Vikan


Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 47

Vikan - 17.10.2000, Blaðsíða 47
Þórunn Stefánsdóttir þýddi þig um hálfáttaleytið? Ég pant- aði borð á veitingastað sem er nýbúið að opna." „Klukkan hálfátta er í lagi mín vegna,“ tókst henni að stynja upp áður en hann sagð- ist verða að kveðja og lagði á. Sem betur fer var hún önnum kafin það sem eftir var vinnu- tímans og hafði ekki tíma til frekari dagdrauma. Þegar hún var um það bil að fara kom Ric- hard inn til hennar og spurði hvort hún væri ánægð í vinn- unni. Hún sagðist vera alsæl og varð fegin því þegar hann sagð- ist ekki hafa tíma til að staldra lengur við vegna þess að kon- an hans hefði boðið nokkrum vinum þeirra í mat. Á leiðinni heim áttaði hún sig á því að ef Richard hefði spurt sömu spurningar eftir fyrstu vikuna í vinnunni hefði svar hennar svo sannarlega verið allt annað. Kannski hafði Sarah rétt fyr- ir sér... kannski hún hafi verið uppfull af sjálfsmeðaumkun og ofsnöggtil þess aðdraga rang- ar ályktanir. Hún varð að viður- kenna fyrir sjálfri sér að kannski hafi verið eðlilegt að Daniel vildi hafa auga með henni til þessað byrja með, þótt ekki væri nema til þessaðverndaskjólstæðing- ana. Kannski hún hafi veriðof við- kvæm og það hafi verið rangt af henni að draga þá ályktun að hann liti niður á hana fyrir misgjörðirnar. Enn þá gat hún ekki stillt sig um að bera þau saman í hug- anum og sá samanburður var svo sannarlega henni í óhag. Hún varð að viðurkenna að hún öfundaði hann af velgengninni þótt hún væri ekki lengur reið út í hann. Hann hafði greinilega hæfileika til þess að láta sér takastalltsem hann tók sérfyr- ir hendur. Það sama var ekki hægt að segja um hana. Hættu nú, sagði hún við sjálfa sig. Hættu að einblína á fortíð- ina. Hún endurtók þetta í hug- anum meðan hún klæddi sig upp á fyrir kvöldið. Hún var búin að fara í sturtu og hafði ekki spar- að við sig ilmmjólkina. Hún leit hálffeimin í spegilinn meðan hún klæddi sig í silkinærfötin sem hún hafði keypt fyrir löngu en aldrei farið í. Þau voru einföld og það var ekki hægt að segja að þau væru ögrandi en henni fannst notaleg tilfinning að finna silkið gæla við hörundið. Svarti kjóllinn var heldurekki jafneggjandi við fyrstu sýn og kjóllinn sem Sarah var hvað hrifnust af en henni leið vel í honum og hann veitti henni ör- yggi sem hún vissi að hún myndi þurfa á að halda. Hún var enn þá uppi þegar hún heyrði bílinn aka I hlað. Hún leit I spegilinn. Skyldi hann geta fundið hvað hún var taugaó- styrk? Húð hennar Ijómaði og augasteinarnir virtust stærri en venjulega. Hún horði á varirsín- ar. Var hún með of mikinn vara- lit? Myndi hann geta sér þesstil að hún hefði hugsað um kossa hans þegar hún setti á sig föl- bleikan varalitinn? Hann hringdi dyrabjöllunni og mamma hennar fór til dyra. Charlotte vissi að það var kom- inn tími til að hún færi niður. Hún kynnti hann fyrir foreldr- um sínum og fann að þau kunnu samstundis vel við hann. Hann var á Jagúarnum og þegar hann opnaði bíldyrnar braust fögnuðurinn, sem hafði blundað í henni allan daginn, út. ,,Ég hef ekki borðað þarna áður,“ sagði hann og setti bíl- inn í gang. ,,En ég hef heyrt vel talað um staðinn." ,,Er hann langt héðan?“ spurði Charlotte. Hann sagði henni það og út- skýrði að húsið, sem stóð við ána, hefði upphaflega verið gamall bóndabær. Nýireigend- ur höfðu tekið húsið í gegn og breytt því í veitingahús. ,,Við sáum um söluna vegna þess að það voru smáerfiðleik- ar í sambandi við eigendaskipt- in, en það bjargaðist allt á end- anum.“ Þau óku út af aðalveginum inn á mjóan malarveg. Forgarðurinn og framhlið hússins voru upplýst daufum Ijósum. Húsið var mjög gam- alt, langt og lágreist og Charlotte ságlitta í útlínur gróð- ursins í garðinum og göngustíga beggja vegna hússins. Daniel sagði henni að stígarnir lægju niður að ánni og hellulagðri ver- önd á bak við húsið þar sem hægt yrði að borða á sumrin. Daniel stakk hendinni undir handlegginn á henni og leiddi hana yfir bílastæðið. Charlotte færði sig ósjálfrátt nær honum. Þau gengu hægt í átt að hús- inu en Charlotte færði sig að- eins frá honum þegar bíll ók upp að húsinu. Charlotte vissi að það skipti hana ekki máli hvar þau borð- uðu. Hana langaði einfaldlega að vera í návist Daniels. Ef hann sneri sér að henni, tæki hana I faðminn og spyrði hvort þau ættu ekki að gleyma öllu um matinn, myndi hún ekki hugsa sig tvisvar um. Daniel opnaði dyrnar og ótal raddir rufu þögn- ina. Hún leit í kringum sig og varð glöð þegar hún sá að litlar breytingar höfðu verið gerðar á húsinu. Upprunalegu bitarnir voru í loftinu og veggirnir voru málaðir Ijósum jarðarlitum. Gólfið var lagt steinflísum og þakið hlýlegum mottum og hús- gögnin voru gömul og heimilis- leg. „Hvernig líst þér á?“ spurði Daniel þegar þau voru sest inn á barinn. ,,Mjög vel,“ svaraði Charlotte. Hún brosti til hans og brosið dó á vörum hennar þegar hún sá hvernig hann horfði á hana. Henni fannst sem hann snerti varir hennar og augu með augnaráðinu einu saman. Hún heyrði ekki þegar hann pantaði drykki handa þeim og sá varla það sem stóð á matseðl- inum. Henni stóð nákvæmlega á sama hvað hún borðaði. Hún reyndi að halda uppi hversdagslegum samræðum til þess að breiða yfir tilfinningar sínar. Hún hafði aldrei gert sér grein fyrir því að einfaldir og hversdagslegir hlutir gætu haft svo kynæsandi áhrif. Bara hvernig Daniel hreyfði hendurn- ar ... hvernig hann brosti ... hvernig hann horfði á hana ... hvernig hann horfði djúpt í aug- un á henni ... hvernig hann sat ... hvernig hann hreyfði sig ... allt sem hann gerði hafði ótrú- leg áhrif á hana. Hún gæti set- ið klukkustundum saman og horft á hann. Hann sagði henni meira frá afasystur sinni og áhrifunum sem hún hafði haft á líf hans. Charlotte var næstum því af- brýðisöm vegna þess hversu vænt honum hafði þótt um hana. ,,Það hlýtur að vera gott að hafa svo mikið sjálfstraust," sagði Charlotte þegar hann sagði henni frá því að frænka hans hefði ákveðið að opna eig- in lögmannsstofu eftir að hafa verið synjað um starf hvað eft- ir annað. ,,Ég held að það hafi haft meira með nauðsyn en sjálfstraust að gera. Hún vissi að hún yrði að finna leið til þess að öðlast sjálfstæði og komast frá foreldrum sínum til þess að festast ekki í því lífsmynstri sem þau ætluðu henni.“ ,,Það er erfitt fyrir okkur nú- tímakonurnar að ímynda okkur hvað kynsystur okkar þurftu að ganga f gegnum á þessum tíma." ,,Já, okkur hættir til að gleyma þvf hvað tímarnir hafa breyst mikið. Við tökum öllu sem sjálfsögðum hlut, öllu sem fólk hefði ekki látið sig dreyma um á tímum fyrri heimsstyrjald- arinnar. Ég vona að þú hafir plássfyrir eftirrétt,“ bætti hann við. „Kökurnar hérna eru vístal- veg sérstaklega góðar." Charlotte brosti til hans. Það eina sem hún þráði var að vera ein með honum, að vera í faðmi hans, finna kossa hans ... snerta hann ... Hún lokaði aug- unum og sá þau fyrir sér nakin í tunglsljósinu. Hún roðnaði og opnaði augun. ,,Ég held að mig langi bara í kaffi. “ Hún horfði á hann og velti því fyrir sér hvort hann hefði lesið hugsanir hennar. Hvort hann þráði hana jafnmikið og hún þráði hann. Svona varástin. Hennifannst undarlegt til þess að hugsa að hún hefði aldrei trúað því að henni ætti eftir að líða á þenn- an hátt. Aldrei hafði henni lið- ið svona í návist Bevans þótt hún hefði alltaf staðið í þeirri trú að einn daginn yrðu þau hjón. Hún drakk kaffið og horfði á Daniel. Fingur hans voru lang- ir og grannir. Hún rifjaði upp hvernig hann hafði strokið þum- alfingri yfir geirvörtur hennar. Hún var skjálfhent þegar hún lagði bollann frá sér á undirskál- ina. Daniel horfði á hana og sagði hásum rómi: „Égveitekki hvað þér finnst, en ég held að það sé kominn tími til að fara.“ Charlotte hafði beðið eftir þessu allt kvöldið, en allt í einu varð hún taugaóstyrk og feimin. Hún kinkaði kolli og sat stíf íá stólnum meðan Daniel stóð á fætur. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.