Vikan


Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 08.08.2000, Blaðsíða 45
Þorunn Stefánsdóttir þýddi eldsins. En ég vissi það ekki fyrr en löngu seinna. Eg missti meðvitund þegar logandi trjá- grein féll á höfuðið á mér." Hann lyfti hárinu frá enninu og í ljós kom stórt ör. „Þannig er þetta ör tilkom- ið. Ég var heppinn að brenn- ast ekki illa." „Þetta er stærðarinnar ör, en ég hefði ekki séð það nema af því að þú bentir mér á það, hárið hylur það algjörlega. Fékkstu slæmt höfuðhögg? Fékkstu heilahristing?" spurði hún varlega. „Já, eftir því sem mér var sagt," svaraði hann eins og það skipti engu máli. „Það eina sem ég veit er að eftir það fór ég að muna eftir því sem hafði gerst." Annie hafði grunað þetta. Hann brosti eins og hann vissi hvað hún var að hugsa. „Nei, Annie, heilahristingur- inn var ekki það eina. Ég hef munað brot úr fyrra lífi frá því ég var lítill strákur. Stundum, þegar ég var að gera hvers- dagslega hluti eins og að horfa á rigninguna, bíða eftir því að vatnið syði í katlinum eða þegar ég heyrði einhvern hlæja, þá rifjaðist eitthvað upp fyrir mér. Það stóð yfir í stutt- an tíma en myndirnar voru skýrar eins og brot úr kvik- mynd. Annie fölnaði upp. „Þú skilur hvað ég að við, er það ekki?" spurði hann ákaf- ur eins og hann væri viss um að hún hefði upplifað það sama. Hún svaraði ekki. Hún vildi ekki viðurkenna að hún hafði upplifað eitthvað svipað eftir að hún kynntist honum. Hann hélt áfram ákveðinn í bragði. „Einu sinni var ég að horfa á regndropana falla af laufunum á trjánum og þá mundi ég allt í einu eftir því að hafa séð konu með svart, sítt hár í skóginum. Hún kom í regninu til þess að hitta mig og einhverra hluta vegna varð ég bæði dauðskelkaður og ham- ingjusamur." „Þetta gæti haf a verið atriði úr bíómynd sem þú sást mörg- um árum áður án þess að þú gerðir þér grein fyrir því," sagði Annie, ákveðin í því að finna skynsamlegar skýring- ar á öllu sem hann sagði. „Já, ég viðurkenni það. En málið er að ég var ekki nema sautján ára þegar þetta gerð- ist og og þessi tilfinning var allt of mögnuð til þess að vera óljós minning um bíómynd. Hún var allt of persónuleg til þess. Þetta var eitthvað sem ég hafði upplifað sjálfur. Nótt- ina eftir fékk ég martröð. Mig dreymdi að ég væri staddur í skógi að næturlagi, á flótta undan mönnum sem reyndu að drepa mig. Ég hljóp og hljóp og faldi mig á milli trjánna en þeir króuðu mig af og skutu mig með köldu blóði." Annie stífnaði upp. „Skutu þig?" Hann kinkaði kolli „I draumnum sem mig dreymdi heyrði ég ..." Hún þagnaði því hún treysti sér ekki til þess að halda áfram. „Ég veit það," sagði hann rólega. „Þú heyrðir skotið úr vélbyssum og vissir að einhver hafði fallið. Það var ég." Annie stökk á fætur, rakst í kaffibollann og heitt kaffið rann niður eftir fótleggjunum. „Hvað ertu nú búin að gera?" sagði Marc og stóð á fætur. „Brenndir þú þig? Kaff- ið er sjóðandi heitt." Hún þurrkaði bleytuna af buxunum og gretti sig. „Nei, þetta er ekkert. Buxurnar þorna fljótlega í hitanum frá arninum." Hún sneri sér reiðilega að honum. „Þetta var þér að kenna, þú lést mér bregða! Hættu þessari vitleysu." Hann leit á hana sorg- mæddum augum. „Ég get það ekki. Þetta er heilagur sann- leikur, hvort sem þú trúir því eða ekki. I mörg ár hef ég munað og endurupplifað smábrot úr fyrra lífi. Þér finnst ef til vill líklegasta skýringin vera sú að mig hafi einfaldlega verið að dreyma, en mig hef- ur dreymt þessa sömu drauma ár eftir ár. Ég man aldrei all- an drauminn þegar ég vakna, en það sem ég man á annað borð festist í minninu og rifj- ast upp við undarlegustu að- stæður, til dæmis þegar ég fundið? Tilfinningarnar voru að yfirbuga hana og hana langaði mest til þess að gráta. „Nei, Annie," sagði Marc. „Þetta er ekki ímyndun. Ör- lög breska hermannsins eru þekkt í þorpinu. Þessi maður var til. Nafn hans var Mark heyri einhvern blístra eða heyri skotið úr byssu." „Ég held að skýringin sé einfaldlega sú að þú hafir fengið slæman heilahristing og þú ímyndir þér þetta allt saman!" Hann hristi höfuðið og glampinn frá eldinum endur- speglaðist í hárinu. Aftur fann Annie þessa undarlegu til- finningu. Hún var viss um hafa hafa setið þannig með honum áður, horft á logana, fundið ... Hvað hafði hún Grant. Allir þekktu sögu hans, breska hermannsins sem var skotinn á flótta. Hann er grafinn í litla kirkjugarðin- um í St. Jean-de-Pins. Á leið- inu er marmarakross með nafni hans og dánardegi. Fjöl- skylda hans lét setja hann þar þegar fólkið loksins gat vitj- að grafarinnar að stríðinu loknu. Fólkið í þorpinu lagði oft blóm á leiðið. Við vorum hreykin af honum, hann var hluti af sögu þorpsins okkar. Það þótti gæfumerki að skíra Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.