Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 18

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 18
EptuBinsDalHMhín? Hvort sem ykkur mæðgunum kemur illa saman eða pið eruð góðar uinkonur bá hefur móðir liin líklega verið einna áhrifamesti mótunarvaldur- inn á æsku- og fullorðinsár- um liiniim og á par af leíð- andi mikinn pátt í pví hvers konar kona pú ert í dag. Við lærum af mömmu „Allir elska mæður sínar! Jafnvel fólk sem hatar mæður sínar elskar þær," segir Meg Ryan í kvikmyndinni French Kiss. Þar hittir hún naglann á höfuðið hvað varðar hin oft á tíðum flóknu samskipti mæðgna því það er ætlast til að við elskum konurnar sem fæddu okkur í heiminn, sama hvað á gengur. Samt finnst okk- ur hvimleitt að vera líkt við mæður okkar, við förum í varn- arstöðu og finnst það jafnvel hin versta móðgun þegar ein- hver segir: „Þú ert alveg eins og mamma þín." Sökum þess að ungbörn eru alveg ósjálfbjarga og háð um- önnun annarra þá geta þau ekki greint sitt eigið sjálf frá móð- urinni. Þegar þau taka að eldast og þroskast þá læra þau mest- megnis með eftirlíkingum og þau líkja frekar eftir því foreldri sem er af sama kyni og þau sjálf. Það er talið að um 6 ára aldur sé grunnurinn að persónuleika okkar að mestu lagður og það segir sig sjálft að langflest okk- ar hafa eytt þeim dýrmæta tíma að mestu með móður okkar. Við höfum sem sagt haft drjúg- an tíma til þess að fylgjast með henni og læra af henni. Og þar sem lítil börn hafa tæpast þroska til þess að þekkja mun- inn á æskilegri eða óæskilegri Vikan hegðun þá tileinka þau sér ákveðna hluti frá móðurinni sem síðar á ævinni eiga eftir að verða ýmist eitthvað sem þau elska eða jafnvel hata. Unglingsárin eru oft mjög erfið í samkiptum mæðra og dætra og ýmis ágreiningsefni skjóta upp kollinum. Unglings- stúlkan reynir að öðlast sjálf- stæði gagnvart móður sinni og það kemur oftar en ekki fram í rifrildi, en á sama tíma er móð- irin hugsanlega að kljást við öf- und í garð dóttur sinnar vegna tækifæra sem henni bjóðast og hún sj álf átti aldrei kost á. Sum- um mæðrum reynist einnig erfitt að horfa á æskublóma dætra sinna á meðan aldurinn er farinn að taka sinn toll af þeim sjálfum. Oftast líður þetta tímabil bara hjá, átökin lægir smám saman og eftir verða sterk vináttubönd móður og dóttur. Það eru fleiri þættir sem snerta mótun einstaklingsins, svo sem erfðir, stórfjölskyldan, skólinn, jafningjahópurinn, fjölmiðlar og samfélagið í heild sinni. Því er það ósanngjarnt og jafnframt mikil einföldun að kenna móðurinni um alla galla sína eða andlega erfiðleika. Þrátt fyrir það eru áhrif móður á dóttur mjög sterk og hafa mik- ið vægi. Móðirin hefur mikil áhrif á hvernig þú ert og hvern- ig þú upplifir sjálfa þig, enda hefur hún sjálf endurspeglað móður sína og svo framvegis. Mæður okkar eru lífseig fyr- irmynd þess hvað það felur í sér að vera kona í þessum heimi svo þú getur alltaf átt von á því að líkjast henni að miklu leyti og þú getur örugglega rakið við- horf þín til líkama þíns, kynlífs, karlmanna og barnauppeldis að miklu leyti til hennar. Þegar mamma er besta vinkona pín Elva er 28 ára og hún segir að mamma hennar, Ragnheið- ur sem er 55 ára, sé besta vin- kona sín: „Mamma hefur frá upphafi komið fram við mig eins og fullorðna manneskju og jafningja. Við hringjumst á einu sinni til tvisvar á dag og ég leita ráða hjá henni um allt milli him- ins og jarðar, hvort sem um er að ræða uppskriftir, snyrtivörur eða eitthvað annað. Við getum rætt opinskátt um alla hluti og vitum fátt skemmtilegra en að ræðum karlmenn, sambönd og kynlíf yfir kaffibolla! Við ræð- um bæði á alvarlegum nótum og eins léttum. Ekkert umræðu- efni er „tabú" hjá okkur. Mamma veit allt um mig og hef- ur aldrei dæmt mig harkalega eða verið neikvæð gagnvart því sem ég tek mér fyrir hendur í líf- inu. Þvert á móti hefur hún alltaf verið reiðubúin til þess að hlusta á mig og ráðleggja mér, ef ég hef óskað eftir því. Hún þvingar aldrei skoðunum sínum upp á mig og ráðskast ekki með mig og því er samband okkar fyrst og fremst byggt á djúpri vináttu og virðingu. Við erum mjög líkar og það er helsta ástæðan fyrir því hversu vel okkur kemur saman. Við höfum áþekka skapgerð, sama húmor og þrátt fyrir að við séum ekki alltaf sammála um allt þá rífumst við aldrei. Við ræðum ágreiningsmál okk- ar og látum ekki smámuni eyði- leggja okkar dýrmæta vináttu- samband. Við gerum ýmislegt saman, pöntum stundum sam- an tíma á hárgreiðslustofu eða förum saman í ljós og líkams- rækt. Sumir gætu eflaust hald- ið að ég væri algjör mömmu- stelpa sem ætti engar vinkonur og héngi bara í pilsfaldinum á mömmu en það er fjarri lagi. Ég á góður vinkonur sem ég eyði Ef Du vilt bæta samskiptin við móður Inna "» Það er mjög mikilvægt fyrir þína andlega heilsu og samband þitt við móður þína í framtíðinni að viðurkenna fyrir sjálfri þér ef þér finnst þú ekki hafa notiö eins mikillar ástar frá móður þinni og þú hefðir kosið. Þú þarft líka að vera meðvituð um hvað sé gott í sambandi ykkar mæðgna og hvenær hún hefur virkilega verið að takast á við þig eftir bestu vitund og hvenær ekki. » Hafðu hugfast að það er öllum tilfinningalega erfitt fyrst um sinn að reyna að standa á eigin fótum og vera sjálfstæðir einstaklingar, án stuðnings eða eftirlits foreldra. Það fylgja því alltaf einhver átök. Forðastu að vera of háð mömmu þinni en það lýsir sér í stöðugum símhringingum til mömmu til þess að fá aðstoð við ákvarðanatöku en það endar með því að þú getur ekki tekið nokkra ákvörðun án hennar íhlutunar og þú öðl- ast aldrei sjálfstæði sem einstaklingur. Victoria Secunda er höfundur bókarinnar „When You and Your Mother Can't Be Best Friends. Hún seg- ir að heilbrigðustu mæðgnasamskipti séu þau þar sem báðar konurn- ar taki meðvitaða ákvörðun um að vera ekki of háðar hvor annarri og finni milliveginn þar sem nálægðin er til staðar en ekki á kostnað sjálf- stæðis einstaklingsins. » Forðastu viðkvæm málefni sem þú veist fyrirfram að geta orðið að ágreiningsefni og ekki fara í varnarstöðu „með klærnar upp i loft" þegar mamma þín pirrar þig eða segir eitthvað vanhugsað. Þótt þú getir ekki breytt hegðunarmynstri annarra þá má vel vera að móðir þín breyti framkomu sinni ef ÞÚ breytir framkomu þinni gagnvart henni. Ofl eru þessi samskipti komin í vítahring vanafestunnar og þá er um að gera að hafa nægilegt hugrekki og skynsemi til þess aö stíga fyrsta skrefið í að rjúfa hann. » Ekki gefast upp! Rannsóknir hafa sýnt fram á að jafnvel hin allra verstu mæðgnasambönd geti stórlagast með tímanum ef báðir aðilar læri að þekkja og viðurkenna eigin galla og hvor annars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.