Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 44
essi nýjasta yfir- lýsing kom eins og köld vatns- gusa. Hún spratt á fætur, náföl og skjálfandi. „Ó, nei, byrjaðu nú ekki aft- ur... eina mínútuna trúi ég því að það sé allt í lagi með þig og þá næstu segir þú eitthvað svo fáránlegt sem sannfærir mig um að þú hljótir að vera brjálaður! Eg kæri mig ekki um heyra meira. Komdu, ég skal hjálpa þér að taka af borðinu og hita kaffi. Síðan ætla ég að fara að sofa." Nei, Annie," sagði hann biðjandi. „Ég fer með þig til Parísar á morgun, eins og ég er margoft búinn að segja þér, og tíminn er að hlaupa frá okkur. Þú verður að hlusta á mig!" Hann greip um handlegg- inn á henni og horfði djúpt í augun á henni. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, ég get vel skilið að þú haldir að ég sé ekki með öllum mjalla, en ég fullvissa þig um að ég er ekki brjálaður. Það er ekki víst að þú trúir mér en þú skil- ur mig til vill betur ef þú leyf- ir mér að segja þér alla sög- una." Hún hnyklaði brýnnar. Hún var búin að fá meira en nóg. Hún vildi ekki heyra meira. Satt að segja var hún dauð- hrædd, aðallega við eigin til- finningar. Hún hafði reynt að finna skynsamlega skýringu á minningabrotunum, draumunum og tilfinningunni að hún hefði einhvern tíma hitt hann áður. En hvernig sem hún reyndi að sannfæra sjálfa sig var hún óörugg innst inni. Hvað ef þetta væri nú allt satt og rétt? Að þau hefðu hist áður og hún gæti einfaldlega ekki munað það. Kannski var það hún sem var brjáluð en ekki hann. En þessi síðasta yfirlýsing var nóg til þess að koma henni niður á jörðina. Áður hafði hann gefið ýmislegt í skyn og komið með dularfullar at- hugasemdir. En þessi yfirlýs- ing sannfærði hana um að hann væri geðveikur. Það kom ekkert annað til greina. Hún hafði kynnst fólki sem þóttist geta munað eftir fyrra lífi og Annie var ekki tilbúin til þess að skipta um skoðun. „Ég hafði mikið fyrir því að finna leið til þess haf a þig út af fyrir mig og segja þér allt af létta," sagði hann alvarlegur. „Annie, gerðu það fyrir mig aðsetjastniðurísmástund. Eg ætla að hita handa okkur kaffi og síðan ætla ég að segja þér alla söguna." Hún virti hann fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að hér eftir yrði hún líklega ekki í rónni fyrr en hún hafði heyrt alla söguna. Hún kinkaði kolli. „Gott og vel, ég skal hlusta. Ég hlýt að vera jafnvitlaus og þú." Hann hló. „Þú ert að deyja úr forvitni, viðurkenndu bara að þig langi að vita hvernig sagan endar." „Gott og vel, ég viðurkenni það. En ég get ekki lofað því að ég komi til með að trúa orði sem þú segir. Ég viður- kenni aftur á móti fúslega að þú ert góður sögumaður." Hún settist niður meðan hann hitaði kaffið og virti hann fyrir sér í laumi. Hún þreyttist einfaldlega ekki á því að horfa á hann. Það að horfa á hann varð til þess að líkami hennar stóð í logum. Hugur- inn leitaði aftur til þess sem hafði gerst í skóginum. Það var ótrúlegt að hún hefði að- eins þekkt þennan mann í nokkrar klukkustundir. Hún trúði því einfaldlega ekki að þessi bláókunnugi maður, sem hafði rænt henni og hélt henni fanginni, gæti haft þessi áhrif á hana. Það stangaðist á við hugmyndirnar sem hún hafði hingað til haft um sjálfa sig. Kaffið var tilbúið. Marc setti bolla, undirskálar, teskeiðar, púðursykur, mjólk og piparmyntusúkkulaði á bakka. „Þú ert ekki ennþá búinn að segja mér hvað þú gerir," sagði Annie og roðnaði und- an augnaráði hans. Hann átti ekkert með að vera svona kynþokkafullur. Hún vildi óska að hún hefði hitt hann undir öðrum kring- umstæðum, að hann hefði ekki svona truflandi áhrif á hana og væri ekki svona ólík- ur öllum öðrum mönnum sem hún hafði hitt. Það yrði ekki auðvelt að gleyma honum. „Ég segi þér það seinna," sagði hann og lét kaffikönn- una á borðið. „Eigum við að drekka kaffið hérna eða inni í stofu?" „Er sagan löng?" „Ég er ansi hræddur um það," sagði hann þurrlega. „Þá ættum við kannski að færa okkur í þægilegri sæti." „Marc lét kertin á bakkann og sagði: „Ég er búinn að kveikja upp í arninum í stof- unni, það er hlýtt og notalegt þar." Annie fór á eftir honum inn í stofuna sem hún hafði fyrr en daginn séð móta fyrir í daufri birtunni frá morgunsólinni. Nú köstuðu logarnir frá arin- eldinum gylltum bjarma á veggina. Annie settist við ar- ininn og hélt höndunum yfir loganum. Marc lagði kertin á stofuborðið og hellti í bollana þeirra. „Mjólk?" „Nei takk." „Sykur?" „Nei takk." Hann rétti henni bolla, full- an af sterku, svörtu kaffi. „Takk. Eftir lyktinni að dæma er þetta mjög gott kaffi." „Fáðu þér súkkulaði." „Takk. Hún nartaði í súkkulaðið og horfði í eldinn. Marc settist í stóran hæg- indastól. „Ég sakna þess oft að hafa ekki arineld. Það er ekkert eins afslappandi og að sitja fyrir framan lifandi eld. Ertu ekki sammála því?" spurði Annie dreymandi. „Jú, en eldur getur líka ver- ið skelfilegur. Það er líklega ekkert eins hræðilegt og skóg- areldar," sagði Marc og hrukkaði ennið. „Þeir kvikna oft á sumri í Jura og geta á svipstundu eyðilagt allan gróður á stóru svæði. Eldur- inn verður oft óviðráðanlegur og mennirnir standa varnar- lausir gegn slíkum öflum. Rauðar eldtungurnar æða áfram og gleypa allt sem á vegi þeirra verður. Það er á vissan hátt hægt að líkja sam- an skógareldum og styrjöld- um. Hvorutveggja hefur í för með sér eyðileggingu og í báð- um tilfellum fer allt úr bönd- unum. Styrjaldir taka völdin af fólki og fær það til þess að gera skelfilega hluti. Oft er freistingin mikil að hlaupa frá því öllu en það er ekki hægt án þess að bregðast þeim sem manni þykir vænt um." „Hefur þú barist við skóg- areld?" spurði hún. Hún vildi halda umræðunum á hlutlaus- um um nótum í lengstu lög. „Já, einu sinni, þegar ég var um tvítugt. Eldur braust út þegar ég var staddur hjá for- eldrum mínum í Jura. Nokkr- ir unglingar höfðu verið að grilla í skógarjaðrinum, lítill neisti hrökk úr eldinum í þurrt grasið og allt í einu varð ekki við neitt ráðið. Allir þorpsbú- ar tóku þátt í því að reyna að slökkva eldinn. Vindáttin var þannig að eldurinn stefndi á þorpið. Á tímabili héldum við að við myndum missa allt sem við áttum. Sem betur fer lægði vindinn og klukkutíma seinna var búið að ráða niðurlögum Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.