Vikan


Vikan - 13.07.1999, Page 62

Vikan - 13.07.1999, Page 62
... KOKuniiTum sem er upplagt aö nota til að setja yfir sætabrauðiö eða ostabakkann þeg- ar setið er úti á verönd á fallegum sumardegi. Hlíf- in ver kræsingarnar fyrir óboðnum gestum eins og hvimleiðum flugum sem vilja oft sækja í mat sem er á boðstólum úti undir beru lofti. Bráðnauðsyn- legur gripur fyrir sumarbústaðinn. Þessi smekk- lega kökuhlíf fæst hjá blómaversluninni Irpu sem er í Engihjalla 8 í Kópavogi. ... Austin Powers! Þessi viðkunnanlegi og skemmtilega hallærislegi spæjari hefur heillað kvikmyndagesti upp úr skónum og er hér kominn fram á sjónarsviðið á ný í kvikmyndinni Njósnarinn sem negldi mig. Hér er gert stólpagrín að kvikmyndum í anda James Bond. Myndin gerist á hippatím- anum og búningarnir og tónlistin bera þess greinilega merki. Mike Myers er án nokkurs vafa fyndnasti og mest sjarmerandi grínleikarinn í dag. ... ilmkertum og reykelsum . Góður ilmur í híbýlum okkar skapar góða tilfinningu og sérstakt andrúmsloft. Það er engin regla til um að kertaljós skuli einungis nota á kvöldin eða í rökkri. Ljós frá kertum hefur róandi áhrif auk þess sem það gefur umhverfinu falleg- an blæ. Ilmkerti er tilvalið að hafa inni á baði eða í eld- húsinu. Fjöldinn alluraf mis- munandi ilmi er um að velja í reykelsum og kertum. Reykelsi er smekklegt að nota sem skreytingar utan á pakka eða hengja þau til skrauts með blómvöndum. Munið að bera virðingu fyrir eldinum og skiljið aldrei viö opinn eld. ... VlOey, hinumsannkallaðasögustaðviðsund- in blá. Eyjan er vel gróin og fuglalífið þar er fjölbreytt. Viðeyjarstofa, sem stendur enn í upprunalegri mynd, var byggð sem embættisbústaður Skúla Magnússon- ar landfógeta og er elsta steinhús á Islandi. í dag er rekinn veitingastaður í hinum gömlu og virðulegu húsakynnum Viðeyjarstofu sem nýtur mikilla vinsælda og því þarf að panta þar með fyrirvara. Viðeyjargestir geta farið í fjölbreyttar gönguferðir, tekið hesta á leigu og skoðað rústir þorpsins á Sundbakka. Einnig er spennandi að skoða hellisskútann Paradís, felustað elskenda. Bátsferðir í Viðey eru úr Sundahöfn og sím- inn í bátnum er: 852-0099. Hafið í huga að vel heppnuð Viðeyjarför krefst hlýs klæðnaðar því það er alltaf svalara við sjóinn. Gaman er að hafa með sjón- auka og handbækur um plöntur og fugla til að átta sig betur á tegundum í lífríkinu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.