Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 17

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 17
manneskja í eðli slnu, rétt eins og Monica, persónan sem hún leikur. Keppnisskapið kom henni í hóp klappstýra en það er draumur margra amerískra stúlkna. Courteney fannst þó miklu merkilegra að hafa unn- ið allar hinar stúlkurnar í keppn- inni um að komast í liðið, en að njóta þess heiðurs að vera klappstýra. Allt frá því að Courteney var ung að árum hafa stelpur sóst eftir því vera vinkonur hennar því hún er bæði sæt og skemmtileg. Strákar hafa verið spenntir fyrir að eiga hana sem kærustu. Með öðrum orðum: Hún hefur ávallt verið gífurlega vinsæl. ,,Mig langaði alltaf sem barni að verða eins falleg og mamma mín. Ég elska Banda- rlkin en ég myndi samt svo miklu frekar vilja líta út eins og Evrópubúi, til dæmis eins og Isabella Rosellini, hún er guð- dómlega falleg." Hún uorði að segia „blæðingar" Courteney langaði alltaf til þess að verða fyrirsæta og fór ti I New York með þá von að öðlast frægð með því að sitja fyrir. Fljótlega gerði hún sérgrein fyr- ir því að hæð hennar (hún er rúmlega 160 sm á hæð) yrði henni til trafala og góður vinur benti henni á að reyna frekar fyrir sér í myndböndum og í sjónvarpi. Stóra tækifærið kom þegar hún sást í 24 sekúndur í hinu gríðarlega vinsæla lagi „Dancing in the Dark“ hjá meistaranum sjálfum, Bruce Springsteen, og eftir það fór boltinn að rúlla. Af leikurunum í Friendsþáttunum var Courteney upphaflega þekktust þeirra. Margir mundu líka eftir henni í hlutverki kærustu Mich- ael J. Fox í þáttunum Family Ties. í Bandaríkjunum verður hennar líka eflaust minnst um alla eilífð fyrir að segja orðið blæðingar (periode) í sjónvarps- auglýsingu fyrir Tampax, en Bandartkjamenn eru þekktirfyr- ir tepruskap hvað varðar þessi mál. Friendsþættirnir gerðu Courteney að stjörnu ogskyndi- lega var hún orðin þekkt and- lit. Fólk starði á hana ( biðröð- um í verslunum og leit við þeg- ar það mætti henni. Sjálfstraust leikkonunnar hefur aukist með árunum, sérstaklega eftir að hún fór að verða fastagestur á sjónvarpsskjánum. ,,Útlit mitt hefur lagasttil muna meðárun- um. Ég vanda mig meira bæði hvað varðar val á fötum og snyrtivörum. Ég þurfti á því að halda. Þegar ég leik Monicu er hárið á mér er krullað með rúllu- busta og þá nota ég líka alltaf varagloss. Ég geri mér loksins grein fyrir því núna, eftir því sem ég eldist, að því minna sem ég nota af snyrtivörum þeim mun betur lít ég út.“ Courteney hefur það orð á sér að geta aldrei slegið slöku við og hún þurfi sífellt að vera að fást við krefjandi verkefni. ,,Ég þarf alltaf að hafa einhver mark- mið að stefna að og um leið og ég er búin að ná þeim, þarf ég að setja mér ný og jafnvel enn erfiðari markmið." Eitt af henn- ar helstu áhugamálum er að kaupa gömul hús, gera þau upp og selja svo. Courteney segist ekki gera þetta í hagnaðarskyni heldur til þess að fá útrás fyrir sköpunarþörf sína en þegar hún var yngri langaði hana einmitt til að læra arkitektúr. Daðrað við David Eins og alltaf er fræga fólkið á milli tannanna á fólki ogýms- ar slúðursögur komast á kreik. Flestar þeirra eru þó hreinn uppspuni. ,,Ég held að mér finnist leiðinlegast að hlusta á sögur um að ég sé haldin anor- exíu eða búlimiu. Ef maður borðar mikið þá er maður tal- inn feitur og haldin búlimíu en ef maður borðar lítið, þá er mað- ur stimplaður anorexíusjúkling- ur. Ég viðurkenni að ég hugsa um vaxtarlagið og ég held mér í góðu formi en það er ekki auð- velt að halda sér grönnum í Hollywood." Ástarmál leikkon- unnar hafa mikið verið til um- fjöllunar í fjölmiðlum en í dag er hún gift leikaranum David Arquett og er ákaflega ham- ingjusöm. En gæfan hefur ekki alltaf verið henni hliðholl þeg- ar ástarmálin hafa verið ann- ars vegar. Hún átti í fimm ára ástarsambandi við leikarann Michael Keaton en þau hættu saman árið 1995. ,,Hann er yndislegur maður og við erum ennþá góðir vinir," segir leik- konan. Karlmenn úrröðum leik- ara hafa ávallt skipað mikilvæg- an sess í ástarlífi hennar og á tímabili var rætt um að hún væri að slá sér upp með leikaranum Christan Slater. Courteney þver- tekur fyrir að ástin hafi verið í spilunum og þau hafi einungis verið vinir. Amor kom svo óvænt inn í líf Courteney þegar hún fór að leika í hryllingsmyndinni vin- sælu, Scream. Hún féll fyrir mótleikara sínum, David Arquett, og úr varð mikið ást- arbál sem endaði með hjóna- bandi. ,,Við upptökur á fyrstu Scream myndinni daðraði égvið hann. Ég svaf hjá honum þeg- ar við tókum upp mynd númer tvö og ég var orðin eiginkona hans þegar við tókum upp þriðju myndina!" Hjónin eru ákaflega samhent og hamingju- söm að eigin sögn. David þótti mjög kræfur í skemmtanalífinu í Hollywood áður en hann og Courteney tóku saman og hann fullyrðir að Courteney hafi bjargað sér úr klóm heróíns. Hann á frekar skuggalega for- tíð en Courteney tók honum eins og hann var, með öllum kostum hans og göllum. Aldur er eitthvað sem marg- ar konur óttast og leikkonur trú- lega meira en aðrar konur. Um það að eldast segir Courteney: ,, Mér fannst erfitt aðverða þrí- tug. Þegar ég var yngri hélt ég að um þrítugt yrði ég orðin heimavinnandi húsmóðir og ætti átta börn! Ég komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ég væri heppin að vera á svona hraðri uppleið í starfsferlinum á þessum tímapunkti." Leikkonan er töluvert upptek- in af hjónabandinu og er tilbú- in að fórna miklu fyrir hamingj- una. Hún hefur lýst því yfir að hana langi til að eignast börn með David sínum en sú ósk hefur ekki enn orðið að veru- leika. Kuíkmyndir og bættír sem Courteney Cox hefur leikið í á starfsferlí sínum. Kuíkmyndir The Shrink Is In (2000) Scream 3 (2000) The Runner (1999) Alien LoveTriangle (1998) Scream 2 (1997) Conimandments (1997) Scream (1996) Sketch Artist II: Hands That See (1995) Ace Ventura: Pet Detective (1994) Opposite Sex and How to Live withThem, (1992) Blue Desert (1991) Mr. Destiny (1990) Shaking theTree (1990) Cocoon:The Retum (1988) Masters of the Universe (1987) Down Twisted (1987) Slónuarpsbættir Friends (1994-2000) Trouble with Larry (1993) The Battling for Baby (1992) Curiosity Kills (1990) TillWe Meet Again (1989) Roxanne: The Prize Pulitzer (1989) ITI Be Home for Christmas (1988) If It’s Tuesday, It Still Must Be Belgium (1987) Family Ties (1987-1989) Misfits of Science (1985) Þættir sem hún hefur leikið í sem gestaleikari: Larry Sanders Show (1992) Saturday Night Live (1995) Seinfeld (1994) Dream On (1992) Murder, She Wrote Jg v. (1988) ■ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.