Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 39
Trúin skipaði sömuleiðis vegleg-
an sess í lífi fjölskyldunnar.
Rockefeller var meðlimur í
bandarísku baptistakirkjunni og
til allrar lukku fyrir hann setja
kennisetningar þeirrar kirkju sig
ekkert upp á móti óhóflegri auð-
söfnun heldur þvert á móti.
Baptistar eiga rætur að rekja til
púritana og þeir litu svo á að
sparsemi væri dyggð og sömu-
leiðis hæfileikar til að afla fjár.
Rockefeller trúði því að hann
væri einn af krists- og kross-
mönnum guðs og að trú hans
væri það sem gerði hann að mikl-
um manni. Með auðsöfnun taldi
hann sig þjóna guði. „Ég trúi því
að geta til að afla fjár sé gjöf frá
guði sem mönnum ber að rækta
og nýta til góðs fyrir allt mann-
kynið,“ sagði hann einhverju
sinni.
Kraðak og glundroði í
olíuiðnaði
skref yrði öllum til góðs. Það er
ekki að efa að hann trúði þessu
raunverulega en gróðafíkn hans
hefur þó vafalaust átt sinn þátt í
að hann hóf þessa baráttu.
Rockefeller keypti Standard Oil
fyrirtækið í Ohio og hófst handa
við að koma skipulagi á glund-
roðann gegnum það. Árið 1870
hafði Standard Oil keypt nánast
alla keppinauta sína á olíuhreins-
unarmarkaðnum í Cleveland.
um sigrinum. Sannað
hefur verið að sum þeirra bragða
sem fyrirtækið beitti vörðuðu við
lög, þeirra í meðal sú venja þeirra
að múta stjórnmála- og embætt-
ismönnum, eins seldi það vöru
sína á kostnaðarverði jafn lengi
og keppinautur þreifst í nágrenn-
inu en þegar hann hafði gefist
upp snarhækkuðu vörurnar. En
einnig hafði það á að skipa fyrsta
flokks starfsfólki, var einstaklega
vel skipulagt og hagrænt rekið.
Þetta sambland siðleysis og hag-
kvæmni gerði Standard Oil að
óvinnandi vígi.
En margir Bandaríkjamenn
óttuðust þennan risa á markaðn-
um og töldu hann jafnvel ógna
lýðræðinu. Óánægja manna fór
vaxandi og árið 1906 hóf dóms-
málaráðuneyti Theodores
Roosevelts forseta málsókn gegn
fyrirtækinu sem það vann árið
1911. Einkafyrirtæki Rockefell-
ers var skipt upp í 34 minni fyr-
irtæki. Hann virtist taka ósigrin-
um með stakri ró en margir töldu
líklegt að hann hafi orðið fyrir
áfalli. En Rockefeller var ekki
bara samviskulaus
kaupsýslumaður heldur gaf hann
ótrúlegar fjárhæðir til mannúðar-
mála. Presturinn, vinur hans,
hafði ráðlagt honum að gefa fé
sitt viturlega og mest gaf hann til
rannsókna á sviði læknavísinda
og til menntunarmála. Meðal
margra sem notið hafa styrkja úr
sjóðum Rockefellers eða mennt-
unar í skólum sem hann stofnaði
eru nóbelsverðlaunahafar í ýms-
um vísindagreinum. Hann hafði
einnig mikla samúð með þel-
þökkum Bandaríkjamönnum og
gaf af miklu örlæti fé til skóla
þeirra.
Cettie, kona Rockefellers, dó
árð 1915 þá 75 ára. Sjálfur var
hann við hestaheilsu og stund-
aði golf og holla útivist á 3000
hektara landareign sinni í
Pocantico Hills nálægt New
York. „Ég veit að margir telja
mig hafa gert mikinn skaða en
ég hef líka gert margt mjög gott
og ég vildi gjarnan verða hund-
rað ára,“ sagði hann á níræðisaf-
mælinu sínu. Hann dó árið 1937
þá 97 ára gamall.
Skopteiknarar dagblað-
anna voru yfir sig hrifnir
af Rockefeller seni fyrir-
niynd, enda lá liann oft-
ast vel við liöggi.
Olíuiðnaðurinn var á upphafs-
árum sínum óskipulagt kraðak
þeirra sem dældu upp olíunni,
þeirra sem hreinsuðu hana,
þeirra sem framleiddu úr henni
eldsneyti, þeirra sem seldu hana
og þeirra sem fluttu hana. Sam-
keppnin var miskunnarlaus á öll-
um stigum og enginn hikaði við
að ganga milli bols og höfuðs á
keppinaut sínum. Rockefeller
þoldi ekki þennan glundroða,
sennilega hefur það strítt gegn
skipulagsgáfu hans að horfa á
jafn ruglingslegan iðnað. Til að
koma reglu á hlutina varð að
hans mati að minnka samkeppn-
ina og sjá til þess að á öllum stig-
um ríkti hámarkshagkvæmni
með því að aflað yrði einkaleyfa
á rekstri hvers stigs fyrir sig.
Honum tókst auðveldlega að
sannfæra sjálfan sig um að slíkt
Sumir eigendur hreinsiverk-
smiðjanna höfðu litla löngun til
að selja í fyrstu en létu til leiðast
þegar Rockefeller og samstarfs-
menn hans höfðu sannfært þá um
að Standard Oil væri í lófa lagið
að koma þeim í gjaldþrot ef þeir
þjóskuðust við og héldu áfram að
reyna sig við ris-
ann.
Eftir því sem
Standard Oil óx
fiskur um hrygg
gat fyrirtækið
leyft sér ósiðlegri
vinnubrögð og yf-
irgangurinn varð
meiri með hverj-
Vikan
39