Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 50

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 50
 Rómantík frá Ralph Lauren Hvenær lokaðir þú þig síðast af og leyfð- ir líkamanum og huganum að njóta verð- skuldaðrar hvfldar? Ef það er orðið langt síðan, af hverju ekki að dekra við sjálf- an sig og njóta nýju Romance baðlínunn- ar frá Ralph Lauren? Til að tryggja að allt fari á þann veg sem þú vilt, byrjaðu þá á að lækka í símsvaranum og biddu eigin- manninn að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan þú lokar þig af í a.m.k. hálftíma. Kveiktu á ilmkertum á baðherberginu, veldu mýksta og stærsta handklæðið þitt og góða hlýja baðsloppinn. Ef þess er ein- hver kostur taktu þá uppáhaldstónlistina þína með þér inn á baðherbergið. Tæmdu hugann og hugsaðu alls ekki um það sem bíður þín. Vinnan, þvotturinn, þrifin og börnin geta beðið, þú ert of mikilvæg til að gleymast í dagsins önn. Það er ekki sjálfselska að rækta sjálfan sig heldur nauðsyn og mundu að því betur sem þér líður því meira gefur þú af þér. Fylltu nú baðið og bættu nokkrum dropum af Rom- ance baðolíunni í vatnið og andaðu að þér yndislegum ilminum. Taktu eftir hvað olían gerir húðina mjúka. Slakaðu vel á og ekki flýta þér að þvo þér. Helltu Romance bað og sturtugeli í lófann og berðu vel á allan líkamann eða strjúktu hann með þvottastykki. Hlaupið skol- ast auðveldlega af en skilur húðina eftir mjúka, hlýja, tandurhreina og angandi. Það mun koma öllum á óvart hve róandi og slakandi það er að láta eftir sér hálftíma sem þennan og það skilar sér í aukinni vellíðan í marga daga á eftir. Saklaus engill, nýi ilmurinn frá Thierry Mugler, kemur í himinbláu úða- glasi og minnir litasamsetning þess á léttar skýjaslæður á heiðum himni. Angel Innocent var þróað með ímynd Pólstjömunnar í huga og er hún á lokinu umlukin geislabaug úr silfri. Þetta er til að undirstrika ferskleika og hlýja viðkvæmni ilmsins. Angel ilmurinn frá Thierry Mugler var djörf sköpun sem ávann sér miklar vinsældir um allan heim og Angel Innocent er ný túlkun þeim ilmi. Angel Innocent er besti og viðkvæm- asti hluti Angel ilmsins sem aðdáendur geta látið sig dreyma um að bera aðeins á sig við sérstök tækifæri þegar áhugi vaknar á því að draga upp mynd af sjálfum sér sem saklausum engli. En Angel Innocent er hrekkjóttur engill, gáskafullur en um leið fullur af viðkvæmni og unaði. Ilmurinn spilar á fjarstætt kveneðli, blíður en voldugur og í senn sak- laus og holdlegur, engilfagur og djöfullegur. Angan af andstæðum sem sannarlega undirstrikar óviðjafnanleg- an persónuleika og ljær honum glæsilega og austræna hlýju líkt og töfrandi kvenverur úr Þúsund og einni nótt hafa til að bera. Angel Inn- ocent er blanda af bergamot, helional og mandarínum sem gefa hreinleika og ferskleika, hun- ang, sólber, passíuávöxt- ur og ber klungur- ^. jurta bæta við mildri glað- værð sem und- irstrikuð er enn frekar með léttleika sykur- möndlunnar og krafti am- ber musk olí- unnar. Angel Innocent er nýr gáskafullur stfll innblásinn af ógleyman- legum þokka Angel ilm- vatnsins. ¦J000" Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.