fall- ið flatar fyrir góðum gæjum og forðist þá eins og heitan eldinn þegar þeir verða á vegi þeirra. Hvað gerir góða og umhyggju- sama menn svona fráhrindandi í augum margra kvenna? Ætli það sé ekki sú staða sem þeir þröngva konum í með blíðri og tillitssamri framkomu sinni, samúð og skilningi? Það er nefnilega oft svo erfitt og þrúg- andi að vera maður sjálfur í samneyti við menn sem góð- vildin drýpur af. Þá setur maður sig ósjálfrátt í stellingar stilltu og góðu stúlkunnar, svona til að vera í takt við hann. Þér finnst þú neyðast til að vera yfirveguð og formföst en sleppir allri kaldhæðni, kímni og kostuleg- um slúðursögum. Ósjálfrátt rit- skoðar þú sjálfa þig sem per- sónu og þvingar þig til að aðlag- ast prúðmannlegum háttum góða gæjans. Þú ert ekki þú sjálf í nærveru hans og þar ligg- ur einmitt hundurinn grafinn; það er þvingandi tilfinning sem engum er holl. 56 Vlkan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.