Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 57

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 57
konu hans. Æska hennar var hamingjurík og hún þótti vera falleg og eðlileg á allan hátt en nokkuð feimin. Þrátt fyrir að hafa alist upp við ríkidæmi blandaði hún geði við alla. Hún þótti frá upphafi vera sterkur persónuleiki og með eindæmum skyldurækin. Það tók Albert þrjú ár að sann- færa hana um að giftast sér. Hana langaði ekki að verða meðlimur bresku konungs- fjölskyldunnar, með öllu því ófrelsi sem því fylgir, og hafn- aði hún bónorði hans tvisvar. Loksins tókst honum að fá hana upp að altarinu og hef- ur hann alla tíð verið talinn lánsamur að hafa eignast slík- an kvenkost sem hana. Elísa- bet kallaði mann sinn alltaf Berta og hjálpaði honum við að yfirstíga sjúklega feimni. Hún varð til þess að sjálfs- traust hans jókst og stam hans minnkaði þegar hún sendi hann til talkennara. Þegar eldri bróðir Alberts, Játvarður VIII, afsalaði sér konungdómi þann 10. desem- ber 1936, eftir aðeins 327 daga valdatíma, varð Berti konungur og tók sér nafnið Georg VI. Litla hertogaynjan hans varð Elísabet drottning. Hún fyrirgaf mági sínum aldrei að hafa afsalað sér krúnunni til að kvænast hinni tvífráskildu Wallis Simpson því Elísabetu langaði ekki til að verða drottning. Konung- urinn fyrrverandi f ékk titilinn hertoginn af Windsor og Wallis varð þá hertogaynjan af Windsor. Þrátt fyrir það kallaði Elísabet hana aldrei annað en „þessa konu". Nýja drottningin endur- vakti tiltrú almennings á kon- ungdæminu. Hún var ákveð- in í að færa það nær almenn- ingi. Hún veitti fjölmiðlum aðgang að fjölskyldulífi þeirra og bauð ljósmyndurum að mynda þau hjónin ásamt dætrum þeirra, prinsessunum Elísabetu og Margréti. „Börnin fara huergi!" Konungsfjölskyldan varð líkast til einna vinsælust á stríðsárunum þegar Elísabet drottning var spurð hvort ekki væri best að senda ríkis- Húrra, ég fæ líka skeyti! Þegar drottingarmóöirin var spurö að því hvaö þaö væri sem hún hlakkaði mesttiláafmælinu sínu svaraði hún: „Að fá heilla- óskaskeyti frá dóttur minni." Drottningin sendir nefnilega öll- um þegnum sínum skeyti þegar þeir ná 100 ára aldrinum, meira að segja hinni stórmerkilegu móðursinni. erfingjann, Elísabetu, og syst- ur hennar, Margréti, til Kanada en börn margra fyrir- manna í Evrópu höfðu verið send úr landi. Svar drottning- ar lifir enn í minningu þjóðar- innar: „Börnin fara ekki án mín, ég fer ekki án konungs og konungurinn, hann fer hvergi." Þarna sýndi hún að konungsfjölskyldan vildi standa við hlið þjóðarinnar í gegnum allt. Elísabet prinsessa og Margrét voru þó sendar til Windsor kastala í öryggisskyni. Önnur setning Elísabetar drottningarmóður hafði sterk áhrif á breskan al- menning en þegar Þjóðverj- ar höfðu sprengt upp hluta Buckinghamhallar sagði hún: „Nú getum við horft framan í Austurbæingana án þess að skammast okkar," en Austur- bær Lundúna fór einna verst út úr sprengjuárásum Þjóð- verja. Þau hjónin vörðu stríðstímanum meðal annars í að heimsækja þá sem höfðu farið illa út úr átökunum. El- ísabet uppörvaði þegna sína svo mikið að Hitler kallaði hana hættulegustu konu Evr- ópu. Hugrekki hennar hjálp- aði við að halda kónginum og þegnunum saman. Þeir voru sem eitt. Þegar Berti hennar, Georg VI, lést úr lungnakrabba- meini árið 1952 sagði drottn- ing hann hafa látist langt um aldur fram vegna vinnutengd- ar streitu. Hún bauð ekki eldri bróður hans, hertogan- um af Windsor, að koma í erfisdrykkj- una (hádegisverðar- boð fyrir þá allra nánustu). Hún kenndi afsögn hans um ótímabæran dauða manns síns. Hún dró sig í hlé í nokkra mánuði og varð bitur og þung- lynd. Þegar dóttir hennar, Elísabet II, var krýnd sem drottning, nokkrum mánuðum síðar, hafði hún náð sér að fullu. Titill hennar varð Elísabet drottning, drottn- ingarmóðir. Fólk hafði mikla samúð með henni en aðrir vorkenndu dóttur hennar sem varð drottning aðeins 24 ára að aldri og sögðu að ævi hennar væri í raun lokið og hennar biði opinber þjónusta það sem eftir væri. Hún og Fil- ippus, eiginmaður hennar, höfðu nýlega endurinnréttað heimili sitt í Clarence House í Lundúnum en þau höfðu fengið fjármagn frá ríkinu til að búa húsið nútímahitalögn- um og öðrum þægindum. Þær mæðgur skiptu um heimili við andlát konungs og Elísabet II Hún skilur allt! Drottningarmóðirin nær afar vel til almennings. Hún hefur oft heimsótt sjúkrahús og aðrar stofnanir og hughreystir þar veika og þjáða. Hún notar alltaf sömu orðin til huggunar og taut- ar: „Ég skil, ég skil," á meðan hún strýkur handlegg einhvers sjúklingsins blíðlega. Þetta virk- ar alveg ótrúlega vel á fólk því það veit að sú gamla hefur upp- lifað sitt af hverju sjálf. gat hafið nýja baráttu fyrir fjármögnun til að koma upp nútímaþægindum í Bucking- ham höll. Fyrir nokkrum árum var sagt að breska konungsfjöl- skyldan kostaði Breta meira > 1 # - Elísabet drottningarmóðir, 25 ára gömul, grunlaus um að hún yrði drottning Breta eftir 11 ár. en allar konungsfjölskyldur í Evrópu kostuðu til samans. Þess má reyndar geta að þess- ir peningar koma í stórum stíl til baka til ríkisins, meðal annars með ferðamönnum. Dauðinn undirbúinn Fyrir mörgum, mörgum árum festu stjórnendur breskra sjónvarpsfréttastofa kaup á svörtum hálsbindum. Þau átti að setja upp þegar til- kynnt yrði lát drottningar- móðurinnar. Einnig er löngu búið að taka saman æviágrip hennar til að birta sjónvarps- áhorfendum við sama tæki- færi. Sú gamla tórir enn og bindin áðurnefndu komu að góðum notum þegar Díana prinsessa lést í bílslysi fyrir þremur árum. Drottningar- móðirin heimsótti nýlega Westminster Abbey til að at- huga hvernig gengi að undir- búa útför hennar. Þegar henni voru sýnd kertin sem á að brenna á altarinu við kistu hennar sagði hún: „Mér finn- ast þessi kerti ekki falleg, er ykkur sama þótt ég komi með mín eigin?" Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.