Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 60

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 60
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Snyrtistofan Gyðjan Húðslípun, frábær nýjuna fra Italiu Snyrtistofan Gyðjan hefur tekið í notkun afar öflugt og fullkomið tæki til húðslípunar. Það heitir Ultra Peel og kemur frá fyrirtækinu Pepita á Ítalíu. Þetta er ný tækni í örslípun húð- arinnar sem fjarlægir ysta húðlagið og örvar þannig neðri húðlögin til að mynda nýjar frumur. Alltaf myndast ný, fersk og heilbrigð húð. Undraverður árangur á stuttum tfma Að sögn Jónínu Kristgeirs- dóttur, snyrtifræðings og eig- anda snyrtistofunnar Gyðjunn- ar, er þetta öflugasta tæki sem snyrtifræðingar mega vinna með. „Við erum afar ánægðar með árangurinn sem þetta tæki hefur gefið," segir hún. „Þegar konur koma til okkar í andlits- bað mælum við eindregið með því að þær noti þetta einnig til að betri árangur náist. Snyrti- vörurnar, sem við notum, ná þá mun dýpra ofan f húðina og virka þessvegna miklu beturen ella. Nýjasta Ultra Peel tækið, einsogviðerum með, komfyrst á markaðinn fyrir þremur árum en hefur verið í stöðugri þróun í mörg ár. Bandaríkjamenn tóku því opnum örmum, sérstaklega vegna þess hve allt hreinlæti er mikið í sambandi við það og sótthreinsun fullkomin en allar reglur í Bandaríkjunum í sam- bandi við hreinlæti eru afar strangar," segir Jónína. „Til að sem bestur árangur náist þarf að koma í 10 til 14 skipti en auðvitað fer það eftir því hvern- ig húðin er. Sumum nægir að koma einu sinni. Þetta tæki virkar vel á brúna bletti, sem geta myndast á andliti eða á handarbökum, á fíngerðar hrukkur, ör eftir bólur, óhreina húð og húðslit. Húðsliti nær maður kannski aldrei alveg en með þessu tæki er hægt að minnka það mikið,“ segir hún. „Svona meðferð, eingöngu fyr- ir andlit, kostar 4.300 krónur í eitt skipti en ef teknir eru tíu tímar veitum við 15% afslátt. Ef augu, háls og bringa fá einnig meðferð kostar eitt skipti 5.600 krónur. Fimm tímar í þannig meðferð eru með 15% afslætti og þá er andlitsbað innifalið í verðinu í fimmta skiptið. „Þessi meðferð er bæði sárs- aukalaus og skaðlaus," segir Jónína. „Tækið er þannig stillt að það vinnur aðeins á ysta lagi húðarinnar og er því fullkom- lega öruggt og enginn skaði verður á húðinni," bætir hún við. „Nú á dögum skiptir útlit miklu máli og fólk vill auðvitað I íta e i ns ve I út og það getu r. Það hefur kannski engan tíma eða hefur ekki efni á að fara í fegr- unaraðgerð sem tekur hálfan mánuð að jafna sig eftir en það getur komið til okkar og látið slípa húð sína í hádeginu og mætt í vinnuna strax á eftir. Allra viðkvæmasta húðgerð get- ur roðnað örlítið en jafnar sig á örskömmum tíma,“ segir hún. „Við setjum alltaf maska á húð- ina eftir hverja meðferð til að róa hana og næra. Meðferðin tekur í mesta lagi klukkutíma en ef andlitsbaðereinnigtekið má alveg reikna með einum og hálf- um tíma. Ultra Peel tækin eru afar vin- sæl um þessar mundir og eru komin inn á ýmsar húðfegrun- arstofur en reyndar hafa aðeins snyrtifræðingar sérmenntun í að húðgreina fólk,“ segir Jónína. „Ég mæli eindregið með þess- ari meðferð og hef séð undra- verðan árangur á stuttum tíma hjá fólki sem hefur notað sér þessa þjónustu okkar. Við fáum aðallega konurtil okkar á snyrti- stofuna en meðferðin er að sjálfsögðu einnig ætluð körl- um,“ segir hún að lokum. Snyrtistofan Gyðjan er til húsa að Skipholti 70 í Reykja- vík og tímapantanir eru í síma 553-5044. 60 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.