Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 23

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 23
núna stóðu þar stór og mikil tré innan um blóm og runna í öllum mögulegum litum. Okkur var hugsað til trjáhríslnanna í plast- flöskunum heima sem tekur oftar en ekki mörg ár að ná hæð einnar kókflösku og gátum ekki annað en brosað. Aftast í garðinum voru tvö hús. Elizabeth sagði okkur að þau yrðu notuð fyrir þjónustufólkið, verðina og garðyrkjumennina. Enga strákofa hér. Æuintýrahastalinn Inn í kastalann héldum við og gengum herbergi úr herbergi. Réttara væri að segjasalúrsal. Okkurfannst um það bil nóg komið þegar við sáum að svefnherbergi húsráðenda var stærra að flatarmáli en hús kærasta míns á Njálsgötunni. Meira að segja baðherbergi yngsta barnsins var stærra en stofan í umræddu húsi á Njáls- götunni. Við héldum að hökur okkar gætu ekki sigið lengra en niður á bringu en skj átlaðist. Þegar við gengum niður þykka handskorna viðarstigann í stofuna seig hakan niður á tær. Allur stofuveggurinn leit út eins og risastór foss og frá lofti niður á gólf rann vatn innan um fallega steina. Ljós á veggnum og í loftinu vörpuðu ævintýralegri birtu á allt saman. Okkur setti hljóð. Eftir nokkra stund spurðum við Elizabeth hvernig hún hefði eiginlega efni á þessu? Vel rekið fyrirtæki, var svarið. Okkur grunaði reyndar að eitthvað af auðæfunum hlyti að vera arfur, sérstaklega eftir að við höfðum spurt hana fyrr um daginn hvort hún gæti borið vatnsbrúsa á höfðinu án þess að styðja við með höndunum. Hún hafði hrist höfuðið og svarað að hún hefði ekki verið alin upp við það, hefði ekki þurft að bera hluti. Hún benti okkur á að húsið myndi kosta mörgum sinnum meira á íslandi því hér væri efniviðurinn afar ódýr. Við spurðum hversu mikið smiðirnir fengju í laun og svelgdist á þegar við heyrðum svarið; andvirði 5000 íslenskra króna á mánuði. 5000 kr.?!! okkur á góðan stað og ná í okkureftirá. Viðættumbara að láta setja matinn á reikninginn hennar. Stuttu seinna sátum við við dúklagt borð, borðuðum dýrindis steikur og drukkum rauðvín. þurfti það samt ekki að þýða að þau upplifðu sjálf sig sem slík. Hví skyldi það flokkast sem fátækt að eiga eigin strákofa og kú sem mjólkaði vel? Að við tölum nú ekki um að eiga hóp af börnum? í Hvurslags þrælahald!! Þegar Elizabeth leit á okkur skrýtnu augnaráði rönkuðum við hins vegar við okkur. Minnug þess sem okkur hafði verið sagt fyrr um daginn um 15.000 kr. meðalárslaun íbúa landsins urðum við að viðurkenna að 5000 kr. mánaðarlaun væru mjög góð. Þegar við komum út um aðaldyrnar á húsinu blöstu við okkur strákofarnir í hlíðinni á móti. Á vappi fyrir utan þá voru ungar konur að elda mat yfir opnum eldi. Okkur sýndust þær hræra í einhvers konar graut. Ekki ólíklegt þar sem aðalfæða þjóðarinnar eru brauð og mjölgrautar. Elizabeth opnaði fyrir okkur dyrnar á BMW-inum og sagði að núna ætlaði hún að bjóða okkur út að borða. Hún væri reyndar að fara í kokkteil og kæmist ekki með en ætlaði að skutla í gegnum huga okkar flugu myndir af berfættu fólki, konum með börn á bakinu, strákofum og matargerð yfir eldi. Athyglisvert að allir voru brosandi. Hausuerkur og djúpar hugleiðingar Um kvöldið, þegar við höfðum kvatt gestgjafa okkar og þakkað henni fyrir, hugleiddum við atburði dagsins. Við höfðum séð með berum augum gífurlegan mun á lífsháttum fólks í sama landinu. Lífsháttum ríkra og fátækra. Tvö einföld orð sem voru ef til vill ekki jafn einföld og þau litu út fyrir að vera! Við gerðumst heimspekileg, sáum í hendi okkar að það sem einum fyndist fátækt gæti öðrum fundist ríkt. Þó að margir þeir sem við höfðum séð fyrr um daginn teldust fátækir á okkar mælikvarða huga okkar glumdu fræg ummæli afa Jóns Odds og Jóns Bjarna úr samnefndri bók um hversu ríkur hann væri að eiga þá stráka. Við sáum að það var líka hægt að snúa þessu á hinn veginn. Elizabeth, til dæmis, fannst hún sjálf eflaust vera fátæk miðað við milljarða- mæringinn Bill Gates. Og hvað ef hún kæmi til íslands? Hvar ætli tekjur hennar í Zambíu stæðu miðað við meðaltekjur íslendinga? Við vorum komin í hring og farið að örla á hausverk. Stuttu seinna slitum við um- ræðunum en horfðum óneitanlega á það sem eftir kom nokkuð öðrum augum. Og hvort sem við erum rík eða fátæk þá er eitt víst að við munum seint gleyma deginum sem við hittum Elizabeth!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.