Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 6
Ragnhildur Vígfúsdóttir berst fyrir fjölskylduuænum uinnustöðum Vinnudýrkun á íslandi Ragnhildur Uigfúsdóttir hefur víða komið við í íslensku Dióðfélagi. Jafnréttismál hafa alltaf verið henni hugleikin og hún hefur lagt sitt af mörkum í beírri baráttu. Hún var rit- stjóri Ueru í 5 ár, jafnréttis- og fræðslufulltrúi fyrír flkur- eyrarbæ og lektor við Nor- dens folklíga akademi í Sví- bjóð en bar kynnti hún sér málefni sem nefnist fjöl- skylduvænir vínnustaðír. Uik- an tók hús á Ragnhíldi og ræddi við hana um bau mál. ár. Áhugi minn á jafnréttismálum hefur alltaf verið mikill, en ég miða oft líf mitt við tímann fyrir og eftir kvennafrídaginn 1975 þegar ég „sá ljósið"! Og ekki minnkaði áhuginn í starfinu á Veru. Pegar ég hætti sem ritstjóri árið 1995 tók ég við starfi jafn- réttis- og fræðslufulltrúa hjá Ak- ureyrarbæ. Þaðan fór ég síðan til Svíþjóðar og var íslenskur lekt- or við Nordens folkliga akademi. Þar vaknaði áhugi minn á því að kanna betur hvernig hægt væri að samræma atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf, sem er frasi sem kemur fyrir í nær öllum íslensk- Ragnhildur er fædd í Reykjavík en fluttist rúmlega þriggja ára gömul til Víkur í Mýr- dal og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stúdentsprófi af félagsfræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð. „Eftir stúdents- prófið langaði mig að skoða mig um í heiminum og fór sem au- pair til Skotlands. Þar gætti ég tveggja barna, tveggja og fjög- urra ára. Mér fannst þetta hörku- vinna og varð til þess að slá á all- ar mínar rómantísku hugmynd- ir um móðurhlutverkið. Þess vegna eignaðist ég börnin mín seint, „ segir hún og hlær en Ragnhildur á tvær stelpur með sambýlismanni sínum, Hafliða Helgasyni, Vigdísi sem er 5 ára og Hólmfríði sem er nýorðin 1 árs. „Þegar ég kom heim fór ég í sagnfræði í Háskólanum og lagði síðan land undir fót og fór til New York í mastersnám. Þar lagði ég ^ einnig stund á safnfræði en í því ~ e lærir maður meðal annars að ° skipuleggja og setja upp sýning- « ar á söfnum. Mér fannst frábært ÍZ 07 c ra að búa í New York en var alltaf ” m ákveðin í að koma heim aftur ■° >_ sem ég og gerði. í fyrstu var ég í ^ ° lausamennsku og setti upp = ^ nokkrar sýningar, ýmist ein eða I m í samvinnu við aðra. Ég ætlaði " mér aldrei að fara í blaða- •- '-5 mennsku en einhvern veginn x ° æxlaðist það þannig að ég tók við “ s ritstjórn Veru og var ritstjóri í 5 um jafnréttisáætlunum en enginn veit hvernig á að gera,“ segir Ragnhildur og brosir. Fjölskylduvænir vinnustaðir í október 1999 var haldinn landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga og þar fjailaði Ragnhildur um fjölskylduvæna vinnustaði. Hvað felst í þessu hugtaki? „Fjölskylduvænn vinnustaður er stórt og vítt hug- tak,“ segir Ragnhildur og held- ur áfram: „Það er í raun ekki til nein ein skilgreining á því, það fer eftir vinnustaðnum og stöðu einstaklingsins á vinnumarkaði. Með hugtakinu er átt við hvern- ig hægt sé að samræma atvinnu- þátttöku og fjölskyldulíf eða starfs- og fjölskylduábyrgð. Til- gangurinn er að finna jafnvægi á milli starfs og einkalífs. Eins og við vitum og flest þekkjum þá eru árekstrar á milli atvinnu- og fjöl- skyldulífs mjög tíðir. Við getum ekki lokað augunum fyrir því að enn sem komið er bera flestar konur meiri ábyrgð á fjölskyld- unni en karlar, þær eru heima þegar börnin veikjast, skutlast með gamalmennin í fótsnyrtingu og tengdamömmu á útsölurnar. Það verða ýmsir árekstrar auk þess sem oft kemur upp hlut- verkatogstreita. Yfirmaður á vinnustað á t.d. iðulega erfitt með að komast úr því hlutverki þegar heim kemur og vill stjórna á heimili sínu líka! Breytt fjöl- skylduform kallar á önnur fjöl- skylduhlutverk, teygjufjölskyld- 6 Vikan an krefst t.d. annars konar skipu- lagningar en kjarnafjölskyldan og kynhlutverk eru að breytast. Fjölskylduvænn vinnustaður veitir starfsmanni t.d. meiri sveigjanleika hvað varðar skipu- lagningu tíma á vinnu." Ragnhildur leggur áherslu á að fjölskyldur hafi mismunandi þarfir á mismunandi tíma. „Sjón- arhorninu hefur mikið verið beint að barnafjölskyldum, eink- um ungbarnafjölskyldum, en við þurfum líka að skoða annars konar fjölskyldur því þær hafa líka þarfir sem koma þarf til móts við. Ég tel til dæmis að það sé minna mál að vera með barn á leikskóla heldur en barn ígrunn- skóla. Þú þarft ekki alltaf að vera að hringja heim til þess að minna það á að borða eða læra. Það er vissulega jákvætt að skóladagur- inn sé að lengjast og að börn geti verið í heilsdagsskólanum svo- kallaða eftir að venjulegum skóladegi lýkur en það leysir samt ekki þann vanda sem for- eldrar barna í grunnskóla eiga við að etja þegar kemur að sam- ræmingu skólatíma, vinnutíma og fjölskyldulífs. Mér skilst að mörg börn vilji ekki vera í heils- dagsskólanum eftir 10 ára aldur og þá koma upp ný vandamál. Foreldrar hafa áhyggjur af börn- unum einum heima, enda hafa ekki öll börn þroska eða getu til að vera ein og sjá um sig sjálf, heimalærdóminn og fleira þar til foreldrarnir koma heim úr vinnu. Það fer því oft heilmikill vinnu- tími foreldra í fjaruppeldi í gegn- um símann. Þeir sem eru með uppkomin börn hafa annars konar þarfir en barnafjölskyldurnar. Ég kalla þá kynslóð oft samlokukyn- slóðina og hún er ekkert endi- lega betur sett með að sam- ræma starfs- og fjölskylduá- byrgð en sú sem er með litlu börnin. Þeir sem tilheyra samlokukyn- slóðinni ættu að vera drauma- starfskraftar, þeir eru enn með fulla starfsorku og fara hvorki í fæðingarorlof né eru með smá- börn sem geta veikst en þá er það bara eitthvað annað sem tekur við. Þau eru orðin ömmur og afar og það eru gerðar kröfur um að þau sinni því hlutverki á ákveð- inn hátt. Einnig eiga þau oft aldr- aða foreldra, systkini eða aðra „Eins og við vitum og flest úekhium tia eru árekstrar á milli atvinnu- og fjöl- skyldulífs mjög tíðir. Uíð getum ekki lokað augunum fyrir jiví að enn sem komið er bera flestar konur meiri ábyrgð á fjölskyldunni en karlar, bær eru heíma begar börnin veikjast, skutl- ast með gamalmennin í fótsnyrtíngu og tengdamömmu á útsölurnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.