Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 8
fólk. Stundum veit ég að það eru erfiðleikar framundan hjá því og þá reyni ég að orða það varlega en lífið er ekkert annað en skóli og erfiðleikar hjálpa okkur við að þroskast. Lagið Hótel Jörð, eða öllu heldurtext- inn, lýsir því nokkuð vel hvern- ig lífið er, að mínu mati. Þegar mér er sýnt að það séu erfiðleik- ar framundan hjá fólki fæ ég líka að vita að það hafi allt að bera til að vinna úr þeim. Yfir- leitt er ekki lagt meira á fólk en það þolir." Mikið barnalán „Ég eignaðist fyrsta barnið mitt þegar ég var 17 ára,“ seg- ir Þórunn Maggý. „Ég fór í bíó kvöldið sem sonur minn fædd- ist að sjá mynd með Arthur Rubenstein. Sem mikill aðdá- andi píanótónIistar stóðst ég ekki mátið en ég var með smá- hríðar allan tímann," segir hún brosandi. „Égákvað samt að sjá alla myndina," bætir hún við. „Klambratúnið var allt sundur- grafið og ég og barnsfaðir minn hlupum og hoppuðum yfir skurðina á leiðinni í Drápuhlíð- ina þar sem við bjuggum. Um leið og ég kom inn úr dyrunum, en þá var klukkan orðin rúmlega ellefu, fékkégfyrstu verkina. Ég átti að eiga barnið á sjúkrahúsi en ekki reyndist vera pláss fyr- ir mig þar. Roskin Ijósmóðir var sótt til mín en hún neitaði að taka á móti fyrsta barni á eigin spýtur. Því var kallað á Jón Nikulásson lækni. Ég man hvað hann var skjálf hentur og stress- aður en ekki vegna þess að ég væri að fæða heldur hafði orð- ið hræðilegt bílslys á Hring- brautinni og hann kom beint þaðan. Hann gaf mér klóróform þangaðtil égsteinlá. Barnið var fætt rúmum klukkutíma eftir að ég kom stökkvandi heim úr kvikmyndahúsinu. Égá sjö börn en eitt þeirra lést nokkurra mán- aða gamalt árið 1961. Ég á 15 barnabörn og eitt barnabarna- barn. Dóttir mín sem hét Al- berta Marselína fæddist með 8 Vikan „Þegar fólk kemur til mín tengi ég mig alltaf með bæn og bið leiðbeinendur mína að sýna mér hvað sé í gangi hjá fólkinu. Oft fæ ég að sjá látna ástvini sem vílja koma skilaboðum á framfæri.“ litningagalla og ég vissi að hún yrði ekki langlíf. Hitakerfið i lík- ama hennar var öfugt við venju- legt fólk því þegar hún var með 42 stiga hita var hún eðlileg en fárveik þegar hitinn var 37 gráð- ur. Hún var mjög fallegt barn.“ Þórunn verður angurvær á svip við þessar minningar. „Við veljum foreldra okkar sjálf,“ heldur hún áfram. „Ég man hvað ég varð stundum pirruð þegar ég var ófrisk og fann greinilega fyrir því að ein- hver var að skoða mig," segir húnoghlær. „Égtelaðsálinfari í líkamann þegar barnið er að fæðast en ekki við getnaðinn sjálfan,“ bætirhúnvið. „Égólst upp hjá fósturforeldrum, syst- ur blóðföður mins og mannin- um hennar, og ég er viss um að ég valdi þau þvi þau gátu veitt mér þann mikla aga sem ég þurfti á að halda. Ég fékk ekki einungis mikinn aga frá þeim heldur einnig mikla ást og dek- ur. Þegar pabbi minn var skammaður fyrir að dekra svona við mig sagði hann að það væri ekki hægt að skemma mig og hann vissi að lífið myndi lík- lega ekki dekra við mig eftir að hans nyti ekki lengur við. Hann sagðist hafa svo mikla trú á mér að hann vissi að ég gæti bjarg- að mér þótt ég væri skilin eftir ein á eyðieyju,“ segir hún og hlær. „Þegar börnin mín nöldruðu í mér benti ég þeim á að þau hefðu valið mig sem móður: „Þótt ég verði 100 ára verðið þið að hlusta á mig,“ sagði ég við þau,“ segir Þórunn Maggý. „Ég lít svo á að það megi alltaf gera betur í lífinu og það er ástæðan fyrir því að ég læt í mér heyra. Ég tel mig mjög heppna með fjölskyld- una mína," heldur hún áfram. „Þetta eru ynd- isleg börn sem égá. Ég er einnig afar ánægð með að ekkert vesen hefur verið á barna- börnunum mínum. Þau hafa verið sjálfstæð og ekki fundið neina þörf hjá sér til að fylgja hópnum," segirhúnstolt. „Tímarnireru svo breyttir núna og margar freisting- ar sem glepja unga fólkið. í Spá- manninum segir að við eigum ekki börnin okkar þótt okkur finnist það stundum. Auðvitað veit ég að lífið er skóli og mér finnst að börnin mín séu á skóla- bekk hjá mér. Það er síðan þeirra mál hvernig þau vinna úr því sem þau hafa lært hjá mér“ Þórunn Maggý hefur mikið að gera og þegar viðtalið var tekið var hún að undirbúa ferð til Reyðarfjarðar. „Ég hef reyndar minnkað mikið við mig og fer ekki orðið oft út á land,“ segir hún „Fólk úti á landi á Ifka rétt á svona þjónustu. Það eru ekki allir sem hafa tök á því að koma til Reykjavíkur. Égvonaaðyngri miðlarnir taki að sér að fara út á land,“ segir hún. í lok viðtalsins bar Þórunn Maggý greinarhöfundi skilaboð að handan frá látnum ástvinum. Hún nafngreinir fólkið og lýsir því svo nákvæmlega að undrun sætir. Það er ekkert skrítið að hún skuli vera svona eftirsótt- ur miðill. Þórunn Maggý á í fór- um sínum bæn sem hún vill leyfa lesendum Vikunnar að njóta með sér og einnig spak- mæli sem hún fékk send á korti frá bandarískri vinkonu sinni. Spakmælin eru eftirfarandi: • Það sem þú trúir á er mikil- vægara en það sem þú átt. • Hvernig þú lifir lífinu skiptir meira máli en hver staða þín er. • Mikilvægara er að veita öðru fólki innblástur en að ganga í augun á því.“ Bæn Ég stend við uppsprettu kærleikans, frá uppsprettunni fer sálin, Ég. Frá uppsprettunni vinn ég sem þjónustumaður og með vitundina í kærleiksljósi, sendum við kraft til allra þeirra sem þarfnast hjálpar. Megi kærleikur hins guðlega kjarna, streyma út og inn í hjarta mitt, inn í hópinn minn og um allt landið mitt og um alheim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.