Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 28
Ævintýraleg verslunarmannahelgi 1983
Meiri helgín!
Próflausir á ónýtum sendiferðabíl með stolnum númeraplötum
Helgi, bróðir minn,
ásamt vinum sínum
beim Rúnari og
Ragnari, lenti í
otrúlegustu ævin-
týrum verslunar-
mannahelgína
1983. Að sjálf-
góðu einu saman.
Helga og vini hans langaði
að fara í skemmtilegt ferðalag
þessa verslunarmannahelgi
en ýmis vandkvæði voru þar
á. í fyrsta lagi voru þeir bara
15 og 16 ára gamlir og máttu
ekki aka bíl og í öðru lagi
vissu þeir ekki um neinn á bíl
sem var á leið út úr bænum og
hafði pláss fyrir þá þrjá. Þá
datt þeim það „snjallræði" í
hug að bjarga málunum bara
sjálfir, festu kaup á hræódýr-
um sendiferðabíl (VW
Rúgbrauð '67) og ákváðu að
aka sjálfir þótt þeir hefðu
ekki aldur til. Foreldrarnir
vissu ekki betur en þeir færu
í þetta ferðalag ásamt ein-
hverjum eldri vinum sem
hefðu bílpróf, ella hefðu þeir
ekki fengið að fara. Piltarnir
reyndu að gera við bílinn en
viðgerðin fólst aðallega í því
að sauma gluggatjöld fyrir
hliðar- og afturgluggana og
skreyta bílinn á notalegan
hátt. Þeir ætluðu að gista í
bílnum þessa helgi og vildu að
þeim liði vel í honum.
Bíldruslan var óskoðuð og
ekki á númerum en piltarnir
björguðu því með því að stela
skoðunarmiða af bíl móður
eins þeirra og númerunum
stálu þeir af stórum krana
sem var jarðfastur niðri í
Sundahöfn. Þeir fylltu bílinn
af góðum mat og landa og svo
var lagt í hann!
Á föstudeginum var hald-
ið til Þingvalla. Ferðin þang-
að gekk stóráfallalaust og
drukku þeir stíft um kvöldið
og langt fram á nótt. Strák-
unum fannst fjörið ekki nægi-
legt á Þingvöllum og ákváðu
að fara Kaldadalinn yfir í
Húsafell. Þá hófust vandræð-
in fyrir alvöru. Vegurinn var
lélegur og ekki bætti úr skák
að það rigndi. Bíllinn drap á
sér í hverjum einasta polli
sem þeir lentu í og ferðin sem
átti að taka innan við tvo
klukkutíma stóð í heila fimm
eða sex tíma.
Þegar þeir voru loksins
komnir í Húsafell ákváðu
þeir að eyða restinni af helg-
inni þar því þeir treystu því
ekki að bíllinn héldist í heilu
lagi mikið lengur. Laugar-
dagskvöldinu var eytt á svip-
aðan hátt og þeir drukku all-
ir stíft það kvöld og lögðust
svo lil hvílu í bílnum. Á
sunnudagsmorgninum þegar
þeir stauluðust út úr bílnum
var lögreglan á vappi um
svæðið. Strákunum varð um
og ó, töluðu um að fara af
svæðinu og Helgi bróðir gerði
þau mistök að reyna að koma
sendibílnum í gang. Auðvitað
laðaði það hjálpfúsa Borgar-
neslögregluna beint að þeim.
Tveir ungir lögreglumenn
ýttu bflnum af stað en allar til-
raunir til að ræsa hann urðu
árangurslausar. Gamalreynd-
ur lögreglumaður kom þarna
að og fannst Helgi og vinir
hans virka frekar ungir og
ekki alsgáðir. Hann lét Helga
blása í blöðru og kom í ljós
að hann var yfir mörkum.
Helgi sagðist vera nýorðinn
17 ára og gaf upp falskt nafn
sem var samviskulega skráð
niður ásamt númeri bílsins.
Lögreglan hundskammaði
hann þegar hann sagðist hafa
týnt ökuskírteininu sínu.
Strákarnir lugu því að 18 ára
vinur þeirra væri hinn eigin-
legi ökumaður bílsins og
hefði lent á sjens. Hann væri
inni í tjaldi hjá einhverri
dömu núna en hann væri með
ökuskírteini og væri auk þess
mikill bindindismaður. Lög-
reglan trúði þessu en sagði
Helga að hann slyppi ekki við
sekt og sviptingu ökuskírtein-
is því ekki mætti setjast ölvað-
ur undir stýri og reyna að
starta bíl, hvað þá aka hon-
um.
Strákarnir djömmuðu og
djúsuðu fram á mánudags-
morgun en Helgi þorði ekki
annað en að hætta drykkju
síðdegis á sunnudegi til að
geta ekið í bæinn á mánudeg-
inum. Hann skemmti sér
ágætlega þrátt fyrir það og
um hádegi á mánudag drösl-
aði hann Rúnari og Ragnari
sögðu nota ég ekki
rétt nöfn
þeirra því
Deír eru allir
ágætlega
Dekktir menn
í Díóðfélagínu
í dag og pað af
Strákunum varð um og ó,
töluðu um að fara af svæð-
inu og Helgi bróðir gerði þau
mistök að reyna að koma
sendíbílnum í gang. Auðvítað
laðaði bað hjálpfúsa Borgar-
neslögregluna beint að
beím. Tveir ungir lögreglu-
menn ýttu bílnum af stað en
allar tilraunir til að ræsa
hann urðu árangurslausar.
28
Vikan