Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 54
Allt leyfilegt í ástum og stríðiP
Kæra Sígríður
Ég er þrítug kona fædd í
maí áriðl970. Mitt vandamál
hljómar eflaust ekki vel.
Þannig er mál með vexti að
systir mín er búin að vera
lengi alvarlega veik á sjúkra-
húsi. Þegar hún veiktist þá
ákvað ég að létta undir með
mági mínum með börnin
þeirra. Ég fór alltaf eftir
vinnu til hans til þess að hugsa
um heimilishaldið. Kvöld eitt
ákváðum við að taka okkur
vídeóspólu og þannig byrjaði
þetta. Við byrjuðum að kyss-
ast og það endaði með því að
við sváfum saman. Eftir þetta
kvöld sváfum við reglulega
saman. Við gættum þess þó
að börnin yrðu einskis vör.
Tíminn leið og systir mín varð
betri og nú er komið að því að
læknarnir segja að hún sé til-
búin að koma heim. Ég veit
ekkert hvað ég á að gera.
Þessi litla veröld mín virðist
vera að hrynja og ég finn að
ég vil ekki missa þetta sem við
erum búin að eiga síðastliðna
mánuði, því að ég veit að ég
elska hann. Ég veit að það
getur ekkert orðið á milli
okkar. Mig langar til þess að
segja frá hvernig mér líður en
veit að það myndi eyðileggja
líf allt of margra. Hvernig á ég
að komast í gegnum þetta og
hvernig á ég að geta umgeng-
ist þau?
Með ósk utn svar,
PIPPA
Pippa
Ég veit nú ekki hversu vina-
lega ég get svarað þessu bréfi.
Ég er ekki alveg viss um að ég
myndi vilja vera systir þín.
Ekki veit ég hvort þú hefur
haldið að þetta væri hluti af
heimilishaldinu.
Þar sem þú skrifar að þú
vitir að það geti ekkert orðið
á milli ykkar, þá veit ég ekki
af hverju þú skrifar mér.
Það er sagt að allt sé leyfi-
legt í ástum og stríði en við
S
ikunnar
erum líklega hvorki sammála
því að það hefði átt að útrýma
gyðingum né að maður eigi
að sofa hjá fjölskyldumeðlim-
um. Þetta er gjörsamlega sið-
laust. Mér finnst þessi maður
hreint ekki þess virði að vera
í fjölskyldunni.
Þú verður fyrst og fremst að
reyna að fyrirgefa sjálfri þér
því þá fyrirgefur umhverfið
þér. Þið gætuð aldrei átt ham-
ingjusamt líf með þetta á bak-
inu. Ég hef þá trú að þú mun-
ir hitta mann sem er ætlaður
þér og engum öðrum.
Og að lokum: Við erum það
sem við hugsum!
Sigríður Klingenberg
Bryndís Jónasdóttir vill koma á framfæri innilegu þakklæti til hárgreiðslu-
konunnar sinnar, Ingunnar Hannesdóttur á Hársetrinu, Æsufelli 6 í Reykja-
vík. Fyrr á þessu ári var Bryndís á leið til Ingunnar í hárgreiðslu en datt illa á
bílaplaninu fyrir utan og varð holdvot. Mikil hálka, úrkoma og hvassviðri var
þennan dag og mesta mildi að ekki fór verr. Móttökur Ingunnar voru yndis-
legar. Ingunn hlúði að Bryndísi, þurrkaði henni með handklæði, gaf henni kaffi,
þurr föt og ók henni síðan heim eftir að hafa gert hár hennar glæsilegt að vanda.
Vikan sendir Ingunni á Hársetrinu blómvönd og óskar henni góðs gengis í
framtíðinni.
Rós Vlkunnar
Þekkir þú einhvern sem á skilið að
fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá
samband við „Rós Vikunnar,
Seljavegi 2,121 Reykjavík"
og segðu okkur hvers
vegna. Einhver heppinn
verður fyrir valinu og
fær sendan glæsilegan
rósavönd frá
GRÆNUM MARKAÐI.
MAEKAÐUE
-látið blómin tala
54 Vikan