Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 47
Þórunn Stefánsdóttir pjddi
hana til þess að koma upp um
félaga sína. Ég gat ekki látið
það gerast. Hún vildi ekki yf-
irgefa mig en hún var hrædd,
ekki sín vegna heldur vegna
félaga sinna. Hún var hrædd
um að hún myndi ekki þola
pyntingar þótt hún væri mjög
hugrökk kona. Ég sendi hana
í burtu og hljóp af stað með
eins miklum hávaða og ég gat
til þess að beina athygli her-
mannanna að mér þannig að
hún kæmist klakklaust heim í
þorpið. Þjóðverjarnir voru
með hunda og ljóskastara og
ég vissi að það var aðeins tíma-
spursmál hvenær þeir næðu
mér. Ég hefði getað gefið mig
fram en ég vissi að þeir myndu
að öllum líkindum pynta mig
til þess að komast að því hverj-
ir hefðu hjálpað mér. Ég tók
því þann kostinn að hlaupa
þar til þeir skutu mig.“
Annie fann tárin brjótast
fram. Hann sagði svo sann-
færandi frá. Hún vildi ekki
trúa þessari sögu. Það var alls
ekki ólíklegt að breskur flug-
maður hefði verið skotinn til
bana í skóginum nálægt þorp-
inu hans í Frakklandi og ver-
ið grafinn þar og það var lík-
lega satt að Marc væri skírð-
ur eftir honum en hvað af-
ganginn varðaði... hvernig gat
hún trúað honum?
„Þetta er mjög rómantísk
og átakanleg saga,“ sagði hún
kæruleysislega. „Ætlast þú
virkilega til þess að ég trúi
henni?“
Hann svaraði engu en
horfði djúpt í augun á henni.
„Þú hefur greinilega mjög
frjótt ímyndunarafl og ert ef-
laust búinn að sannfæra sjálf-
an þig um að þetta hafi gerst.
Þér hefur aftur á móti ekki
tekist að sannfæra mig.“ Hún
reyndi að sýnast róleg og leit
á klukkuna á arinhillunni.
„Það er orðið framorðið. Ég
er dauðþreytt og er að hugsa
um að fara í háttinn.“
Hún stóð á fætur. Marc
gerði það sama og þau rákust
saman í dyragættinni. Hún
hélt niðri í sér andanum þeg-
ar líkamar þeirra snertust.
„Ekki fara strax, Annie.“
„Ég verð að fara að sofa,
Marc! Þetta hefur verið lang-
ur dagur og ég er alveg búin
að vera.“
„Þú verður að trúa mér,“
sagði hann lágri röddu. „Tím-
inn er að hlaupa frá okkur.
Viltu ekki að minnta kosti
velta þessu fyrir þér? Ég hef
fylgst með þér í allan dag og
ég er viss um það að þú ert far-
in að muna eitthvað. Þú mátt
ekki streitast á móti því. Þú
verður að opna huga þinn ..."
„Mig langar ekki að enda
jafnveik á geði og þú!“
Hún ýtti honum frá dyrun-
um. Marc elti hana, greip í
öxlina á henni og togaði hana
að sér. Hún stóð sem negld í
örmum hans og sneri í hann
baki.
„Slepptu mér, Marc!“ sagði
hún biðjandi en hann herti
takið.
Líkami hans var eins og
traustur veggur sem gott var
að halla sér upp að. Hún vissi
að hún átti enga möguleika að
losa sig úr fangi hans þótt hún
reyndi.
„Ekki vera hrædd, Annie.
Ég myndi aldrei láta neitt illt
koma fyrir þig og ég myndi
aldrei særa þig. Hversu oft
þarf ég að segja þér það? Þú
ert örugg hérna hjá mér.“
Hún fann heitar varir hans
gæla við hálsinn á sér.
„Ekki gera þetta!“
Munnur hans færðist hægt
upp á við og Annie streyttist
á móti.
„Hættu þessu! Viltu gjöra
svo vel að sleppa mér!“
Marc herti takið. Allt í einu
fann hún hendur hans strjúka
yfir brjóstin á sér. Hann sneri
henni við og hélt andliti henn-
ar milli handa sér. Heitar var-
ir hans fundu hennar og hún
gat ekki stillt sig um að loka
augunum og kyssa hann á
móti.
Hvað ertu að hugsa, Annie?
hugsaði hún reiðilega.
Reyndu að komast niður á
jörðina. Hann er í raun og
veru ekki að kyssa þig! Hann
er að kyssa hana! Konuna í
draumnum! Konuna sem
hann er búinn að vera með á
heilanum í mörg ár, konuna
sem hann segir að hafi dáið
fyrir hálfri öld. Þú ert í örmum
hans núna vegna þess að kon-
an sem hann elskar er dáin og
stendur honum ekki lengur til
boða! Marc er ástfanginn af
ömmu þinni!
Þetta er geðveiki, hugsaði
hún. Blóðið ólgaði í æðum
hennar undir kossum hans.
„Annie, Annie,“ hvíslaði
hann. Hún stundi og lokaði
augunum.
Þetta er ekkert annað en
geðveiki, hugsaði hún. Þú
mátt ekki leyfa honum að
komast upp með þetta! Hvers
vegna segir þú honum ekki að
hætta?!
Vegna þess að þú ert
heimsk. Vegna þess að hann
er búinn að heilaþvo þig. Ef
þú stoppar þetta ekki af núna
á stundinni verður þú á end-
anum jafn geðveik og hann.
Hann er að kyssa þig vegna
þess að þú líkist konunni í
draumnum. Hann ímyndar
sér að þú sért hún. Það er í
raun og veru hún sem hann
er að kyssa, en það ert þú sem
kemur til með að vera særð
vegna þess að þú elskar hann.
Élskar hann? Nei, hugsaði
hún með hryllingi, ég elska
hann ekki! Það getur ekki ver-
ið!
Það var ekki nema vika síð-
an hún hafði talið sér trú um
að hún væri ástfangin af Phil-
ip. Nei, hún hafði ekki bara
haldið það, hún hafði verið
sannfærð um það. Daginn
sem Marc hringdi fyrst hafði
hún verið sorgmædd og ein-
mana vegna þess að Phil hafði
tekið Dí fram yfir hana. Það
var ótrúlegt hvernig líf henn-
ar hafði breyst á tólf klukku-
stundum. Hún átti erfitt með
að ímynda sér lífið án Marcs.
„Ég þrái þig, Annie,“ sagði
Marc. Það var eins og hún
fengi kalda vatnsgusu yfir sig.
Hún opnaði augun og stirn-
aði upp. Ef hún stoppaði hann
ekki núna myndu þau enda
saman í rúminu í nótt. Það var
það sem hann hafði í huga
þegar hann sagðist þrá hana.
Kannski það eitt hafi vakað
fyrir honum allan tímann?!
Hún varð að sleppa frá hon-
um.
Hún hrinti honum af öllu
afli frá sér og hann hentist yfir
á vegginn á móti. Hún var
komið hálfa leið upp stigann
þegar hún heyrði hann koma
á eftir sér. Hún hljóp inn í her-
bergið sitt og skellti hurðinni
á nefið á honum.
„Annie, opnaðu dyrnar!"
kallaði hann. Hún dró
kommóðu fyrir hurðina og
hallaði sér upp að henni, laf-
móð og skjálfandi.
„Farðu!“
„Við hvað ertu svona
hrædd? Hræddi ég þig? Þú
þarft ekki að vera hrædd við
mig. Ég gæti aldrei skert hár
á höfði þínu. Þú veist hvaða
tilfinningar ég ber til þín.“
„Ég er ekki amma mín!“
sagði hún bitur.
Það var þögn hinum megin
við dyrnar.
Annie var með tárin í aug-
unum. Hún sagði þreytulega:
„Farðu að sofa, Marc, og láttu
mig í friði. Ég er búin að fá
meira en nóg. Ég vona að þig
dreymi konuna sem þú elskar.
Ég kæri mig ekki um að vera
staðgengill hennar.“
Hann sagði eitthvað í hálf-
um hljóðum og hún lagði
hendurnar yfir eyrun.
„Ég heyri ekki hvað þú seg-
ir,“ sagði hún og lét sig falla
niður á rúmið. Tárin runnu
niður kinnarnar og hún kæfði
ekkasogin í koddanum. Það
síðasta sem hún vildi var að
Marc heyrði til hennar og
kæmist að því hversu mikið
hann hefði sært hana. Hvort
sem henni líkaði betur eða
verr var staðreyndin sú að ein-
hvern veginn, einhvern tíma á
þessum tólf klukkustundum
frá því að hún kynntist honum
hafði hún orðið ástfangin af
honum.
Vikan
47