Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 12

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 12
Kassagerðinni var myndin þrykkt á pappahulstur sem ég notaði svo utan um fyrsta diskinn. Grafíkina við vordiskinn gaf vinur minn, Helgi Sigurðsson, en ég vildi ekki misnota góðvild hans og lét því fyrirtækið sem sér um masteringu sjá um grafíkina á síðustu tveimur." Hún semur, tekur upp og eyð- ir orku í það að framleiða efni á hljómdiska sem sjaldan heyrast á öldum ljósvakans. Er þá til ein- hvers unnið? „Ég er að þessu vegna þess að ég hef þörf fyrir það að skila þessu efni frá mér. Ég vissi fyrir- fram um hvað þessi bransi snýst. Þeir sem ekki eiga peninga eru einfaldlega úti í kuldanum. Þar sem ég gef út sjálf en er ekki á vegum plötufyrirtækis er róður- inn enn þyngri. Ég þekki engan á útvarpsstöðvunum en hef alltaf lagt mínar plötur inn hjá öllum þeirra. Það er svo í valdi þáttargerðar- manna hvort þeir spila þær eða ekki. Það er vitað að alls konar dflar eru í gangi um auglýsingar eða kostun fyrir það að spila tón- list frá útgáfufyrirtækjunum. Ég er ekki haldin neinni gremju vegna þess að væntingar mínar hafa alltaf verið í lágmarki. Mér finnst meira um vert að þeir sem kaupa diskana hafi ánægju af þeim. Kannski er ég líka að þessu brölti til þess að skilja eitthvað eftir mig tii afkomendanna og þjóðar minnar,“ segir Osk Osk- arsdóttir tónlistarmaður sem nú segist vera að fara með börnin á ættarmót í Suðursveitina. Hver veit nema að einhver snúi sér til barnabarnanna í framtíðinni til þess að fá leyfi fyrir tónlist henn- ar eins og raunin varð á um Jak- obínu Johnson sem heldur lét ekki deigan síga. markaðssetja sjálfa mig. Ég á líka mjög erfitt með að selja diskana mína sjálf en sá sem hefur verið duglegastur við að selja þá fyrir mig er eitt ljóðskáldið sem á ljóð á öllum diskunum. Hann heitir Óskar er seið- ) og í mörgu m Patti Smith. launakröfum sínum mjög í hóf eða látið sér nægja að fá nokkr- ar plötur að launum. Með því að vinna plöturnar að mestu sjálf hef ég ekkert tapað stórum fúlg- um á þessu. Það kostar mig um 350 þúsund að gefa út disk ef ég hef ljóðabækling með en ef ég væri að kaupa vinnu í atvinnu- stúdíói væri kostnaðurinn marg- falt hærri,“ segir hún. Þegar upp- tökum og hljóðblöndun er lokið sendir Ósk efnið til Bandaríkj- anna þar sem lokafrágangur fer fram, það er svokölluð mastering og pressun á plötunni. Upptökutækið, átta rása Adat tæki, eignaðist hún fyrir nokkrum árum en síðan hefur hún verið að bæta við einstaka græjum til að bæta „sándið". „Mamma hjálpaði mér að kaupa upptökutækið þegar hún sá að ég myndi ekki losna við tón- listardelluna," segir hún sposk. „Hún var reyndar alltaf á móti því að ég færi í tónlistarbransann og vildi að ég lærði eitthvað hag- nýtt. Ég hætti í skóla eftir gagn- fræðaprófið og fjögurra vetra tónlistarnám og fór þá að af- greiða í plötubúðum og vann við það næstu fjögur árin. Þá lifði ég og hrærðist í tón- listinni og fátt annað komst að í fjölda ára en hljómplötur einhverra popp- stjarna úti í heimi. Ég var einnig dugleg að sækja poppkonserta stórstjarnanna meðan ég var er- lendis. Ég hef ekki lengur þörf fyrir poppstjörnur en hef haldið áfram að spila og semja í róleg- heitunum í stofunni heima.“ Sakna fúlu stybbunnar á æfingum „Ræflarokkararnir í pönk- hljómsveitinni Örkuml voru að biðja mig um að spila á þverflaut- una með sér á næstu pönk- skemmtun. Ég fór á fyrstu æfing- una með þeim í gærkveldi og fann þessa fúlu svitastybbu sem fylgir svona æfingaplássum. Þá fann ég að ég hafði saknað þessa andrúmslofts þar sem fjórir til fimm eru samankomnir í nafni tónlistar til að finna samkennd í smá tryllingi og svo vantar ekki húmorinn í strákana," segir Ósk og meinar hvert orð. Hún hugs- ar sig aðeins um og heldur svo áfram. „Ég vildi samt gjarnan að eft- irspurnin væri kannski örlítið meiri eftir mér sem skemmti- krafti. Ég hef talsverða löngun til að spila og syngja fyrir fólk. Það hafa helst verið ljóðskáld sem hafa verið með uppákomur sem hafa boðið mér að taka nokkur lög og það hefur glatt mig mik- ið. Ég er léleg að koma sjálfri mér á framfæri, er hálffeimin við að Bjarni Marinó Þorsteinsson og býr á Siglufirði. Hann er frábær sölumaður og einstaklega skemmtilegur maður og gott ljóðskáld. Ljóðabókina hans, Aftanskin, fékk ég fyrir algjöra tilviljun á tombólu sem krakkar héldu hérna við næstu búð. Hún kostaði mig bara litlar tuttugu og fimm krónur en það má segja að þann pening hafi ég svo sannarlega fengið tugþús- undfalt til baka hjá honum Bjarna, fyrir utan ánægjuna sem ég hef haft af ljóðabókinni hans. Sjálfur hefur hann gefið út þrjár ljóðabækur sem eru allar upp- seldar. Bjarni sagði mér fyrir stuttu að Vorboðinn, kór eldri borgara á Siglufirði, væri búinn að útsetja eitt laga okkar af jóla- disknum. Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið lengi. Talandi um ljóðskáld þá hafði ég líka mjög gaman af því að kynnast frænda mínum, Einari Braga, í gegnum þessa vinnu mína en hann ljáði mér ljóð á jóladiskinn sem heitir „Jólanótt“. Hann er mjög fróður urn ættina okkar og ég varð margs vísari eftir þá heimsókn." Væntingar í lágmarki En hljómdiskur er ekki bara lag og ljóð heldur þarf ytra útlit hans að vera í samræmi við inni- haldið. Ósk reynir að stilla kostn- aðinum við grafíkina líka í hóf. „Steingrímur Eyfjörð listmál- ari gaf mér málverk af Grýlu að elta börn sem hann málaði eftir innblæstri frá jóladisknum. í íslenska búninginn keypti Ósk af vinkon sinni fyrir ntörgum árum. A fyrstu þremi plötum sínum notar Ósk eingöngu íslenk 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.